Strandapósturinn - 01.06.2013, Page 120

Strandapósturinn - 01.06.2013, Page 120
118 Á hverju vori voru keyptir yrðlingar til eldis fram á vetur eða fram yfir áramót er skinnin voru orðin fallegust en þá var hátt verð á refaskinnum eins og fyrr var getið. Voru þeir flestir keyptir af grenjaskyttum í Húnavatnssýslu á vorin þegar pabbi var í viðar- flutningunum þangað á Ófeigi en slíkar ferðir voru venjulega farnar tvær á hverju ári. Stundum náðum við nokkrum yrðlingum úr greni í okkar landareign því oftast grenjuðu sig ein refahjón í svonefndu Hrúteyjarnesi sem skerst fram milli Ófeigsfjarðar og Eyvindarfjarðar en aldrei reyndum við að granda foreldrunum, kusum heldur að geyma okkur tilraunir við þá til vetrarins er skinnin urðu verðmætari. Það var sjaldgæft að refir legðust á fé eða lömb hjá okkur enda höfðu þeir nóg æti úr fjörunni, bæði krækling, fugl og fleira góðgæti sem þar mátti finna. Á tveimur öðrum bæjum í sýslunni var yrðlingaeldi stundað vegna skinn- anna sem ég vissi til. Það var í Stóru-Ávík og í Bæ á Selströnd. Hjá okkur voru þeir flestir 44 en oftast um 30. Fyrstu vikurnar voru þeir hafðir í sérhæfðu húsi fyrir þá meðan þeir voru að venjast móðurleysinu. Var þeim þá gefinn grautur, mjólk, egg og fleira sem til féll á heimilinu. Síðar voru þeir svo aldir í hólma sem er í firðinum tæpa sjómílu frá landi þegar varpi æðarfuglsins var lok- ið. Matur var fluttur til þeirra vikulega þegar fært var vegna veð- urs en gæta varð þess að jafnan væru nægar matarbirgðir hjá þeim því að í norðaustlægum áttum gat orðið ófært út í hólmann jafnvel svo vikum skipti. Vatnsleysi þurfti ekki að óttast þar eð nóg skarfakál var þarna sem þeir átu við þorstanum. Ef ís bar að landi meðan þeir voru í hólmanum þurfti að hafa skjót handtök við að ná þeim þaðan lifandi eða dauðum sem gefur að skilja en ekki man ég að til þess þyrfti að grípa nema einu sinni en þá rak inn ís upp úr áramótum. Voru þeir þá allir aflífaðir greyin enda orðnir sæmilega fallegir. Maturinn sem þeim var færður í hólmann var aðallega selur, bráðapestarket og fleira en fyrstu vikurnar einnig grautur og mjólk sem látið var standa hjá þeim í vel afskorðuðum trogum. Það var oft gaman að þessum vesalingum. Sumir voru svo gæfir að þeir komu alveg að fótum okkar er við færðum þeim matinn en aðrir héldu sig alltaf í hæfilegri fjarlægð, vildu ekkert eiga undir náð okkar að sækja. Svo þurftu þeir oft að eltast við hrafninn sem mjög tíðkaði heimsóknir til þeirra í ætisleit. Hann gat skemmt sér ágætlega á þeirra kostnað. Sat hinn rólegasti við
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.