Strandapósturinn - 01.06.2013, Side 129

Strandapósturinn - 01.06.2013, Side 129
127 líka íslenska krónan í sama gildi og sú danska. Ég man sérstaklega eftir listum frá tveimur löndum, Danmörku og Frakklandi, sem við pöntuðum aðallega eftir. Þetta voru nokkuð stórar bækur heftar. Myndir voru af varningnum með tilgreindu verði á hverju fyrir sig. Ég pantaði eftir franska listanum bæði spariföt og ullar- frakka sem ég síðar notaði lengi sem kuldaflík í útilegum. Ekki man ég hvað fötin kostuðu né frakkinn en þetta var hundódýrt og fór mér sæmilega þótt málið af mér, sem sent var með pöntun- inni, væri ekki tekið af neinum fagmönnum. Eftir danska listan- um pöntuðum við Ásgeir, bróðir minn, sína skammbyssuna hvor ásamt 100 skotum með hvorri byssu. Þetta voru sex skota byssur og kostuðu kr. 4,50 hvor. Ýmislegt fleira pöntuðum við frá Dön- um, þar á meðal smá hrekkjadót eins og kláðaduft og ólyktarkúl- ur. Allt kom þetta með bestu skilum og án allrar nútíma skrif- finnsku. Svona var þetta í þá daga. Ég átti nú orðið þrjú skotvopn en það stóð nú ekki lengi eins og síðar mun frá greint. Selveiðarnar hófust í seinni hluta júnímánaðar. Var venjulega veitt við útskerin fyrstu þrjá dagana og höfð viðlega í Hrúteyjar- nesi. Þar var haft tjald til að sofa og matast í. Netin voru oftast lögð um háflæði. Flatasker var þá langmesta veiðiskerið en það kvað eitthvað hafa breyst nú á seinni árum. Var veiðin oft svo ör fyrst að strax varð að fara með netunum þegar búið var að leggja þau og hirða úr þeim kópana sem voru orðnir fastir, kannski allt að 20 selir. Síðan var svo hinkrað svolítið við í Flataskeri, kaffi hitað og drukkið, síðan vitjað um aftur og hafði þá oftast fengist nóg á bátinn til að fara með í land í Hrúteyjarnesi en hann bar um 40 kópa. Eftir þessa fyrstu hrotu tregaðist veiðin svo aðeins þurfti að vitja um á flóðum. Kóparnir eru um fjögurra vikna gaml- ir þegar mæðurnar reka þá frá sér og eru þá orðnir býsna bústnir, komnir í tveggja fjórðunga spikkápu. Á því má sjá að hún er ekki kraftlítil selamjólkin því þeir eru ósköp renglulegir nýfæddir. Reynt er að hefja veiðarnar um það leyti er flestar urturnar hafa flæmt kópana frá sér en það gera þær allar á örfáum dögum því að þá eru þeir auðveiddastir greyin, nýreknir frá mæðrunum. Furðufljótir voru þeir þó að læra að forðast netin tækist þeim að sneiða hjá þeim fyrstu skiptin. Kópar, sem enn voru með mæðrum sínum, veiddust yfirleitt ekki en henti það gat svo farið að hún sjálf lenti í netinu við tilraunir sínar við að bjarga afkvæminu og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.