Strandapósturinn - 01.06.2013, Side 117

Strandapósturinn - 01.06.2013, Side 117
115 hrakinn varð einnig að gefa þeim mjölmeti eða annan fóðurbætir með heyinu. Þrátt fyrir mjög óhagstæð skilyrði til túnræktar hafði túnið þó verið stækkað og bætt verulega í búskapartíð pabba. Þegar hann hóf búskap á jörðinni hafði neðri hluti túnsins verið sandorpnar harðbalagrundir og enginn varnargarður til varnar sandfokinu í hafáttinni. Eitt af fyrstu verkum hans til túnræktar var því að láta hlaða allháan grjótgarð með fram sjónum neðan þessara grunda bæði til varnar sandfokinu og ágangi skepna í túnið. Varð svo á hverju vori að moka sandi frá garðinum sjávar- megin og var það mikið verk því að ársfokið af sandi var venjulega um metri á dýpt við garðinn. Grjótgarður þessi var svo framlengd- ur sunnan, norðan og að nokkru vestan um túnið en þeim megin lá mýri að því á kafla en þar var garðurinn hlaðinn úr hnaus og sniddu og djúpur skurður grafinn utanverðu garðsins. Mátti heita að túnið væri orðið nokkurn veginn varið fjárheldri girðingu um 1908. Grjótið var tekið í allháum klettahjalla sem liggur með fram suðurjaðri túnsins. Var það dregið að garðstæðinu á vetrum á sterkum sleða. Útengjar voru fremur rýrar en allvíðlendar. Voru þær aðallega í tveimur dölum, Sýrárdal og Húsárdal. Úr Sýrárdal mátti fara 7–9 ferðir á dag með heybandslest en úr Húsárdal ekki nema 4–5 ferðir eftir því hvað framarlega í dölunum var heyjað. Heyið var flutt heim blautt eða grasþurrt og þurrkað á túninu enda engjar víðast votlendar. Ég var mjög ungur þegar farið var að nota mig til að fara á milli með heybandshestana, varla meira en á áttunda ári. Hestarnir voru oftast sjö undir bandi en þann áttunda hafði ég til reiðar. Rak ég hestana jafnan á undan mér heiman og heim. Á leiðinni að heiman reyndi ég að djöfla þeim áfram eins hratt og ég gat því ekki vildi ég hljóta ávítur hjá bindingamanni fyrir slór í ferðum. Oft varð mér róðurinn þungur í viðureigninni við hest- ana. Sumir þeirra virtust þeirri ónáttúru gæddir að vilja allt annað en ég vildi. Þeir vildu hlaupa út í móana og bíta gras þótt enginn tími væri til svoleiðis óþarfa, jafnvel helst verða eftir af lestinni. Og svo vildu þeir alltaf vera að drekka úr hverri lækjarsprænu sem á leiðinni var en þá var mér nú skylt að hlíta vilja þeirra, sam- kvæmt reglunum. Kannski hafa þeir talið sig upp úr því vaxna að hlíta boðum þessa strákpatta sem var að derra sig þarna á eftir þeim. Eða höfðu þeir kannski bara gaman af að stríða honum?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.