Bændablaðið - 18.11.2021, Blaðsíða 41

Bændablaðið - 18.11.2021, Blaðsíða 41
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. nóvember 2021 41 LÍF&STARF HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is RANDEX - VAGNAR AF VÖNDUÐUSTU GERÐ Gerðu kröfur - hafðu samband við Snorra Árnason í síma 590 5130 og kynntu þér þína möguleika • Við bjóðum margar stærðir og útfærslur af RANDEX vögnum • Hardox 450 stál með allt að 80% meiri endingu • Hagstætt verð Venju samkvæmt er von á nýju dagatali frá Karólínu Elísabetar­ dóttur í Hvammshlíð í Skagabyggð þegar gormánuður er hafinn. Þetta er fjórða dagatalaútgáfa Karólínu og segir hún að í þetta skiptið sé lögð sérstök áhersla á gamlar myndir, aðallega af kind- um og hrossum. Hún vakti athygli árið 2018 þegar hún hóf sölu á Hvammshlíðardagatölunum til að safna fyrir kaupum á dráttarvél fyrir bæinn. Annars snúast dagatölin gjarnan um skrásetningu á sveitalífinu í máli og myndum í bland við þjóðlegan fróðleik, en Karólína býr með kind- ur, hesta og hunda. Myndir hafa borist víða að „Margt fólk úti um allt land hefur lagt sitt af mörkum og sent mér myndir. Eins og alltaf snýst alm- anakið um búskapinn, um kindur, hross, hunda, kýr og mannfólk. Athygli vekja líka tvær skemmti- legar teikningar eftir bandarískan ferðamann frá 1874 – en þær gefa líflega innsýn í hversdagslífið fyrir 150 árum. En nútímakindur, hross og hundar í Hvammshlíð og fal- lega náttúran hérna í kring koma umfangsmikið fram líka,“ segir Karólína. „Auk þess er boðið upp á fróð- leik um sauðfjárliti, um ull og um ýmislegt annað í kringum daglega lífið í sveitinni. Ekki síst fylgir aftur viðauki með upplýsingar um gamla norræna tímatalið, merkisdaga og gamlar íslenskar mælieiningar.“ Fáanlegt um land allt Dagatalið er í stóru broti á 28 blað- síðum og er fáanlegt á nokkrum stöðum á Suðurlandi, á höfuð- borgarsvæðinu, á Vesturlandi og á Norðurlandi. Karólína sendir einnig út um allt land og jafnvel til útlanda. Hún bendir fólki á að hægt sé að hafa beint samband varðandi kaup á dagatalinu, til að mynda er hægt að senda henni Facebook-skilaboð. Karólína hefur á undanförnum vikum verið atkvæðamikil í umræðu um rannsóknir á riðu í sauðfé Íslandi og möguleikana á því að finna til- teknar verndandi arfgerðir svo hægt verði að rækta upp hjarðir á Íslandi með þol fyrir hinum skæða sjúkdómi. Þá hefur hún staðið að ýmsum útgáfuverkefnum hin síð- ustu ár; til að mynda fræðslurit um íslensku búfjárkynin fyrir ensku- og þýskumælandi ferðamenn, auk leiðbeiningarmyndbanda um burðarhjálp á íslensku, þýsku og ensku. /smh Hvammshlíðardagatalið gefið út í fjórða sinn – Áhersla á gamlar myndir, sauðfjárliti og ull Næsta blað kemur út 2. desember Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en lagningu nýrrar hitaveitu fyrir Höfn og hluta Nesja er nú að ljúka. Heitu vatni frá jarðhitasvæðinu í Hoffelli var hleypt á stærstan hluta Hafnar síðastliðinn vetur en nú hefur dreifikerfi verið lagt í þann hluta sem áður var með beina rafhitun þannig að allir íbúar Hafnar hafa nú möguleika á að tengjast hitaveitunni. Hitaveita Hornafjarðar er í eigu RARIK sem hefur sett mikla vinnu og fjármuni í leit að heitu vatni á undanförnum árum. Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, fagn- aði verklokum í ávarpi sem hann flutti við formlega opnun nýju hita- veitunnar á Höfn. Hann sagði þetta hafa verið stórt og farsælt verkefni sem að mati RARIK hefði alla burði til að verða stórt framfaraskref fyrir byggðina í Hornafirði. Í máli hans kom einnig fram að árangur af borun vinnsluhola við Hoffell hafi verið betri en búist var við en nú eru fjór- ar vinnsluholur tiltækar fyrir hita- veituna. Þrjár þeirra hafa þegar verið virkjaðar og eina er hægt að virkja síðar. Áætluð afkastageta svæðisins í heild er 95 lítrar/sek við toppálag í stuttan tíma en um 30-40 lítrar/ sek til lengri tíma. Að jafnaði dugar ein hola fyrir hitaveituna en tvær við mesta álag og þá er ein til vara, auk þess sem ein hola er óvirkjuð. Hiti vatnsins þegar það kemur inn á dreifikerfið við Höfn er 70 gráður við minnsta álag en 78 gráður við mesta álag. Auk starfsmanna RARIK komu alls um 40 verktakar og birgjar að verkefni nýju hitaveitunnar. /MHH Starfsmenn RARIK, stjórn þess, fulltrúar Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Samorku ásamt fulltrúum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis fóru í skoðunarferð um hitaveitusvæði RARIK í Hoffelli daginn sem nýja hitaveitan var formlega tekin í noktun. Mynd / RARIK.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.