Strandapósturinn - 01.06.2013, Síða 123

Strandapósturinn - 01.06.2013, Síða 123
121 Mun þá hafa verið æði snautt um matvöru í hreppnum sem var víst ekki fátítt á þeim árum þegar hafísinn hindraði svo oft alla siglingu til vesturstrandar Húnaflóa. Varð þessi för hans nokkuð rómuð þar um slóðir og lengi munuð. Mjóni var sá báturinn sem alltaf var notaður við selalagnirnar meðan ég var heima og víst lengi bæði fyrr og síðar auk annarra þarfa. Hann mun enn við lýði heima þótt ekki sé hann lengur í notkun (1980), var alltaf mikil happafleyta. Hin tvö þriggjamannaförin áttu þeir Pétur, bróðir minn, og Jón Arngrímsson er fyrr var nefndur. Bátur Jóns var gamall orð- inn. Hann hafði á yngri árum notað hann til fiskiróðra bæði heima við og svo hafði hann oft farið á honum undir Horn, sem kallað var, til fiskiróðra og fuglatekju og eggja en það mun hafa verið fyrir aldamót. Bátur Péturs var smíðaður heima 1911, árið sem hann kvæntist. Allir voru bátar þessir smíðaðir úr heima- fengnum rekaviði og allir notaðir jöfnum höndum til þarfa heim- ilisins eftir ástæðum. Stundum var skroppið í fiskiróður á sumrin til að afla fiskmetis til heimilisins en svo var stundum róið frá Norðurfirði á haustin með viðlegu þar og aflinn lagður inn hjá versluninni. Var þá róið með línu en síld veiddist oft í firðinum í lagnet. Þá var alltaf tölu- verð fiskmóttaka og fiskverkun hjá versluninni því að á þeim árum var róið til fiskjar á sumrin frá flestum bæjum sveitarinnar meira og minna. Ég man eftir því að þegar ég var smátappi, áður en ég varð liðtækur heima við heyvinnu, var ég oft viku og viku hjá pabba á Norðurfirði og hjálpaði til við fiskþurrkunina, breiða og taka saman, ásamt krökkunum í Norðurfirði og Steinstúni og stundum fleiri bæjum en allir krakkar gátu orðið að liði við þessa vinnu frá 4–5 ára aldri væru þau sæmilega hraust. Um hirðingu æðarvarpsins er ástæðulítið að fjölyrða, hún mun hafa verið með líku móti og enn tíðkast í varplöndum. Farið var að huga að varpinu á vorin strax og fugl fór að dragast að eynni sem venjulega var upp úr miðjum maí en þó nokkuð missnemma eftir tíðarfari. Voru þá hresstar við varghræður frá fyrra ári. Þær voru látnar standa þar sem hæst bar á eyjunni og reynt að láta þær líkjast sem mest mönnum til að sjá, klæddar útslitnum karlmanns- fötum og gjarnan með hattgarm á hausnum. Síðan var bundið viðarsprek í byssulíki undir handarkrikann á þessu. Þá voru alla
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.