Strandapósturinn - 01.06.2013, Síða 127

Strandapósturinn - 01.06.2013, Síða 127
125 um svo ferðinni áfram fyrir Drangaskörð og inn á miðja Dranga- hlíð. Þar hugðumst við láta fyrirberast um nóttina, standandi við allháan klett í fjörunni, ef ske kynni að rebbi léti sjá sig. Veður var allhvasst af norðri, úrkomulítið en nokkurt frost. Ég hafði auðvit- að tekið byssuna með mér enda ráð fyrir því gert að við hinkruð- um við á hlíðinni um nóttina ef veður yrði veiðilegt er þar að kæmi. Guðmundur frændi hafði ekki gefið sig mikið að skot- mennsku og hafði því ekki byssu meðferðis svo það hlaut því að koma í minn hlut að skjóta ef til kæmi. Tungl átti skammt til fyll- ingar og nokkuð skuggað er á leið nóttu. Undir aftureldingu sáum við hvar tvær tófur komu skokkandi eftir skafli skammt frá okkur, hvít og mórauð. Stungu þær sér niður í fjöruna um það bil er þær voru að komast í skotfæri og sást þá illa til þeirrar mórauðu er hún bar í dökka fjöruna. Lét ég skotið vaða á þá hvítu er mér sýndist hún vera eitthvað að kljást við þá mórauðu. Þetta lánaðist þannig að sú mórauða féll en hin slapp eitthvað særð því blóð sást í slóð hennar í skaflinum ofan fjörunnar en æði spretthörð var hún þó er hún hljóp til fjallsins. Við héldum kyrru fyrir við klett- inn uns orðið var hálfbjart af degi eða vel sporrækt. Fórum við þá að rekja spor þeirrar hvítu upp í fjallshlíðina en urðum frá að hverfa í miðri hlíðinni sökum bratta og hálku. Komum að Dröng- um um fullbirtu og vorum þar í tvo daga í góðu yfirlæti. Heim- ferðin varð tíðindalaus enda þá komin hláka og ekki veiðiveður. Mér þótti þó ferðin góð orðin þótt mórauða skinnið væri nú ekki sérlega fallegt en ég var ekki heldur nema á þrettánda árinu. Annars var það svo með þessar tófuveiðar okkar að langoftast var það að við urðum engrar tófu varir þótt við lægjum úti hálfar og jafnvel heilar næturnar. Aftur á móti var allgóður fengur ef tókst að slysa tófu því að verðið var hátt á skinnunum, einkum væri um fallegt mórautt skinn að ræða. Það þótti ágætt ef einhverjum tókst að fá 3–5 tófur yfir veturinn enda þótt hann hefði orðið að kosta til þess 30–40 ferðum. Þetta var því mikið happdrætti en spenn- andi var það. Árið 1911 fengu bræður mínir, Pétur og Ásgeir, fyrstu aftur- hlaðningana er komu á heimilið. Nokkur uggur var í eldri mönn- unum um það að þessi nýmóðins vopn myndu reynast hættulegri í meðförum en framhlaðningarnir gömlu. Eins og nærri má geta varð ég þegar yfir mig hrifinn af þessum áhöldum. Átti ég engan
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.