Strandapósturinn - 01.06.2013, Side 140

Strandapósturinn - 01.06.2013, Side 140
138 Árið 1914 varð býsna viðburðaríkt hjá okkur eins og fleirum. Þetta sumar tjölduðu í túninu hjá okkur þrír danskir landmæl- ingamenn. Þeir dvöldu þarna hjá okkur, að mig minnir, hátt á annan mánuð og gengu daglega á fjöll til landmælinga nema á sunnudögum og þegar veður var ófært til mælinga vegna þoku eða rigninga. Þetta voru hæglátir ágætismenn úr danska land- hernum, tveir dátar og yfirmaður, major eða eitthvað svoleiðis að tign. Þeir voru allir viðkynningargóðir og ég lærði töluvert hrafl í máli þeirra af babli mínu við þá en hef þó aldrei skilið þetta mál talað af Dönum síðan svo heitið geti þótt ég skilji lesmálið sæmi- lega. Dátarnir voru háir og þreklegir menn, um tvítugsaldur, en þeir voru þó einkennilega valtir á fótunum þegar þeir voru að glíma við okkur, einkum Ingólf sem var lágur maður vexti og ekki neinn kraftajötunn þótt hann væri allvel að manni. Þeir höfðu sinn eigin mat (að mestu niðursoðinn) og matargerð en fengu þó oft hjá okkur rúgbrauð (pottbrauð) sem þeim þótti hið mesta sælgæti og mjólk fengu þeir daglega og stundum nýjan fisk og silung ef í hann náðist. Fyrstu fréttir af upphafi ófriðarins mikla 1914–1918 fengum við með Ögmundi Sigurðssyni, skólastjóra í Flensborg, er hann vatt sér, holdvotur úr Hvalá, inn um hlöðudyrnar hjá okkur á sunnudagsmorgni í september. Svo stóð á ferðum hans þarna að hann var leiðsögumaður tveggja Þjóðverja er þá voru í einhvers konar vísindalegum rannsóknarleiðangri um Vestfjarðakjálkann. Með þeim var einnig sonur Ögmundar, Sveinn, er þá var ung- lingur í menntaskóla. Norðaustan hvassviðri var og hafði verið undanfarna daga og úrhellisrigning svo allar ár og lækir höfðu vaxið gríðarlega og Hvalá orðin óreið með öllu. Mennirnir höfðu komið að ánni norðan af Ströndum á föstudagskvöldi og þá orðið frá að snúa og búa um sig í beitarhúsinu í Strandartúni. Þar höfðu þeir látið fyrirberast síðan en á sunnudagsmorgni tók Ögmundur traustasta vatnahestinn og sundreið ána. Var veður þá enn svo hvasst að ógerningur var að komast norður í báti eftir mönnun- um. Loks á mánudegi, eftir hádegi, gátum við brotist norður og sótt þá. Tókum við Sveinn að okkur að smala saman hestunum sem voru 10–12 og reka þá til sunds yfir ána. Fórum við síðan með hinum í bátnum heim fyrir árósinn og tókum hestana heim með okkur. Fegnu svo allir að borða með okkur í hlöðunni og man ég
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.