Bændablaðið - 18.11.2021, Blaðsíða 55

Bændablaðið - 18.11.2021, Blaðsíða 55
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. nóvember 2021 55 Enn og aftur er Covid að stríða okkur og eflaust verður það svo um einhvern tíma til viðbótar, jafnvel ár (vonandi ekki því ég, ólærður maðurinn, þarf svo mikið að lesa og fræðast til að koma svona pistlum um málefni sem ég veit ekkert um skammlaust frá mér að það er mér erfitt og tímafrekt). Fyrir réttum tveim árum var fyrsta Covid-19 smitið greint (17. nóvember 2019 í Kína), en aldrei í sögulegum heimildum hefur nokkur pest farið eins hratt um allan heim eins og Covid-veiran. Þegar faraldur dreifist út fyrir landamæri lands, þá verður sjúkdómurinn opinberlega að heimsfaraldri. Sé saga heimsfaraldra og smitpesta skoðuð þá er fyrsta heimildin frá Aþenu um 430 fyrir Krist, pestin dreifðist, sem er talin hafa verið taugaveiki, náði til nálægra ríkja og felldi nálægt 2 af hverjum þrem sem fékk sjúkdóminn. Reglulega hafa komið upp skæðar farsóttir með hærri dánartíðni Séu heimsfaraldrar skoðaðir þá voru margir þeirra svo skæðir að verstu farsóttir felldu 9 af 10 sem fengu pestirnar. Sennilega er versta heimildin frá 1492 eftir komu Spánverja til Karíbahafsins sem smituðu frumbyggja af bólusótt, mislingum og kýlapest. Lögðu þessir sjúkdómar frumbyggja í rúst, þar sem allt að 90 prósent dóu um alla Norður- og Suður-Ameríku. 1665 til 1666, pestin í London sem felldi 20% íbúa í London. Pestin, sem var kölluð „gubbuplágan“, var fyrst talin hafa breiðst út með hundum og köttum, en í seinni fræðum er talið að orsökin hafi verið óþrifnaður, mengað vatn og saurmengun. Spánska veikin 1918 er enn sem komið er mannskæðasta pest allra tíma, leiddi til 50 milljóna dauðsfalla um allan heim, byrjaði 1918 í Evrópu, Bandaríkjunum og hlutum Asíu áður en hún dreifðist hratt um heiminn. Á þeim tíma voru engin áhrifarík lyf eða bóluefni til að meðhöndla þennan dráps-flensustofn. Baráttan við Covid-19 hvergi eins og misjöfn á milli landa Íslendingum gekk vel allt þar til nú í nóvember að forðast smit. Virðist nú svo komið fyrir okkur að sjúkrastofnanir og sóttvarnir séu að fara í þrot og við blasi neyðarástand. Fólk tók vel leiðbeiningum framan af ári og „flestir“ fóru eftir þeim sóttvarnarráðum sem gefnar voru til að forðast smit. Bólusetning gekk vel og gaf vonir um að gefa mætti eftir í sóttvörnum, en því miður virðist þessi veira ná að læða sér inn í gegnum bólusetta einstaklinga. Það góða við bólusetninguna er að þeir einstaklingar veikjast mun vægar en þeir óbólusettu sem sýnir að bólusetningin er að virka. Þess vegna er nú boðað til örvunarskammts af bóluefni sem er að mati fræðinga það sem þarf til að ná því sem kallast „hjarðónæmi“. Fyrir mér ólærðum manni um smit og læknisfræði tel ég að mér beri að fara eftir ráðleggingum fræðimanna í læknavísindum enda ekki með lær- dómsgráðu til að andmæla þeirra ráð- leggingum. Furða mig oft á ummæl- um fólks með enga læknisfræðilega þekkingu sem er að gaspra um lækn- isfræði. Tökum okkur nú saman og klárum þetta í sameiningu svo við getum haldið jólin með þeim hefðum sem við þekkjum. Líkja mætti Covid-baráttu Íslendinga við Guttavísur Stefáns Jónssonar Ef rifjað er upp í huganum Guttavísur Stefáns Jónssonar og kveðskapurinn settur í huganum sem barátta Íslendinga við Covid þá er hægt að brosa að öllu saman: Þórólfur, Alma og Víðir væru pabbi og mamma og framhald vís- unnar væri sú að þjóðin í heild væri Gutti: Snúa mætti ýmsu úr kveð- skapnum sem óþekkt Gutta var sögð vera þegar slakað var á sóttvörnum og bólgna nefið sem mætti hafa á tröll væri yfirfullar sjúkrastofnanir. Hvern á svo að flengja eins og ein línan í kvæðinu gefur til kynna? Það er ekki spurning hverja á að flengja. Það eru þeir sem ekki vilja fara að ráðum „pabba og mömmu“ (þríeykisins), þiggja ekki bólusetn- ingu, nota ekki grímu o.fl. Svo er það ríkisstjórnin sem ekki er sam- mála um aðgerðir, þarf þá ekki bara að flengja „ræflana“ sem eru ósammála? ÖRYGGI – HEILSA – UMHVERFI KROSSGÁTA Bændablaðsins Lausn á krossgátu í síðasta blaði Hjörtur L. Jónsson liklegur@internet.is Skorri ehf • Bíldshöfði 12 • 110 Rvk • Vefverslun: www.skorri.is Öll hleðslutæki með afslætti fram að jólum Hleðslutæki 20% Afsláttu r Jólatilboð! GRYFJA BLAÐRA HEGNI ÁFORM MERKING TULDUR ÖRLÆTI BÓK- FÆRÐUR KOSNING VINNUVÉL PATA MEGA TIL VIÐUR- EIGNA KÆR KLINK SKAMMIR KIDDA VENJU- LEGAST ÞVAGA ÞYKIR UTAN GRÓÐI SKOLLANSFÓTMÁL HVORT UPPLJÚKA BÝSN TVÍHLJÓÐI VESÆLL NIÐUR- FELLING FISKUR SAGGI FITA FUGL MEGN- UÐUM SKRÆLNA ARMA SKIPAST RÍKI Í AFRÍKU VIT STAFUR ÍMYNDUN ÓFÁ FROSKUR NÆÐI NAÐRA RÆKTAR- LAND ÁS HROKI GÖTU SVEIFLA DVELDU UPPTÖK STÖÐUGT SARG HÓLS BLANDAR ÞVENGUR GIN ÁTT HÓTUN VOFUR RÝJA FÆRNI SJÁST H Ö FU N D U R B H • B R A G I@ TH IS .I S • K R O SS G A TU R .G A TU R .N ET 164 LÖGMÁL ÁRS- GAMALL FÁLMA KK NAFN UPPNÁM MISBJÓÐA RÓMVERSK TALA GVALD- SVÆÐI R E I F A D Æ M I RVONDUR E I Ð U R RÖÐULL YFIRHÖFN S Ó L ÓHÆTTA G N M I K I Ð VESÆLAR L Æ V A NÝJA SMÁBITI U N G A PRUFA FJÖLDI ÓLÆTI S K A R I ÝKJUR TRÉ Ö F G A R KVIKGRÓANDI SDEYFA ÁFLOGUM STÓRT VÍN S M A L A FLAN DÚKUR DÖGG S E G L HNUSA TUNGU- MÁL MSAFNA SAMAN J Á T A RISPAN VELDIS R Á K I N SPIL SVÖRÐ N Í ABEKENNA Á T SVART- LIST NEYTA G R A F Í K BRAK GLUMDI M A R RSNÆDDI V A N KLAKA ÓNÁÐA Í S A GUFU- HREINSA AUÐUR STOPP G Ó S S HARLAOF LÍTIÐ A STÆKKAÐI DANA J Ó K LÆRA L E S A MJAKA ÁN A K A R J Ó M I SMÁU TALA L I T L U FRÁ BEITA A FMJÓLKUR- AFURÐ M Ó T A S T EYJA Í EVRÓPU TVEIR EINS M A L T A SAMTÖK AFORMAST Á L T A A M K A RÍKI Í ARABÍU Ð Í U R R A VINNA AÐ N S TEMUR I A N G N A A RÁREYNSLA MÁTTLAUS 163 H Ö FU N D U R B H • B R A G I@ TH IS .I S • K R O SS G A TU R .G A TU R .N ET Kemur næst út 2. desember Covid „Guttavísur“ Látum prófa okkur við minnsta grun um smit. . Til að bregðast við sjúkrarýmisvanda hafa verið sett upp bráðabirgðasjúkrahús víða vegna Covid-19.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.