Bændablaðið - 18.11.2021, Blaðsíða 57
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. nóvember 2021 57
Þessi fallega peysa er prjónuð úr
dásamlega DROPS Wish. Stykkið
er prjónað ofan frá og niður með
hringlaga berustykki, marglitu
mynstri og háum kanti í hálsmáli.
DROPS Design: Mynstur wi-011
Stærðir: S (M) L (XL) XXL (XXXL)
Yfirvíd: 88 (94) 106 (112) 128 (138) cm
Garn: DROPS WISH (er á 30% afslætti í
Handverkskúnst til áramóta)
- Gallabuxnablár nr 09: 400 (400) 450 (500) 550
(600) g
- Rjómahvítur nr 01: 50 (50) 50 (100) 100 (100) g
- Beige nr 05: 50 (50) 50 (100) 100 (100) g
Prjónar: Sokka- og hringprjónar 40 og 60-80
cm nr 7 og 8
Prjónfesta: 11 lykkjur x 15 umferðir með slétt-
prjóni = 10x10 cm.
Útaukning/úrtaka (jafnt yfir): Til þess að
reikna út hvernig fjölga/fækka eigi lykkjum jafnt
í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 52
lykkjur) og deilið þeim lykkjum sem eftir eru
með fjölda útaukninga/úrtöku sem á að gera
(t.d. 4) = 13.
Í þessu dæmi er aukið út jafnt yfir með því að slá
1 sinni uppá prjóninn eftir ca 13. hverja lykkju.
Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður
snúinn, svo ekki myndist gat.
Ef fækka á lykkjum, þá er prjónuð í þessu dæmi
12. og 13. hver lykkja slétt saman.
Mynstur: Sjá mynsturteikningu A.1. Allt mynstr-
ið er prjónað í sléttprjóni.
Leiðbeiningar: Til að koma í veg fyrir að prjónfestan
verði of stíf þegar mynstrið er prjónað, er mikilvægt
að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykki. Skiptið
e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað.
Úrtaka (á við um miðju undir ermum): Fækkið um 1
lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið
þar til 3 lykkjur eru eftir að prjónamerki, prjónið 2
lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjóna-
merki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af
prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið
lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2
lykkjur færri).
Affelling: Til að koma í veg fyrir að affellingar-
kanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt
fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn
stífur, er hægt að slá einu sinni uppá prjóninn á
eftir ca 6. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er
af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg
lykkja).
PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring
á hringprjóna frá miðju að aftan, ofan frá og
niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bak-
stykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað
í hring á hringprjóna, ofan frá og niður. Ermar eru
prjónaðar í hring á sokkaprjóna, ofan frá og niður.
Hálsmál: Fitjið upp 52 (56) 56 (60) 60 (64) lykkj-
ur á stuttan hringprjón nr 7 með gallabuxnablá-
um. Prjónið 1 umferð slétt og síðan stroff (= 2
lykkjur snúið slétt, 2 lykkjur brugðið) í 10 cm.
Berustykki: Skiptið yfir á hringprjón nr 8. Setjið
1 prjónamerki mitt í umferð, berustykkið er nú
mælt frá þessu prjónamerki. Prjónið 1 umferð
slétt þar sem lykkjufjöldinn er jafnaður út til 48
(52) 56 (60) 68 (72) lykkjur – sjá ÚTAUKNING/
ÚRTAKA. Sjá LEIÐBEININGAR og prjónið A.1 yfir
allar lykkjur (= 12 (13) 14 (15) 17 (18) mynstu-
reiningar með 4 lykkjur). Haldið svona áfram
með mynstur.
Þegar A.1 hefur verið prjónað einu sinni á hæð-
ina eru 144 (156) 168 (180) 204 (216) lykkjur í
umferð. Stykkið er prjónað áfram í sléttprjóni
með gallabuxnabláum. Í næstu umferð er lykkju-
fjöldinn jafnaður út til 144 (156) 176 (184) 204
(220) lykkjur. Þegar stykkið mælist 25 (25) 25
(27) 29 (31) cm, skiptist berustykkið fyrir fram-
og bakstykki og ermar, þ.e.a.s. næsta umferð er
prjónuð þannig:
Prjónið 21 (23) 26 (27) 31 (34) lykkjur eins og
áður (= hálft bakstykki), setjið næstu 30 (32)
36 (38) 40 (42) lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið
upp 6 (6) 6 (8) 8 (8) nýjar lykkjur á prjóninn (= í
hlið undir ermi), prjónið 42 (46) 52 (54) 62 (68)
lykkjur eins og áður (= framstykki), setjið næstu
30 (32) 36 (38) 40 (42) lykkjur á þráð fyrir ermi,
fitjið upp 6 (6) 6 (8) 8 (8) nýjar lykkjur á prjóninn
(= í hlið undir ermi) og prjónið þær 21 (23) 26
(27) 31 (34) lykkjur sem eftir eru eins og áður (=
hálft bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er
síðan prjónað hvert fyrir sig. Héðan er nú mælt.
Fram- og bakstykki: = 96 (104) 116 (124)
140 (152) lykkjur.
Haldið áfram með litnum gallabuxnablár, prjónið
sléttprjón hringinn. Prjónið þar til stykkið mælist
15 (17) 19 (19) 19 (19) cm. Prjónið 1 umferð slétt
og aukið JAFNFRAMT út 12 (12) 12 (12) 16 (16)
lykkjur jafnt yfir = 108 (116) 128 (136) 156 (168)
lykkjur. Lykkjur eru auknar út til að stroffið sem
prjóna á dragi ekki stykkið saman. Skiptið yfir á
hringprjón 7. Prjónið stroff (= 2 lykkjur snúið
slétt, 2 lykkjur brugðið) í 10 cm. Fellið af með
sléttum lykkjum yfir snúnar sléttar lykkjur og
brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá
AFFELLING! Peysan mælist ca 54 (56) 58 (60) 62
(64) cm frá öxl.
Ermar: Setjið 30 (32) 36 (38) 40 (42) lykkjur
af þræði í annarri hlið á stuttan hringprjón /
sokkaprjóna nr 8 og prjónið að auki upp 1 lykkju
í hverja og eina af 6 (6) 6 (8) 8 (8) lykkjum sem
fitjaðar voru upp í hlið undir ermi með litnum
gallabuxnablár = 36 (38) 42 (46) 48 (50) lykkj-
ur. Setjið eitt prjónamerki mitt í nýjar lykkjur
(= 3-3-3-4-4-4 nýjar lykkjur hvoru megin við
prjónamerki). Látið prjónamerkið fylgja með í
stykkinu, það á að nota það síðar þegar fækka á
lykkjum mitt undir ermi.
Byrjið við prjónamerki og prjónið sléttprjón
hringinn. Þegar ermin mælist 4 cm frá skiptingu,
fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki
– sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með ca 11
(10) 7 (6) 4 (4) cm millibili alls 3 (3) 4 (4) 5 (5)
sinnum = 30 (32) 34 (38) 38 (40) lykkjur. Prjónið
áfram þar til ermin mælist 27 (26) 28 (26) 25 (23)
cm frá skiptingu – eða að óskaðri lengd (nú eru
eftir ca 10 cm til loka máls). Nú eru auknar út 10
(8) 10 (8) 10 (8) lykkjur jafnt yfir = 40 (40) 44
(44) 48 (48) lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna
nr 7. Prjónið stroff (= 2 lykkjur snúið slétt, 2
lykkjur brugðið) hringinn í 10 cm. Fellið af með
sléttum lykkjum yfir snúnar sléttar lykkjur og
brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið
eftir AFFELLING. Ermin mælist ca 40 (38) 38 (36) 35
(33) cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina alveg eins.
Prjónakveðja,
mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is
Mynstruð dömu-
peysa fyrir veturinn
HANNYRÐAHORNIÐ
Sudoku
Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma
fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um.
Létt
Þung
Miðlungs
1 8 4 2 6
8 7 1
4 3
4 3 1 7
5 9 2
9 4 5
7 2 1
6 9
Þyngst
9 4 5
1 8 3
7
5
1 5 6
9 4
5 3 7
7 2 6 4
9 1 4
8 1
3 4 7 9
2 8 4
7 9
7 1 9
3 2
4 5 1
7 6 2 3
8 9
2 9
6 7
3 8 5
1 8
6 1 4 5 7
6 9
4 8 7
8 1
3 4
Gera heljarstökk
FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ
Hafþór er ljúfur og góður strákur
sem elskar handbolta og að leika
við vini sína.
Nafn: Hafþór Einarsson.
Aldur: 9 ára.
Stjörnumerki: Naut.
Búseta: Mosfellsbær.
Skóli: Krikaskóli.
Hvað finnst þér skemmtilegast í
skólanum? Íþróttir.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt?
Hundur.
Uppáhaldsmatur: Hamborgari.
Uppáhaldshljómsveit: Toto.
Uppáhaldskvikmynd: James Bond.
Fyrsta minning þín? Þegar ég fékk
gat á höfuðið, 2 ára.
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á
hljóðfæri? Já, handbolta.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú
verður stór? Handboltamaður.
Hvað er það klikkaðasta sem þú
hefur gert? Gera heljarstökk í sundi.
Hvað ætlarðu að gera skemmtilegt
um jólin? Opna pakka.
Næst » Hafþór skorar á Brynhildi
Ylfu, vinkonu sína, að svara næst.