Bændablaðið - 18.11.2021, Blaðsíða 43

Bændablaðið - 18.11.2021, Blaðsíða 43
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. nóvember 2021 43 LÍF&STARF Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 STÝRISENDAR gerðir dráttarvéla ALLAR GERÐIR TJAKKA SMÍÐUM OG GERUM VIÐ VHE • Melabraut 27 Hafnarfjörður Hraun 5 Reyðarfirði Sími 843 8804 • Fax 575 9701 www.vhe.is • sala@vhe.is Meiri áhugi hefur verið á húsum í Hagabyggð í Hörgársveit en gert var ráð fyrir og skipulagsvinna við annan áfanga hafin. „Viðtökur við þessum lóðum voru mun betri en okkar væntingar gerðu ráð fyrir, það má orða það svo að þær voru hreint út sagt frábærar,“ segir Ólafur Aðalgeirsson, einn eigenda og talsmaður jarðarinnar Glæsibæjar í Hörgársveit, en hann stýrir verkefni um uppbyggingu á íbúðarbyggingum í Hagabyggð. Alls verða 30 lóðir á þessu svæði, allt stórar einbýlishúsalóðir og hafa lóðarhafar möguleika á að byggja þrjú hús á hverri þeirra, t.d. vinnustofur eða bílskúra, en ekki er gert ráð fyrir að útihús verði reist á lóðunum. Hugsað sem dreifbýlisbyggð Vinna hófst við fyrsta áfanga í fyrra- sumar og er gert ráð fyrir 17 lóðum í honum. Meðal annars innviða- gerð vegna lóðanna. Nýverið hófst skipulagsvinna við annan áfanga en í honum er gert ráð fyrir 13 lóðum. „Langflestum lóðanna hefur verið úthlutað, innviðagerð er á góðu róli, allar lagnir komnar að lóðamörkum og fráveitukerfi komið í gagnið. Þá er búið að hafa jarðvegsskipti í öllum vegum og fyrsta burðarlag er komið á götur. Þetta hverfi er hugsað sem dreifbýlis- byggð til lögheimilisskráningar en alls ekki að þarna byggist upp þéttbýli,“ segir Ólafur. Framkvæmdir hafnar á 5 lóðum Hann segir lóðarhafa koma víða að, langflesta þó af Eyjafjarðarsvæðinu, en einnig hefur fólk sem býr fyrir sunnan og vestan sóst eftir lóðum í Hagabyggð. „Íbúasamsetningin virðist ætla að verða í anda þess sem við spáðum fyrir um, að uppleggi fólk eldra en 45 ára með uppkomin börn með mátulegum undantekn- ingum. „Framkvæmdir eru hafnar á 5 lóðum og segir Ólafur að fleiri séu í startholum að stökkva af stað. „Ég gerir ráð fyrir að tveir til þrír grunnar verði teknir til viðbótar á árinu ef tíðarfar leyfir. Fyrstu húsin risu bara nú fyrir skemmstu þegar bílskúr og gestahús risu á lóð númer 6 við Hagatún. Mér finnst viðbúið að fyrstu íbúarnir flytji inn á næsta ári,“ segir hann. Örfáar lóðir eftir Einungis eru 1 til 2 lóðir eftir í fyrri áfanga svæðisins, skipulagsvinna við annan áfanga er að hefjast og úthlutun í þeim áfanga verður um leið og þeirri vinnu er lokið og fram- kvæmdaleyfið komið í hús. „Við styðjumst áfram við sömu hugmyndafræði, þ.e. að útbúa rúm- góðar sjávarlóðir, þar sem einkunnar- orðin eru náttúra, næði og frelsi,“ segir Ólafur og vísar m.a. til þess að í næsta nágrenni séu góðir möguleik- ar á heilbrigðri útivist og skilmál- ar deiliskipulags séu ekki þröngt afmarkaðir heldur gefst lóðarhöfum og hönnuðum þeirra færi á að koma með sínar hugmyndir að húsum án þess að skilmálar marki djúp spor. / MÞÞ Fyrstu húsin risin í Hagabyggð í Hörgársveit: Svo til allar lóðir seldar í fyrsta áfanga Svo gott sem allar lóðir í fyrri áfanga eru seldar og unnið að skipulagi annars áfanga. Í allt verða 30 lóðir í Hagabyggð. Hér til vinstri má sjá stöðuna á Hagabyggð eitt og myndin til hægri er af lóð Hagabyggðar þrjú. Fyrstu húsin eru risin í Hagabyggð, sjávarlóðum í landi Glæsibæjar í Hörg- ársveit, en um er að ræða bílskúr og gestahús á lóð númer 6 við Hagatún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.