Bændablaðið - 18.11.2021, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 18.11.2021, Blaðsíða 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. nóvember 202110 „Það má segja að jólin séu hafin í Kjarnaskógi og það er alltaf skemmtilegur tími,“ segir Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga. Hann segir jólastússið stóran lið í því að fjármagna starfsemi félags- ins yfir árið. Starfsmenn félagsins hafa farið nokkrar ferðir út í skóg að höggva jólatré og segir Ingólfur að byrjað sé á að sinna fyrirtækjum hér og hvar sem vilja gleðja gesti og gangandi í aðdraganda jólanna og varpa birtu yfir umhverfið með ljósadýrðinni. Hann segir að í boði séu svonefnd aðventutré sem flutt eru heim að dyrum hjá fyrirtækjum, þau eru á stöðugum fæti og standa gjarnan utan við verslanir eða fyrirtæki. „Það er vaxandi að einstaklingar og húsfélög nýti sér þessa þjónustu, enda hægt að fá trén fullskreytt með seríum heim á hlað og engu þarf við að bæta, bara stinga í samband,“ segir hann. Síðustu daga hafa starfsmenn SE einnig verið að höggva torgtré, stærri tré sem send eru til bæjarfélaga. Innflutningur dregst saman Tvær helgar í desember stendur almenningi til boða að höggva sín eigin jólatré í Laugalandsskógi á Þelamörk og þá opnar hin hefðbundna jólatrésala í Kjarnaskógi einnig í byrjun desember. „Þar eru heimilisjólatrén allsráð- andi, sum þeirra ræktum við sjálf en erum einnig í samvinnu við fjöl- marga íslenska jólatrjáframleiðend- ur. Íslensku trén hafa sótt mjög í sig veðrið undanfarin ár og innflutningur hefur að sama skapi dregist saman sem er af hinu góða,“ segir Ingólfur en þar vegur þyngst aukin umhverfis- vitund sem og sjúkdómahætta sem innflutningi fylgir. „Svo má náttúrlega ekki gleyma því að allt þetta jólatrjáastúss var fundið upp til að gleðja okkur, við reynum að hafa það að leiðarljósi hér í skóginum og hrífa aðra með.“ /MÞÞ FRÉTTIR Samkvæmt úttekt sem Samband garðyrkjumanna lét gera á fyrirkomulagi vottana um lífræna framleiðslu er notkun búfjáráburðar og skortur á honum ásteytingarsteinn því ekki er til nægilegur lífrænn áburður fyrir framleiðendur og ekki veittar undanþágur til notkunar á áburði frá verksmiðjubúum eins og tíðkast í sumum nágrannalöndum okkar. Lífrænn búskapur: Bitbein um áburðarnotkun – Mikill aðstöðumunur milli Íslands og Danmerkur að mati framleiðenda Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira mæli en íslenskir lífrænir bændur. Þar sem fáir lífrænir bændur eru starfandi hér á landi getur reynst erfitt að útvega áburð sem lýtur regluverki íslenskra stjórnvalda um lífrænan búskap. Framkvæmdastjóri vottunarstofunnar Túns segir að mismunandi túlkanir á hugtökum orsaki mismuninn. Ein stærsta áskorun lífrænnar ræktunar er áburður og viðhald næringarefna í jarðvegi. Eins og gefur að skilja eru lífrænum framleiðendum settar skorður er varðar ýmsa þætti við framleiðslu. Í Danmörku má heildarmagn lífræns áburðar ekki fara yfir 150 kg af köfnunarefni á hektara á ári en til samanburðar mega ólífræn bú þar dreifa 300 kg af köfnunarefni á ha á ári af tilbúnum áburði. Þá er notkun á húsdýraáburði á dönskum lífrænum búum þeim takmörkunum háð að tað og mykja frá ólífrænum búum má ekki fara yfir 60 kg af köfnunarefni á hektara á ári. Á Íslandi má heildarmagn búfjáráburðar, sem er notað á lífrænni bújörð hér á landi, ekki vera meira en 170 kg af köfnunarefni á ári á hektara ræktaðs lands. Óheimilt er að nota húsdýraáburð frá ólífrænum búum nema í undanþágutilfellum að sögn Helga Jóhannessonar, ráðunautar í garðyrkju hjá RML. Hann segir augljósan aðstöðumun milli lífrænna ræktenda í Danmörku og á Íslandi. „Danir hafa meiri undanþágur en við og meiri stuðning fyrir þá sem eru að hefja sína vegferð. Það verður ekki til lífrænn áburður nema lífrænum búum fjölgi. Þau lífrænu bú sem halda húsdýr nota allan sinn húsdýraáburð sjálf og eiga ekkert aflögu fyrir grænmetisbændurna. Menn hafa verið að ná sér í fiskimjöl og jafnvel moltu og keyra þetta um langan veg. Það kostar helling og er heldur ekki ákjósanlegasti áburðurinn.“ Hann segir að regluverkið hér á landi mætti vera sveigjanlegra til að auðvelda framkvæmd lífrænnar ræktunar. „Við þurfum að hugsa upp á nýtt hvernig menn ætla að koma áburði og næringu í lífrænni ræktun í betra horf. Það hefur ekki gengið nógu vel hingað til. Annaðhvort þarf að slaka á kröfum eða hjálpa bændum að nálgast lífrænan áburð. Danir hafa veitt markvissar undanþágur til að fá fleiri lífræna bændur inn í kerfið. Um leið og fleiri bændur eru komnir af stað í framleiðslu þá skapast rými til að þróa lífræna búskapinn, afla fanga og þá er hægt að herða reglurnar aftur.“ Sauðatað og kúamykja leyfð „Almenn krafa í opinberum reglugerðum um lífræna ræktun er sú að notaður sé búfjáráburður frá vottaðri lífrænni búfjárrækt. Sé hann ekki fáanlegur er heimilt að nota búfjáráburð frá hefðbundinni búfjárrækt ef ekki er um að ræða verksmiðjubúskap. Það er rétt að fáir íslenskir bændur stunda lífræna b ú f j á r r æ k t og þar er því ekki mikinn búfjáráburð að fá, en það er fjarri sanni að ekki sé unnt að fá búfjáráburð úr hefðbundinni búfjárrækt hér á landi, þótt ekki sé um verksmiðjubú að ræða,“ segir Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Vottunarstofunnar Túns, sem sér um eftirlit fyrir lífræna og sjálfbæra framleiðslu. Þannig er t.d. notkun sauðataðs og kúamykja frá hefðbundnum búum leyfð. Sleppa viðmiðum um verksmiðjubúskap Að sögn Gunnars má nota svepparotmassa hvort sem er úr lífrænni eða hefðbundinni ræktun hér á landi sem í öðrum Evrópulöndum, ef hann inniheldur ekki aðföng úr verksmiðjubúskap. Um nokkurra ára skeið var veitt tímabundin undanþága hér á landi til notkunar á svepparotmassa sem byggði að hluta á hænsnaskít frá verksmiðjubúi. „Notkun svepparotmassa er leyfileg hér sem annars staðar, en sé hann byggður á búfjáráburði frá verksmiðjubúskap er hann bannaður. Reglurnar eru þær sömu á öllu EES/ESB svæðinu. En vegna þess að hugtakið verksmiðjubúskapur er ekki sérstaklega skilgreint í núverandi reglugerð ESB, þá styðjast margir við viðmið sem sett eru þar um í leiðbeiningaskjali ESB, en eins og danska dæmið sýnir eru þeir til sem sleppa því að nota einhver viðmið,“ segir Gunnar. Vill sjá lífræn aðföng í innkaupastefnu Inntur eftir því hvað hægt sé að gera til að vinna betur að framgangi lífrænnar framleiðslu hér á landi segir Gunnar að stjórnvöld þurfi að setja sér metnaðarfulla áætlun um að efla lífrænan landbúnað. „Það þarf í fyrsta lagi að styðja við undirstöðuna, veita aðlögunarstyrki til allnokkurra ára meðan menn eru að færa sig í lífrænar aðferðir. Þá þarf að styðja við vöruþróun og markaðssetningu, styðja fræðslu og þar með t.d. þekkingu á vottunarmerkinu. Það þarf að þróa markaðinn og hjálpa greininni að koma undir sig fótunum. Þá þarf að vinna í eftirspurnarhliðinni. Þar er hægt að horfa til Danmerkur sem setti viðmiðunarmörk í innkaupastefnu hjá opinberum fyrirtækjum um að ákveðið lágmark af aðföngum til matvæla í stóreldhúsum ætti að vera lífræn.“ /ghp Viljaleysi stjórnvalda Í úttekt á fyrirkomulagi vottana um lífræna framleiðslu hérlendis og í nágrannalöndunum, sem Erla Hjördís Gunnarsdóttir hefur unnið fyrir Samband garðyrkjubænda, eru nefndar nokkrar ástæður fyrir því að Íslendingar eru ekki til jafns við nágrannaþjóðir og Evrópuþjóðir þegar kemur að lífrænni ræktun. „Ber þar helst að nefna vilja- leysi stjórnvalda hérlendis til að styðja við bændur í lífrænni rækt- un og til að breyta því þarf sam- vinnu bænda, neytenda og hins opinbera. Auka mætti fjármagn frá stjórnvöldum til rannsókna og nýsköpunar sem snúa að lífrænni ræktun. Notkun búfjáráburðar og skortur á honum er ásteytingar- steinn því ekki er til nægilegur líf- rænn áburður fyrir framleiðendur og ekki veittar undanþágur til notk- unar á áburði frá verksmiðjubúum eins og tíðkast í sumum nágranna- löndum okkar. Einnig er skortur hér á miðlægum jarðgerðarstöðv- um með vottaða næringargjafa og því vantar næringarefni. Það sem væri ákjósanlegt fyrir lífræna framleiðslu hérlendis er að auka samstarf og samtal við Norður- löndin, jafnvel að löndin setji sér í sameiningu aðgerðaráætlun um málaflokkinn,“ segir í samantekt skýrslunnar. Jólastússið hafið í Kjarnaskógi: Íslensk tré sækja í sig veðrið á kostnað þeirra innfluttu Sigurður Ormur Aðalsteinsson að höggva jólatré í Miðhálsskógi. Mynd / Ingólfur Jóhannsson Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyjafjarðar, segir að íslensku jólatrén sæki í sig veðrið og innflutningur jólatrjáa dregst saman. Mynd / Sigurður Ormur Aðalsteinsson Stjórn LS endurkjörin Sameining Landssamtaka sauð- fjárbænda (LS) við Bændasamtök Íslands var samþykkt á aðalfundi LS sem haldinn var 19. apríl, sem fjarfundur. Ákveðið var að fresta fundinum og ljúka kosningum, afgreiðslu mála og breytingum á samþykktum LS þegar hægt yrði að halda staðarfund. Sá fundur fór fram 11. nóvember síðastliðinn á Hótel Laugarbakka í Miðfirði. Á fundinum voru samþykktar breytingar á samþykktum LS í sam- ræmi við þær breytingar sem urðu á hlutverki LS við sameiningu við BÍ. Einnig voru afgreiddar þær tillögur sem borist höfðu aðalfundi. Á fundinum var stjórn LS endurkjörin en hún mun jafnframt starfa sem stjórn búgreinadeildar sauðfjárbænda innan BÍ fram að Búgreinaþingi sem haldið verður í byrjun mars á næsta ári. Stjórnina skipa: Guðfinna Harpa Árnadóttir (formaður), Ásta F. Flosadóttir, Einar Guðmann Örnólfsson, Gunnar Þórarinsson og Trausti Hjálmarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.