Bændablaðið - 18.11.2021, Blaðsíða 24
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. nóvember 202124
Á því herrans ári 1931 var leikfélag
Sólheima sett á fót og á því 90 ára
afmæli í ár. Fyrsta verkið sem
tekið var til sýninga var leikritið
„Ásta“ eftir Margréti Jónsdóttur.
Leiksýningin hlaut góðar viðtökur
og mikið lof og veitti leikendum byr
undir báða vængi.
Þó nokkuð mörgum árum síðar,
árið 1984, gerðist Leikfélag Sólheima
aðili að BÍL, en sama ár var farið í
leikferð um Norðurlöndin með
leikritið „Lífmyndir“. Tveimur árum
síðar, fyrsta vetrardag árið 1986,
varð svo mikil breyting á aðstöðu
leikfélagsins. Þá fór fram formleg
vígsla íþróttaleikhúss Sólheima og
frumsýndur ballettinn Rómeó og Júlía
af því tilefni. Íþróttaleikhúsið var reist
fyrir fé er safnaðist vegna Íslandsgöngu
Reynis Péturs Ingvarssonar árið 1985
og er veglegur minnisvarði bæði um
elju Reynis Péturs, svo og hlýhug
íslensku þjóðarinnar í garð starfsemi
Sólheima.
Í gegnum árin hefur leikfélagið
eflst í hvívetna enda hafa þar allir
sitt hlutverk og hver einstaklingur
mikilvægur – líkt og lögð er áhersla á
í samfélagi Sólheima. Samfélagið, sem
samanstendur af íslendingum jafnt sem
fólki erlendis frá, er þekkt fyrir öflugan
leiklistaráhuga og samhug þar sem nær
allir taka þátt í sýningum á einhvern
hátt. Leikgleði og virkni er ávallt í
fyrirrúmi og hlutverk hvers og eins í
samræmi við styrkleika viðkomandi.
Má segja að listrænt starf, byggt
á kenningum Rudolf Steiner (1861-
1925), sé sá grunnur er samfélag
Sólheima byggist á. Stofnandi þess,
Sesselja Hreindís Sigmundsdóttir
(1902-1974), var við sex ára nám, bæði
í Danmörku, Sviss og Þýskalandi í
uppeldisfræði, barnahjúkrun og rekstri
barnaheimila svo eitthvað sé nefnt. Að
auki var Sesselja fyrsti Íslendingurinn
sem lærði umönnun þroskaheftra. Á
námsárunum í Þýskalandi kynntist hún
kenningum dr. Steiner, eða mannspeki,
þar sem listrænt gildi og framsetning
er höfð í fyrirrúmi. Má glögglega sjá
þá stefnu í starfi Sesselju sem var
brautryðjandi í uppeldismálum og
umönnun þroskaheftra á Íslandi.
Leikfélag Sólheima er því fyrsta
og elsta leikfélag fatlaðra á Íslandi og
þó víðar væri leitað. Fyrstu áratugina,
eða nánast í hálfa öld, einkenndist
starfsemi þess af upp færslum á goð-
sögum og helgileikjum. Þessar sýn-
ingar voru árstíðabundnar og fastur
liður í starfsáætlun heimilisins. Yfir
jólahátíðina voru sýndir þrír helgi-
leikir. Á sumardaginn fyrsta voru
svo skrautsýningar eða goðsögur
en leikritin voru flutt í leikgerð dr.
Steiner, sem hann byggði á germ-
anskri leikhefð.
Á síðustu áratugum hefur þó verk-
efnaval leikfélagsins tekið breytingum
og líkt og hjá hefðbundnum áhugaleik-
félögum setur Leikfélag Sólheima
upp árlegar leiksýningar og frum-
sýnir alla jafna á sumardaginn fyrsta.
Sýningardagurinn hefur skipað stóran
sess í hugum margra og ófáir unnendur
Sólheima því gert það að hefð að mæta
ár hvert, enda fyrsta sýningin alltaf
mjög vinsæl.
Nú í ár var sýningin Árar, álfar og
tröll sett á fjalirnar. Verkið, sem byggt
er á sögu Sesselju – í ævintýralegum
búningi – sló svo rækilega í gegn að
uppselt var á allar sýningar. Rúsínan
í pylsuendanum var síðan hátíðarsýn-
ing í Þjóðleikhúsinu, þann 24. maí,
afmælisdag Sólheima og má með sanni
segja að sú sýning hafi snert marga,
glatt og kætt.
Eitt er víst að töfrandi gleði og
samheldni leikenda er bráðsmitandi
og hrífur áhorfendur með sér. Svo er
bara að hafa vaðið fyrir neðan sig þegar
auglýst verður leiksýning næsta árs,
enda miðarnir fljótir að fara! /SP
Leikfélag Mosfellssveitar var
sett á laggirnar síðla árs 1976 og
hefur síðan þá verið virkur þáttur
í menningarlífi bæjarins – enda
hafa yfirleitt verið settar upp
tvær veglegar sýningar árlega í
bæjarleikhúsinu sem eru afar vel
sóttar.
Að auki taka meðlimir gjarnan
þátt í þeim fjölda uppákoma og
menningarviðburða er Mosfellsbær
stendur fyrir og árlega er unnið að
sameiginlegri dagskrá og sýningum
þeirra aðila er starfa undir merkjum
Listaskóla Mosfellsbæjar, en einnig er
leiklistarskóli starfræktur fyrir börn og
unglinga að sumarlagi.
Nú á dögunum, 5. nóvember sl.,
frumsýndi Leikfélag Mosfellssveitar
fjölskyldusöngleikinn Stúart litla en
flestir ættu að kannast við söguna um
músina litlu sem hefur heillað svo
marga.
Verkið er byggt á samnefndri bók og
kvikmynd, en það fjallar um fjölskyldu
sem tekur að sér litla mús. Ekki eru allir
heimilismeðlimir jafn ánægðir með þá
ákvörðun að bjóða hann velkominn í
fjölskylduna og tekst Stúart á við ýmiss
konar áskoranir og ævintýri.
Listrænir stjórnendur sýningarinnar
eru feðginin Elísabet Skagfjörð, sem
leikstýrir og Valgeir Skagfjörð, sem
semur alla tónlist í sýningunni.
Sýnt er alla sunnudaga í nóvember
og desember kl 16:00 í Bæjarleikhúsinu
í Mosfellsbæ. Miðapantanir í síma
566 7788. /SP
ÁHUGALEIKHÚS Á ÍSLANDI
√ Leikfélag Keflavíkur býður upp á lifandi tónlist,
söng og dans í sýningunni Fyrsti kossinn sem frumsýnd var
22. október síðastliðinn. Stefnt er að því að áframhaldandi sýningar
verði að mestu leyti á fimmtu-, föstu- og sunnudögum að minnsta
kosti út nóvember.
√ Leikfélag Selfoss frumsýndi gamanleikritið
Beint í æð þann 29. október sl. Aðrar sýningar áætlaðar
flesta þriðjudaga kl. 18, fimmtudaga og föstudaga kl. 20
og sunnudaga kl. 18. Einhverjar sýningar geta forfallast
en sýningarhald verður út nóvember með möguleika á áframhaldi
eftir áramót.
√ Leikfélag Fljótsdalshéraðs frumsýndi vandræðafarsann
Tom, Dick & Harry þann 23. október sl. við mikla ánægju
áhorfenda. Stefnt er á átta sýningar í kjölfarið enda hressandi í
skammdeginu.
√ Freyvangsleikhúsið hóf nýverið sýningar á verkinu Smán,
en nánari upplýsingar varðandi sýningartíma má finna
á freyvangur.is sem og á FB síðu Freyvangsleikhússins.
Miðapantanir eru á tix.is og í síma 857-5598.
√ Leikfélag Sauðárkróks hóf sýningar á Ronju
ræningjadóttur þann 5. nóvember nk. en leikritið um þessa
hjartahlýju og uppátektarsömu stelpu hentar bæði börnum sem
fullorðnum. Næstu sýningar eru föstudaginn 19. nóvember klukkan
18:00, laugardaginn 20. nóvember klukkan 14:00 og svo verður
lokasýning sunnudaginn 21. nóvember klukkan 14:00.
√ Leikfélag Mosfellsbæjar frumsýndi fjölskyldusöngleikinn
Stúart litla, þann 5. nóvember sl. en flestir ættu að kannast við
söguna um músina sem hefur heillað svo marga. Sýnt er alla
sunnudaga í nóvember og desember kl. 16:00 í Bæjarleikhúsinu
í Mosfellsbæ. Miðapantanir í síma 566 7788.
Hvað er í gangi?!
Alltaf í stuði:
Leikfélag Sólheima
Leitin að sumrinu er stórskemmtileg sýning sem sýnd var árið 2019 og fjallar um hann Jón sem þekkir ekki annað
en eilíft sumar. Dag einn fara skrýtnar persónur að ryðjast inn í líf hans, hver á fætur annarri, og skipta um árstíðir!
Leikendur stóðu sig allir með prýði og léku af hjartans lyst enda áhorfendur mjög ánægðir. Mynd / Halli Valli.
Þau eru heldur en ekki flott, leikendurnir í verkinu um Úlf ævintýranna árið
2018, en þar voru sett saman fjögur þekkt ævintýri, Rauðhetta, Grísirnir þrír,
Sætabrauðsdrengurinn og Úlfur, Úlfur. Mynd / Mary Overmeer
Stúart litli:
Leikfélag Mosfellssveitar
Söngleikurinn er byggður á bókinni Stúart litli eftir E.B. White
og samnefndri kvikmynd sem flestir ættu að kannast við.
Spurt er: Hvað finnst þér skemmtilegast við leikhúsið?
Við fengum að forvitnast hjá nokkrum leikendum Sólheima sem allir hafa
staðið sig með prýði á sviðinu og eiga eftir að gleðja heiminn enn um hríð.
Berglind Hrafnkels-
dóttir: Að dansa eins
og fugl og álfur.
Erla Björk Sigmunds-
dóttir: Að dansa og
leika álfa.
Guðlaug Jónatansdóttir:
Það er gaman að syngja,
að músíkinni. Skemmti-
legt fólk. Gaman að láta
klappa fyrir sér.
Hanný María Haralds-
dóttir: Að leika í Mjall-
hvít og dvergarnir sjö
og Þyrnirós. Mér finnst
allt jafn skemmtilegt.
Kristján Atli Sævars-
son: Mér finnst bara
gaman að leika fyrir
fólkið og njóta þess að
vera í sviðsljósinu.
Ólafur Benediktsson: Að fara í búninga. Að leika
prest og að vera reiður eins og galdrakarlinn í Oz.
Skemmtilegt er að segja frá því að hann Óli hefur
verið virkur í leikfélaginu frá 16 ára aldri, eða frá
árinu 1957, enda líflegur og skemmtilegur leikari
sem áhorfendum finnst gaman að sjá á sviði.
... og hér Ylvu Þórsdóttur Planman, Stú-
art litla og Úlfhildi Stefaníu Jónsdóttur.
Þarna má sjá Alex Elí Schweitz Jakobsson, Emmu Ey-
þórsdóttir og Dóru Guðrúnu Wild í hlutverkum sínum ...
Ólafur Hauksson: Að
leika í leikritinu um
Sesselju.