Bændablaðið - 18.11.2021, Blaðsíða 34
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. nóvember 202134
LÍF&STARF
Lely Center Ísland
Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.lci.is
Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600
ZETOR
VARAHLUTIR
Það var hátíðarstund á Land
búnaðar safni Íslands á Hvanneyri
laugardaginn 6. nóvember þegar
Kristján Helgi Bjartmarsson
þúsund þjalasmiður kom með
Centaurdráttarvél á kerru á
Hvann eyri og færði safninu vélina
til varðveislu.
Kristján Helgi hefur notað síðustu
sjö ár við að gera vélina upp en hún
var í eigu Þjóðminjasafns Íslands.
Dráttarvélin, sem hafði það hlutverk
að leysa íslenska hestinn af hólmi í
störfum sínum, kom fyrst að bænum
Jódísarstöðum í Eyjafirði 1934 en
fór síðan á Mælifell í Skagafirði þar
sem Kristján Helgi ólst upp.
„Það er ómetanlegt fyrir söfn-
in að eiga slíka hagleiksmenn
að eins og Kristján Helga, sem
vinna óeigingjarnt starf til varð-
veislu tækniminja landsins,“ segir
RagnhildurHelga Jónsdóttir, for-
stöðumaður safnsins.
Áður en vélin var sett inn á sinn
stað í Halldórsfjósi fengu nokkrir
að aka henni á hlaðinu á Hvanneyri,
þeirra á meðal var Ragnhildur Helga.
Þess má geta að Kristján Helgi hélt
skrá yfir vinnu við Centaurinn og
skilaði Þjóðminjasafninu skýrslu um
framvindu og lok uppgerðarinnar.
Ótal myndir, bæði fyrir og eftir við-
gerð fylgdu skýrslunni. /MHH
Megn óánægja er meðal bæjar
búa, verktaka og samfélagsins í
Þingeyjarsýslum með þá ákvörðun
Húsasmiðjunnar að loka verslun
sinni á Húsavík um áramót, en
einnig lokar fyrirtækið verslun
sinni á Dalvík á sama tíma. Verið
er að reisa nýja verslun á Akureyri
sem verður opnuð eftir áramót.
Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar
stéttarfélags hefur sent frá sér álykt-
un þar sem þessi ákvörðun er hörm-
uð. Þar kemur fram að forsvars-
menn Framsýnar hafi í samtölum
við stjórnendur Húsasmiðjunnar
ítrekað mikilvægi þess að fyrirtækið
haldi starfseminni áfram á Húsavík,
ekki síst þar sem mikil uppbygging
hefur átt sér stað á svæðinu og fyr-
irsjáanlegt er að svo verði áfram á
komandi árum.
„Lokunin hefur áhrif á aðra versl-
un og þjónustu á svæðinu þar sem
Húsasmiðjan hefur dregið að sér
viðskiptavini úr nágrenninu sem
um leið hafa nýtt sér aðra þjónustu
á Húsavík,“ segir Aðalsteinn Árni
Baldursson, formaður Framsýnar.
Reiðarslag að loka versluninni
Kveðst hann ekki vita annað en
rekstur Húsasmiðjunnar á Húsavík
hafi gengið vel enda hafi um-
fangsmiklar framkvæmdir verið
á stór-Húsavíkursvæðinu undan-
farin ár og fram undan frekari
framkvæmdir á næstu árum sem
kalli á öfluga byggingavöruverslun
á svæðinu. Í því ljósi komi ákvörðun
um lokun verslunarinnar verulega
á óvart.
„Það er eðlilegt að endurskoða
rekstrarforsendur og bregðast við
með t.d. breyttu fyrirkomulagi í
verslun og þjónustu. En að loka
versluninni er reiðarslag þar sem
vitað er að góður rekstrargrundvöllur
er fyrir því að reka byggingavöru-
verslun á stað eins og Húsavík sem
þjóni verktökum og öðrum við-
skiptavinum í Þingeyjarsýslum.
Verslun í dreifbýli flyst
í stærri þéttbýliskjarna
Bendir Aðalsteinn á að Húsasmiðjan
hafi lagt í kostnaðarsamar fram-
kvæmdir á Akureyri við byggingu á
nýju verslunarhúsnæði. „Með lokun
minni verslananna hyggst fyrirtækið
ná fram hagræðingu á móti auknum
útgjöldum við byggingu hins nýja
verslunarhúsnæðisins.“
Hann segir á að fundi hjá Framsýn
í liðinni viku hafi skýrt komið fram
að starfsmenn Húsasmiðjunnar
á Húsavík stæðu nú frammi fyrir
hugsanlegu atvinnuleysi um áramót
sem væri miður.
Félagið hefur átt fundi með
stjórnendum Húsasmiðjunnar og
komið óánægju sinni á framfæri og
hvatt fyrirtækið til að endurskoða
ákvörðun sína, en félagið ekki orðið
við þeirri ósk.
„Full ástæða er til að hafa áhyggj-
ur af neikvæðri þróun verslunar í
dreifbýlinu sem í auknum mæli
hefur verið að flytjast til stærri þétt-
býliskjarna með tilheyrandi viðbót-
arkostnaði fyrir íbúa á viðkomandi
svæðum. Við þessari þróun þarf að
bregðast þegar í stað enda brýnt
byggðamál.“ /MÞÞ
Landbúnaðarsafn Íslands:
Centaur-dráttarvél, árgerð 1934
er komin til Hvanneyrar
Megn óánægja með lokun verslunar Húsasmiðjunnar á Húsavík:
Neikvæð þróun í verslun í dreifbýli
sem flyst í stærri þéttbýliskjarna
– Brýnt byggðamál sem bregðast þarf við, segir formaður Framsýnar
Kristján Helgi og Ragnhildur tókust formlega í hendur eftir að vélin hafði verið afhent Landbúnaðarsafni Íslands
á Hvanneyri.
Kristján Helgi við Centaurinn, merkilegu dráttarvélina sem hann gerði upp
af sinni alkunnu snilld. Eitt af því sem er sérstætt við þessa „liðstýrðu vél“
er að bremsur fyrirfinnast ekki á henni og það þarf að snúa henni í gang.
Húsasmiðjan lokar tveimur verslunum:
Sameinast nýrri
verslun á Akureyri
Tveimur verslunum Húsasmiðj
unnar á Norðurlandi verður lokað
um næstu áramót, á Dalvík og
Húsavík. Rekstur þeirra verður
sameinaður nýrri verslun sem er
í byggingu á Akureyri.
Framkvæmdir við byggingu nýrr-
ar verslunar á Akureyri standa yfir
og í tilkynningu frá Húsasmiðjunni
segir að þar verði ein af glæsilegustu
byggingavöruverslunum landsins
opnuð, en hún verður einnig þjón-
ustumiðstöð fyrir Norðurland.
Verslunin er við Freyjunes á
Akureyri og verður opnuð fyrri
hluta næsta árs. Húsasmiðjan rekur
nú verslun sína og timbursölu á
Lónsbakka í Hörgárbyggð.
Öllum fastráðnum
starfsmönnum sagt upp
Fram kemur í frétt frá Húsasmiðjunni
að öllum fastráðnum starfsmönnum
á Dalvík og Húsavík hafi verið
boðið starf í versluninni á Akureyri.
Rekstrargrundvöllur verslana bæði
á Dalvík og Húsavík hefur verið
þungur undanfarin ár þrátt fyrir
vilja bæði heimamanna og fyr-
irtækisins að halda þeim opnum.
Hörð samkeppni, aukin vefverslun
og fleiri breytingar á markaði hafa
gert það að verkum að rekstur
byggingarvöruverslana og timbur-
sölu á sér ekki grundvöll á þessum
stöðum, segir í tilkynningu.
Þungbær ákvörðun
„Við hjá Húsasmiðjunni höfum átt
mjög gott samband við viðskiptavini
okkar á Húsavík og Dalvík um árabil
og er þessi ákvörðun okkur þung-
bær,“ er haft eftir Árna Stefánssyni,
forstjóra Húsasmiðjunnar.
Þrátt fyrir breytinguna kveðst
Húsasmiðjan áfram munu þjón-
usta viðskiptavini á Norðurlandi
vel. Söluskrifstofa verður opnuð
á Húsavík í upphafi næsta árs þar
sem boðið verður upp á ráðgjöf fyrir
einstaklinga og fyrirtæki.
/MÞÞ
Teikning af áætlaðri verslun Húsasmiðjunnar við Freyjunes á Akureyri.
Árið 2021 verður metár
í útflutningi hrossa, en
fjöldi útfluttra hrossa er
nú þegar orðinn meiri
en allt árið í fyrra þegar
met var slegið með 2.320
útfluttum hrossum.
Samkvæmt WorldFeng
- Upprunaættbók íslenska
hestsins hafa 2.974 hross
verið flutt af landi brott á
þessu ári, 1.366 hryssur,
311 stóðhestar og 1.297
geldingar. Flest hafa
hrossin farið til Þýskalands, 1.280
talsins, 451 til Danmerkur, 436 til
Svíþjóðar, 148 til Sviss, 146 til
Austurríkis, 119 til Finnlands og
107 til Bandaríkjanna. Hrossin
fóru til 19 landa en auk fyrrnefndra
eru ný heimili hrossanna í Belgíu,
Kanada, Færeyjum, Frakklandi,
Bretlandi, Ungverjalandi, Írlandi,
Ítalíu, Lúxemborg, Hollandi, Noregi
og Rúmeníu.
Stóðhesturinn Draupnir frá
Stuðlum er hæst dæmda útflutta
hrossið það sem af er ári, en hann
hefur hæst hlotið 8,8 í aðaleinkunn
kynbótadóms.
Meðal annarra hátt dæmdra
útfluttra gæðinga eru Ölnir frá
Akranesi, Vegur frá Kagaðarhóli,
Eldjárn frá Skipaskaga, Nátthrafn frá
Varmalæk, Arthúr frá Baldurshaga,
Ómur frá Kvistum, Dropi frá
Kirkjubæ, Fróði frá Staðartungu og
Fenrir frá Feti.
Hæst dæmda útflutta hryssan er
Bylgja frá Seljatungu. /ghp
Tæp 3.000 hross hafa fengið ný heimili í 19
löndum víðs vegar um heim í ár. Mynd/Íslandsstofa
Hrossasala í blóma:
Metár í útflutningi