Bændablaðið - 18.11.2021, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 18.11.2021, Blaðsíða 1
Meðvitað viðnám matarsóunar 22. tölublað 2021 ▯ Fimmtudagur 18. nóvember ▯ Blað nr. 599 ▯ 27. árg. ▯ Upplag 32.000 ▯ Vefur: bbl.is Pure Arctic er í viðskiptum með íslenskt grænmeti í Danmörku, Færeyjum og á Grænlandi og stefnir á frekari útrás: Kallar á margföldun á gúrkuframleiðslunni Margfalda þyrfti framleiðslu á íslensku grænmeti ef markmið Sverris Sverrissonar og Gunnlaugs Karlssonar ná fram að ganga. Þeir hyggja á útrás á íslensku grænmeti á erlenda markaði og hafa þegar hasl- að sér völl í Danmörku, Færeyjum og á Grænlandi. Sverrir er stjórnarformaður fyrir­ tækisins Pure Arctic og Gunnlaugur framkvæmdastjóri Sölufélags garð­ yrkjumanna. Þeir fara fyrir markaðs­ átaki sem miðar að því að gera íslenskt grænmeti að útflutningsvöru. Sóknarfærin blasa við að þeirra sögn, því bæði hagrænir og markaðslegir þættir eru að þróast íslenskri græn­ metisræktun í hag. „Tæknilega séð er okkur ekkert til fyrirstöðu að framleiða meira græn­ meti til útflutnings. Margir utanaðkom­ andi þættir snúa í þá átt. Í Evrópu eru menn í vandræðum með orkuverð og vatnsmengun. Inn í þetta spilar líka kolefnissporið. Áhuginn er byrjaður að kvikna á vörunum og við viljum finna út hvort viðskiptalegar forsendur séu fyrir hendi áður en við förum að byggja undir meiri framleiðslu,“ segir Gunnlaugur. „Samkeppnishæfni íslenska græn­ metisins er að styrkjast. Afurðin okkar hefur alltaf möguleika á að vera hreinni en sambærilegar afurðir úti. Við erum með endurnýjanlega orku, heita vatn­ ið sem hitar gróðurhúsin og vökvum grænmetið með hreinu köldu vatni. Við höfum því hágæðavöru. Eftirspurn eftir slíkum vörum er að aukast. Þekking neytenda á hvað er góð matvara er líka að aukast. Yngra fólk er miklu harðara í því að taka upplýstari kaupákvarðanir og horfa meira til umhverfisþátta en áður þekktist. Þetta allt vinnur með okkur,“ segir Sverrir. Danir stöðva framleiðslu vegna orkuverðs Orkuverð hefur hækkað gríðarlega í Evrópu að undanförnu, ástæðan er m.a. viðvarandi skortur á gasi. Bæði danskir og hollenskir framleiðendur hafa tilkynnt um stöðvun á grænmetis­ framleiðslu yfir vetrartímann vegna þessa. Í frétt danska landbúnaðar frétta­ miðilsins Agriwatch kemur fram að einn stærsti gúrkuframleiðandi landsins, Kurt Christiansen, muni hætta framleiðslu á árinu. Enginn muni taka við af honum. Eingöngu tíu gúrkubændur eru þá eftir í Damörku og flestir nota þeir gas til að hita upp gróðurhúsin. Tekið er dæmi um gróðurhús sem horfi fram á aukakostnað upp á meira en 40 milljónir íslenskra króna í ár vegna verðhækkana á orku. Ljóst er að framleiðsla á gúrkum mun því snarminnka í Danmörku í vetur. Af þeim sökum hefur skapast enn frekar sóknartækifæri fyrir íslenska grænmetis framleiðslu. Íslenska gúrkan einstök vara Gúrkan er til þessa ein eftirsóttasta útflutningsvara Pure Arctic. „Eftir­ spurnin er nú þegar orðin meiri en framboðið, þrátt fyrir 600 tonna aukningu á gúrkuframleiðslu hér á landi í fyrra, þannig að staðan er mjög áhugaverð,“ segir Sverrir. „Við erum með eftirspurn sem nemur um það bil 250 tonnum af gúrk­ um á ári. Aðalvandamálið hefur verið framboð, en innan landsmarkaður er í forgangi svo við seljum bara umfram­ magnið. Hingað til hafa Danir haft mestan áhuga á gúrkum yfir vetur­ inn, en nú horfir í að það verði eftir­ spurn allt árið. Ef svo verður, þá þarf að fara að framleiða meira,“ segir Gunnlaugur. Verðið á íslenskri gúrku í Dan­ mörku er svipað og hér heima. Gúrkurnar eru seldar gegnum vef­ verslunina Nemlig.com og er stykkjar­ verðið 8 danskar krónur, eða það sama og spænsk lífræn gúrka kostar. „Ég vil meina að okkar gúrkur séu heilbrigðari en þær spænsku, því samkvæmt EU tilskipun um lífræna ræktun má nota örlítið af vægum varn­ arefnum í lífrænt stimplaðar gúrkur og nýta spænskir framleiðendur sér það. Við getum hins vegar lagt áherslu á okkar sérstöðu, sem er varnarefna­ laus vara, ræktuð með grænni orku og hreinu íslensku vatni, og margir neytendur sem sjá akk í því,“ segir Sverrir. Lífrænar gúrkur framleiddar eins og þær íslensku Danskar lífrænar gúrkur eru hins vegar seldar á hærra verði. „Við fáum ekki lífrænan stimpil því við ræktum plönturnar í eins metra hæð. Samkvæmt Evróputilskipuninni verður plant an að vera í snertingu við vistkerfið, ræktuð frá jörðu. Það merkilega er að vetrarræktaðar líf­ rænar danskar, norskar og finnskar gúrkur eru oft framleiddar á sama hátt og okkar gúrkur. Þessi lönd hafa veitt undanþágu frá þessari eins metra reglu til næstu tíu ára. Þar sem ekki var sótt um sambærilega undanþágu hér á landi er ekki hægt að votta okkar vöru lífræna, sem er miður,“ segir Sverrir. „Um leið og vara fær lífrænan stimpil þá er hún komin í aðra deild. Við vorum næstum því komnir með gúrkuna í verslanir Irmu, hágæða­ verslunarkeðju í Danmörku. Þar á bæ sögðu menn okkur að ef við fengjum lífrænan stimpil, þá myndu þeir ein­ göngu taka inn gúrkur frá Íslandi. Það gekk því miður ekki upp út af þessum mun á undanþágureglum.“ /ghp – Sjá nánar á bls. 2 Hópur bænda, áhuga- og vísindamanna hélt að Botnum í Meðallandi í byrjun mánaðarins að sækja átta hross. Um einstakan hrossahóp er að ræða, stofn sem hefur verið einangraður frá öðrum hrossum í landinu í sjötíu ár. Botnahrossin eru bæði menningarleg heimild um íslenska hestinn og hrossarækt en einnig eru þau erfðafræðileg auðlind að mati doktors í erfðafræði. Mynd / Guðrún Hulda Pálsdóttir – Sjá nánar á bls. 32–33 Gunnlaugur Karlsson og Sverrir Sverrisson, forsvarsmenn Pure Arctic, með gúrkur og lambakjöt, vörur sem hafa haslað sér völl í Danmörku. Hrossahópur í Meðallandi hefur verið einangraður frá öðrum hrossum í landinu í sjötíu ár 28 46–47 Beittar uppgræðslur á hálendi Íslands, reynsla bænda, aðferðir og árangurÁherslan lögð á litríkt grænmeti 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.