Strandapósturinn - 01.06.2013, Qupperneq 109
107
miður, ekki langlífur, lést 1938 aðeins 46 ára. Kona Guðmundar
var Guðrún Sæunn Sæmundsdóttir og voru þau þremenningar,
bæði af hinni kunnu og fjölmennu Finnbogastaðaætt, en for-
eldrar Guðmundar voru hjónin Guðmundur oddviti Guðmunds-
son, bóndi á Finnbogastöðum, og kona hans, Þuríður Eiríksdóttir
frá Bjargi í Miðfirði. Forfeður Guðmundar ásamt yngsta bróður
hans, Þorsteini er nú býr á jörðinni, hafa setið staðinn í fimm ætt-
liði, allt frá 1797.
Nám og fleira
Enginn barnaskóli var í sveitinni áður en fyrrnefndur Guðmundur
Þ. kennari hóf farkennslu um 1916 og stofnaði síðan fasta-
skóla á Finnbogastöðum sem áður var sagt. Urðu heimilin því
að sjá um uppfræðslu barnanna að mestu á eigin vegum. Ein
ógift kona til heimilis á Munaðarnesi, Sigríður Guðmundsdóttir,
Benóníssonar, var þó fengin til að vera við kennslu á heimilum
tíma og tíma þar sem þörfin var mest. Munu allmörg börn hafa
notið góðs af kunnáttu hennar enda var hún sérlega natin við
að kenna þeim þessi frumatriði þekkingarinnar, þ.e. lestur,
skrift, reikning og kristinfræði. Hún var systir Jóns bónda og
hreppstjóra á Munaðarnesi en hann var vel þekktur hugar-
reikningsmaður og fróður vel um rím og fleira. Einn vetur var
ráðinn heimiliskennari hjá okkur, Benedikt Þórarinsson, síðar
kaupmaður á Ísafirði. Þetta mun hafa verið veturinn 1908–1909.
Einnig var ráðinn heimiliskennari að Dröngum einn eða tvo vet-
ur á þessum árum. Var mér komið fyrir til náms þar um tveggja
mánaða tíma veturinn sem Steinvör Benónísdóttir, síðar kaup-
mannsfrú á Hvammstanga, var þar heimiliskennari. Ingibjörg
Ketilsdóttir, skósmiðs á Ísafirði, Magnússonar, var einnig einn
vetur á Dröngum og, að mig minnir, eitt sumar í kaupavinnu.
Kenndi hún unglingum þar orgelleik og vafalaust fleira. Hún
kom svo í Ófeigsfjörð og giftist Pétri 1911 eins og fyrr var getið.
Allt var þetta aðkomufólk hinar yndislegustu manneskjur og
höfum við vafalaust haft mjög gott af kynnum okkar við það.
Er hér var komið sögu höfðu eldri bræður okkar verið hluti
úr vetrum á unglingaskólanum á Heydalsá en þar vorum við
yngri systkinin aldrei til náms en mest og best held ég að elsta
systir okkar, Jensína, hafi stuðlað að námsþroska okkar undir