Bændablaðið - 18.11.2021, Blaðsíða 38
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. nóvember 202138
UTAN ÚR HEIMI
Til eru litlar verur sem hafa nær
ekkert breyst síðan fyrir tíma
risaeðlnanna.
Þær má finna víðs vegar um
heiminn enn í dag og líta tilveruna
björtum augum. Alls þremur. Talið
er að þær hafi fyrst verið á kreiki
á forsögulegum tíma, eða fyrir um
419-359 milljónum ára. Þessar litlu
verur vaxa mjög hratt og borða því
mikið. Jafnvel hver aðra ef ekki er
um aðra fæðu að ræða. Í kjölfarið
tvöfaldast þær að stærð, svo að segja
daglega, þar til fullorðinsaldri er náð,
eða við tveggja vikna aldur. Líftími
þeirra er sem sagt ekki nema um þrír
mánuðir, þannig þær keppast við að
vaxa og fjölga sér sem fyrst til þess
að tegund þeirra deyi ekki út.
Verurnar, sem kallast triops/
þríeygingar, krabbadýr að upplagi,
eru sjö til 11 sentímetrar að lengd og
hafa marga fætur sem gegna ýmsum
hlutverkum. Til dæmis við öndun, til
að matast með og nýta sem loftnet.
Verurnar, eins og áður sagði, hafa
þrjú augu en sjá þó ekki sem best. Þær
láta það lítið á sig fá og njóta lífsins
til hins ýtrasta, m.a. við að synda á
hvolfi líkt og frænkur þeirra, rækjur,
eiga til. Nú, mataræði þeirra kemur
okkur mannfólkinu vel vegna þess
að litlu verurnar hafa tilhneigingu
til að borða illgresi. Einnig borða
þær líka moskítólirfur sem stunda
oftar en ekki dreifingu banvænna
sjúkdóma – og hjálpa þannig í raun
til við að hefta útbreiðslu þeirra.
Áhugavert er að segja frá því að
nú í haust, eftir stormviðri sem átti
sér stað í Arizona-eyðimörkinni,
fundust heilu breiðurnar af þessum
dýrum, en eins og nærri má geta er
afar sjaldgæft að krabbadýr finnist
í eyðimörkum. Þau verpa eggjum
sínum í sand, sem síðan liggja í
dvala þar til mikil úrkoma brýst úr
skýjunum. Í Arizona getur slíkt þýtt
áratugadvala fyrir eggin – sem þurfa
helst að vera í bleyti í nokkurn tíma
til þess að mynda lífveru, helst í tjörn
– sem getur myndast í þess háttar
veðurfari. Ef heppnin er með þeim
er líftími þeirra allt að 90 dagar. Yfir
það tímabil fer pörun fram og öðru
setti orpnu af eggjum, sem munu þá
liggja í dvala í sandinum þar til næsti
stormur verður.
Tjörnin sem myndaðist eftir
stormviðrið í Arizona entist þó
aðeins um einn mánuð. Óljóst
er hvort það hafi myndað næg
lífsskilyrði fyrir viðhald stofnsins,
en það kemur væntanlega í ljós í
næstu veðurumbrotum, þá ef til vill
eftir nokkra áratugi. /SP
Líf í eyðimörk Arizona:
Þríeygðar verur
Þessar verur njóta lífsins til hins ýtrasta, ma. við að synda á hvolfi.
Nú er spurning sem hefur mögulega
brunnið á vörum margra – geta
hestar safnað yfirvaraskeggi?
Jú, svarið er jákvætt og meira
að segja sumir svo lukkulegir að
geta orðið loðnir fyrir neðan kjálka!
Tegundin sem alla jafna er hvað
skeggjuðust heitir Gypsy Vanners
og er írsk að uppruna og fannst
hvað helst við drátt sígaunavagna
þarlendis á árum áður.
Tegundin, sem er frekar lágvaxin
og sterkleg, þykir skapgóð og ljúf
auk þess að taka fljótt til þjálfunar.
Útlitið er eftirtektarvert; hárvöxtur
er síður og flæðandi, bæði á faxi
og fyrir neðan hnésbót líkt og á
hestum ævintýranna, en einnig eru
andlitshár í lengra lagi og svipar þá
til skeggs.
Talið er að yfirvaraskegg hesta
hjálpi þeim að finna og greina á
milli grastegunda sem gerir þeim
auðveldara að nærast við slæma
birtu og aðstæður. Andlitshárin
eru í meira magni að vetrarlagi en
síður að sumri en einnig er talið að
hormónaójafnvægi líkt og ofgnótt
testósteróns eigi þátt í auknum
hárvexti. Ekki eru það þó einungis
hrossin sem skegghárin prýða
heldur hryssurnar einnig sem bera
skegg sín með stolti. /SP
Skeggjaðir hestar
Hárprúð tegund írskra sígaunahesta,
Gypsy Vanners, státar oftar en ekki
af miklum glæsileik.
Á vefsíðu CNN, samkvæmt frétta-
tilkynningu frá fornminjastofnun
Ísraels, kemur fram að hvorki
meira né minna en tæplega þrjú
þúsund ára gamalt einkasalerni
hafi fundist.
Upprunalega frá lokum sjöundu
aldar f. Krist, fannst gripurinn í leifum
byggingar á þekktu fornleifasvæði
Davíðsborgar og Musterisfjallsins.
Í byggingunni sem áður hýsti tigið
fólk má líta ferhyrnt steinhoggið
baðherbergi þar sem trónar útskorið
salerni yfir djúpri rotþró. Klósettið
sjálft er úr kalksteini og hannað til
hinnar þægilegustu setu samkvæmt
Yaakov Billing, forstöðumanni upp-
graftarins.
Hann benti á að einkasalerni
hefðu verið mjög sjaldgæf í fornöld,
einungis á færi hinna sterkefnuðu og
þessi fundur því einn fárra í heim-
inum. Einnig væri skemmtilegt að
segja frá því að um þúsund árum
síðar, þá fyrir um tvö þúsund árum,
hefðu forsvarsmenn Mishna (elstu
skriflegu laga gyðinga) sett upp
viðmið sem skilgreindu ríkidæmi
manna og var lögð fram sú tillaga að
„vera ríkur væri að hafa klósettið við
hliðina á borðinu sínu“. Hvað varð-
ar hið nýuppgötvaða salerni fannst í
rotþrónni mikið magn leirmuna og
dýrabeina sem var haldið til haga auk
jarðvegsfyllingarinnar sem þar hafði
myndast. Hvort tveggja er dýrmætt
rannsóknarefni sem gæti aukið skiln-
ing á lífsstíl og mataræði tímabilsins,
sem og á fornum sjúkdómum.
Rannsóknar og fornleifafræði-
hópurinn fann einnig vísbendingar
um að garður væri nálægt baðher-
berginu þar sem áður höfðu vaxið
skraut- og ávaxtatré auk vatna-
plantna sem ýtti enn fremur undir
þá kenningu að stærðarinnar höll
og hallargarður hefði verið þarna
til forna. /SP
Uppgröftur með meiru:
Lúxusklósett til forna
Salerni þetta er hannað með tilliti til hinna ýtrustu þæginda er sæmir
konungsbornum ... og mótað úr kalksteini.
Kókoshnetukrabbinn, m.a. þekktur undir nöfnum eins og ræningjakrabbi, ber titilinn stærsta lið- og krabbadýr jarðar
með rentu. Þarna myndast hann við að fá sér snarl úr nærliggjandi ruslatunnu.
Stærsti landkrabbi og liðdýr
jarðar, upprunninn og búsettur
aðallega á eyjum Kyrrahafs og
Indlandshafs, er án efa kókoshnet-
ukrabbinn, eða ræningjakrabbi
eins og hann er stundum nefndur.
Stærð hans er ógnvekjandi ein
og sér, allt að metri að lengd, vegur
um það bil fjögur kíló og hefur
burði til að bera meira en sexfalda
líkamsþyngd sína. Hann státar af
afar öflugum klóm, einum hættu-
legustu vopnum dýraríkisins, sem
koma sér vel þegar hann þarf að
brjóta kókoshnetur sér til matar eða
– sem alæta ... hvað sem að kjafti
kemur. Kettlinga, fugla, félaga sína
kókoskrabbana ... jafnvel eigin skelj-
ar og bein. Uppáhaldsfæða þeirra eru
þó kókoshneturnar enda klífa krabb-
arnir í topp kókospálmanna og kasta
þaðan hnetunum niður. Að auki eru
þeir gjarnir á að nýta ferðina og næla
sér í ferskt fuglakjöt á fremur ofbeld-
isfullan hátt. Má segja að einungis
mannfólk sé tiltölulega óhult þegar
kemur að matgráðugum kröbbun-
um því þó margir hafi verið bitnir,
berst tegund mannanna þó á móti
með ágætis árangri. Þó gengur sú
saga að flugkonan fræga, Amelía
Earhart, hafi mögulega lent í klóm
þeirra. Árið 1940 fundu vísindamenn
brotna beinagrind á Nikumaroro-eyju
sem hafði verið rifin í sundur. Talið
er að þetta kunni að hafa verið lík
Amelíu, sem hvarf einhvers staðar á
flugi yfir Kyrrahafinu árið 1937. Og
ef líkið tilheyrði henni, telja sumir
sérfræðingar að hún hafi verið rifin
í sundur af kókoshnetukrabba.
Þó hefur ráðgátan um örlög
Amelíu aldrei verið fullkomlega
leyst. En samkvæmt þessari kenn-
ingu hrapaði Earhart á þessa óbyggðu
eyju, lá þar síðustu mínútur lífs síns
á meðan blóð hennar laðaði að
kókoskrabbana sem bjuggu í neðan-
jarðarholum eyjarinnar. (Annars eru
nú alls kyns tilgátur við endalok lífs
hennar – jafnvel vilja sumir meina að
hún hafi lifað á eyjunni í ágætis yfir-
læti í nokkur ár hvað sem öðru líður.
En hvað viðkemur kókoshnetu-
kröbbunum alræmdu lítur út fyrir að
þeir verði á ferli um sinn, enda síðan
þeir fundust í kringum árið 1580 hafa
þeir einungis stækkað og styrkst og
lifa nú í rúm sextíu ár – ef vel stendur
á – auk þess sem þeir fjölga sér hvað
mest þeir mega. Sem er nú e.t.v. ekki
einungis neikvætt þar sem kjöt þeirra
þykir hinn mesti herramannsmatur
og minna á humar. /SP
Birgus Latro:
Kókoshnetukrabbinn illræmdi