Bændablaðið - 18.11.2021, Blaðsíða 37
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. nóvember 2021 37
Kylja frá Eystri-Torfastöðum II, morarnhosótt veturgömul brúskær með
mikinn brúsk, sem að miklu leyti hefur þvælst í hroðalokka. Þeir eru orðnir
þungir, þæfðir og flóknir drellar. Myndin tekin að hausti.
Ekki er gott að skyldleikarækta
þetta mikið, þó það verði kannski
að gera í upphafi, á meðan maður
er að koma sér upp stofni. Við slíka
innræktun geta farið að koma fram
gallar, eins og t.d. vik í augnlok eða
jafnvel allt of vanþroskuð augnlok.
Stundum koma líka stakir langir
lokkar á augnlokin og setja sterkan
svip á andlitið og virðist þetta vera
bundið við ferhyrnt og ferukollótt fé.
Að þessum lokkum er ekki óhagræði
fyrir skepnuna svo þetta þarf í raun
ekki að forðast.
Þó menn verði að byrja þessa
brúskfjárræktun með nokkuð stífri
skyldleikaræktun, þarf sem sagt í
framhaldinu að hafa náið auga með
því að skyldleikinn verði ekki of
mikill til lengdar. Þegar notadrjúg-
ur stofn er kominn á fót er best að
blanda brúskfé jafnan með tvíhyrndu
og kollóttu af og til.
Gangi ykkur vel.
Páll Imsland
Langbrók frá Eystri-Torfastöðum II,
morarnhosótt haustgimbur með vel
þroskaðan brúsk.
Lokkur frá Ósabakka, hvítur kollóttur
fáeinna daga gamall brúskhrútur
með mikinn lokk á vinstra augnaloki
en minni á því hægra. Hann var
settur á og er nú veturgamall og
lokkurinn er enn til staðar.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga óskar eftir að leigja vönduð
sumarhús eða orlofsíbúðir fyrir félagsmenn sína.
Leitað er eftir húsnæði víðs vegar um landið. Eignirnar þurfa að vera
snyrtilegar, fullbúnar húsgögnum og öðrum viðeigandi búnaði.
Áhugasamir sendi upplýsingar á hjukrun@hjukrun.is
eða hafi samband við skrifstofu í síma 540 6400.
Átt þú orlofseign sem þú vilt leigja?