Bændablaðið - 18.11.2021, Blaðsíða 15

Bændablaðið - 18.11.2021, Blaðsíða 15
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. nóvember 2021 15 Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja kolefnisspor innan sveitarfélagsins. Sameinað sveitarfélag, Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar, verður í for- ystuhlutverki í loftslagsmálum að því er fram kemur í pistli Sveins Margeirssonar, sveitarstjóra Skútustaðahrepps. Hið sam- einaða sveitarfélag er það stærsta á landinu og nær yfir um 12% landsins. „Tekið verður tillit til beinnar los- unar vegna reksturs sveitarfélagsins, samfélagslegrar losunar og losunar frá landi, sem er stærsti einstaki losunar- valdur á Íslandi, með um 60–70% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda. Flestir aðilar eru meðvitaðir um lít- inn hluta af sínu kolefnisspori. s.s. losun vegna bruna á jarðefnaelds- neyti, orkunotkun og sorpi,“ segir í pistlinum. 85% frá innkaupum og flutningi á vörum Sveinn bendir einnig á að stærri hluti kolefnisspors komi frá virðis- keðju fyrirtækja og opinberra aðila vegna kaupa á vörum og þjónustu. „Lausn Greenfo hefur þá sérstöðu að reikna kolefnisspor fyrir alla virðiskeðjuna, t.d varðandi matar- innkaup, framkvæmdir og akstur og flutninga. Meira en 85% af kolefn- isspori sveitarfélagsins kemur frá innkaupum og flutningi á vöru og þjónustu en einungis 5% frá bruna og framleiðslu jarðefnaeldsneytis.“ Fáum heildaryfirsýn Hugbúnaðarlausn Greenfo býður upp á að taka gögn beint úr bók- haldskerfi sveitarfélagsins og segir Sveinn að með þeirri lausn sem í boði er fáist áður óþekkt yfirsýn yfir kolefnissporið. „Við getum greint okkar kolefnisspor niður á einstaka rekstrareiningar og birgja. Með því að fá heildaryfirsýn yfir okkar kolefnisspor, sjáum við hvar tækifæri eru til að draga úr okkar losun og getum forgangsraðað ver- kefnum m.t.t. til umhverfis og hag- kvæmni og þannig mótað skilvirka loftslagsstefnu og -aðgerðir.“ /MÞÞ MF 5S | 105 - 145 HÖ MF 6S | 135 - 180 HÖ MF 7S | 155 - 190 HÖ MF 8S | 205 - 305 HÖ Búvélar kynna FRAMTÍÐIN FRÁ MASSEY FERGUSON Nýju 5S - 6S - 7S - 8S eru hannaðar fyrir kröfuharða notendur Við klæðskerasaumum vél eftir þínum þörfum is a global brand of AGCO Corporation. Austurvegur 69 - 800 Selfoss - Sími 480 0080 buvelar.is Skútustaðahreppur: Kolefnissporið kortlagt Vindbelgjafjall er meðal þeirra mörgu náttúrugersema sem Mývetningar geta verið stoltir af. Hestaíþróttir: Meistaradeild Líflands 2022 Búið er að ákveða dagsetningar fyrir Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum keppnistímabilið 2022. Beinar útsendingar verða frá öllum keppnunum, bæði á RÚV2 og Alendis. Ekki er búið að ákveða staðsetningar keppna en það verður auglýst síðar. • 27. janúar fimmtudagur Fjórgangur V1 • 10. febrúar fimmtudagur Slaktaumatölt T2 • 25. febrúar föstudagur Fimmgangur F1 • 18. mars föstudagur Gæðingafimi • 26. mars laugardagur Skeiðmót • 9. apríl laugardagur Tölt T1 og flugskeið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.