Bændablaðið - 18.11.2021, Blaðsíða 51
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. nóvember 2021 51
ast við skráðar skýrsluhaldsafurðir,
þ.e. uppgefnar afurðir búa sem
taka þátt í skýrsluhaldi. Þá er ekki
tekið tillit til heimanota á mjólk eða
mögulegra áfalla vegna sjúkdóma
meðhöndlunar svo dæmi sé tekið.
Í samanburði tæknihóps NMSM
er hins vegar notast við upplýs
ingar um alla innvegna mjólk til
afurðastöðvanna í löndunum og
svo heildarfjölda skráðra mjólk
urkúa í löndunum. Þegar þetta er
reiknað þannig út kemur í ljós að
sem fyrr eru mestar afurðir að finna
í Danmörku, þar sem hver kýr er að
skila að jafnaði 9.970 kg mjólkur
í afurðastöð og þar á eftir koma
finnsku kýrnar með 9.241 kg og
þá þær sænsku 9.139 kíló. Norsku
kýrnar eru þær fjórðu afurðamestu
með 6.727 kíló og lækkar þar inn
vegið mjólkurmagn á hverja kú
annað árið í röð. Líkt og áður reka
íslensku kýrnar lestina og eiga enn
nokkuð í land með að ná hinum
með 5.779 kíló innlagða mjólk að
jafnaði á hverja kú.
Mjaltaþjónabúum
fjölgaði um 4,2%
Það virðist vera lítið lát á fjölgun
mjaltaþjónabúa á Norður lönd
unum og var fjöldi þeirra kom
inn í 5.797 í lok síðasta árs og
hafði þeim fjölgað um 232 bú,
eða um 4,2% á milli ára. Þróunin
hefur þó verið ólík á milli land
anna (sjá bæði mynd og töflu) og
sýna gögnin sem fyrr að þar sem
meðalbúastærðin er að jafnaði
minni hefur mjaltaþjónabúum
fjölgað nokkuð ört, en þessi
þróun er mun hægari í Svíþjóð
og í Danmörku fækkar þessari
tegund búa, að líkindum vegna
allt annarrar bústærðar þar en
á hinum Norðurlöndunum (sjá
síðar). Í árslok síðasta árs voru
mjaltaþjónar á nærri þriðja hverju
kúabúi Norðurlandanna (30,8%)
en hæsta hlutfallið var hér á landi
en um síðustu áramót var þessi
mjaltatækni á 42,2% af kúabúum
landsins.
9.260 mjaltaþjónar
Fjöldi mjaltaþjóna á Norðurlönd
unum stefnir hraðbyri í 10.000 en
undanfarin ár hefur orðið mest
fjölgun á þeim annars vegar í
Noregi og hins vegar í Finnlandi.
Í gögnum ársins 2019 reyndist
talning á mjaltaþjónum í Noregi
byggja á heildarfjölda mjaltaþjóna
í landinu við áramót en ekki á
fjölda mjaltaþjóna í notkun eins
og venjan er að gera. Þessi mistök
voru svo leiðrétt í tölunum fyrir
árið 2020 en gefur því ekki rétta
mynd af hlutfallslegri aukningu á
mjaltaþjónum enda sýna tölurnar
að mjaltaþjónabúum hafi fjölgað
um 232 en mjaltaþjónum ekki um
nema 214 og þar af um einungis
13 í Noregi árið 2020. Þetta á sér
sem sagt skýringar í villu í gögnum
ársins 2019.
35% kúanna mjólkaðar
með mjaltaþjónum
Líkt og hér að framan greinir voru
9.260 mjaltaþjónar á 5.797 búum
sem gerir að jafnaði 1,6 mjaltaþjóna
á hverju búi. Þessi bú eru stærri
að jafnaði en önnur bú og hefur
tæknihópur NMSM metið það
svo að af um 1,4 milljónum kúa á
Norðurlöndunum séu 35% þeirra
mjólkaðar með mjaltaþjónum. Sem
fyrr eru það dönsku kúabúin sem
eru að meðaltali stærst en þar voru
að jafnaði 3,3 mjaltaþjónar á hverju
búi í lok síðasta árs. Sænsku búin
voru svo næststærst með 1,9 mjalta
þjóna en norsku búin minnst, með 1
mjaltaþjón að jafnaði hvert.
Ísland og Noregur í sérflokki
Undanfarin ár hefur reiknað hlutfall
mjólkur frá mjaltaþjónabúum auk
ist jafnt og þétt á milli ára og er nú
svo komið að bæði á Íslandi og í
Noregi er þetta hlutfall komið yfir
60%, 60,3% á Íslandi og 60,6% í
Noregi. Þar á eftir koma finnsk bú
með 46,4%, þá sænsk með 43,7%
en reiknað hlutfall mjaltaþjóna
mjólkur er lægst í Danmörku þar
sem ætlað er að 24,9% mjólkur
innar komi frá mjaltaþjónabúum.
Vegna mikillar mjólkurframleiðslu
danskra kúabúa er reiknað heildar
meðaltal mjaltaþjónamjólkur
Norðurlandanna 37,7%.
Byggt á fréttatilkynningu
frá tæknihópi NMSM.
VINNUFATNAÐUR
Úrval af vinnu- og regnfatnaði, stígvélum og öryggisskóm.
Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna!
isfell.is • sími 5200 500 • Óseyrarbraut 28, Hafnarfirði
Vatnsheldur Skjold kuldagalli úr
öndunarefni með hnépúðavasa Fóðruð stígvél með fibertá
Sterkir og endingagóðir
öryggisskór
NÝTT
Varahlu�r i VOLVO
Vinnutæki
Kúabú og fjöldi mjaltaþjóna á Norðurlöndum
2019 2020 2019 2020 2019 2020 2019 2020 2019 2020 2019 2020 Breyting milli ára, %
Fjöldi kúabúa alls 2.810 2.675 5.783 5.374 542 531 7.249 7.228 3.253 3.025 19.637 18.833 -4,1%
Fjöldi kúabúa með mjaltaþjóna 691 654 1.201 1.277 216 224 2.301 2.453 1.156 1.189 5.565 5.797 4,2%
Fjöldi mjaltaþjóna 2.170 2.135 1.863 1.996 271 280 2.558 2.571 2.184 2.278 9.046 9.260 2,4%
Fjöldi mjólkurkúa, þúsundir 566 569 258 256 26 26 204 208 306 303 1.361 1.362 0,1%
Meðalbústærð 201,6 212,7 44,7 47,6 48,4 49,0 28,1 28,8 93,9 100,2 69,3 72,3 4,3%
Heildarmjólkurframleiðsla, milljónir kg. 5.615 5.672 2.330 2.362 156 151 1.392 1.401 2.705 2.773 12.198 12.359 1,3%
Meðalframleiðsla pr. bú, þúsundir kg 1.998 2120 403 440 288 284 192 194 832 917 621 656 5,6%
Meðalinnvigtun mjólkur í afurðastöð pr. kú 9.913 9.970 9016 9.241 5.950 5.779 6.828 6.727 8.852 9.139 8.963 9.074 1,2%
Svíþjóð NorðurlöndinDanmörk Finnland Ísland Noregur
Dagskrá fundanna:
Almenn kynning á BÍ
Farið yfir breytingarferli samtakanna
Starfsskilyrði landbúnaðarins
Stóru verkefnin framundan
Umræður
Bændafundir 2021
Fylgstu með bændum á Facebook, á bondi.is og bbl.is
Fundarstaður Dagsetning Tími Svæði
Borgarnes 23. nóvember, þriðjudagur 12:00 B59 Hótel
Geirsgötu 9, 101 Reykjavík
Hafnarstræti 91, 600 Akureyri
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða
auglýsir eftir styrkumsóknum
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum um
styrki fyrir árið 2022. Auglýst er að nýju vegna formgalla við birtingu
auglýsinga sem birtust 23. og 25. september sl. en umsóknir sem bárust
skv. þeirri auglýsingu halda gildi sínu og ekki þörf á að senda þær aftur
inn.
Framkvæmdasjóðurinn ármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum
og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila.
Sjóðnum er heimilt að ármagna framkvæmdir er snúa að öryggi ferða-
manna, náttúruvernd og uppbyggingu, viðhaldi og verndun mann-
virkja og náttúru og ármögnun undirbúnings- og hönnunarvinnu sem
er nauðsynleg vegna áðurgreindra framkvæmda.
Nánari upplýsingar má finna á vef Ferðamálastofu,
www.ferdamalastofa.is
Umsóknartímabil er frá og með mánudeginum 15. nóvember til
kl. 13:00 þriðjudaginn 7. desember.
Umsóknir sem berast eftir þann tíma koma ekki til álita.
Umsóknum skal skilað rafrænt í gegnum island.is
www.ferdamalastofa.is
upplysingar@ferdamalastofa.is
HLAÐVARP BÆNDABLAÐSINS https://www.bbl.is/hladan
líka hægt að lesa á bbl.is og Facebook
Smáauglýsingar 56-30-300