Bændablaðið - 18.11.2021, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 18.11.2021, Blaðsíða 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. nóvember 2021 7 LÍF&STARF Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu: Fjölskyldan á Kaldbak sigursæl með efsta hyrnda hrút sýningar- innar og litfegursta lambið Félag sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu stóð fyrir degi sauðkindarinnar 16. október síðastliðinn og fór hátíðin fram í reiðhöllinni við Hvolsvöll; Skeiðvangi. Þeir lambhrútar sem höfðu fengið hæstu dóma á lambadómum haustsins voru boðaðir á sýninguna og svo máttu bændur koma með gimbrar. Hulda Brynjólfsdóttir, sauðfjárbóndi í Lækjartúni, sem situr í stjórn Félags sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu, segir að fjöldi fólks hafi mætt á viðburðinn enda hafi verið von á mörgu fallegu fé til uppröðunar. „Bestu gimbrunum var raðað upp, bæði kollóttum og hyrndum og sömuleiðis hrútum. Besti veturgamli hrútur samkvæmt kynbótamati síðasta árs var verðlaunaður og kemur hann frá Butru, en Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) útnefnir hann og byggja niðurstöðurnar á því hvaða afurðum hann skilaði fyrsta árið,“ segir Hulda. Ytri-Skógar er Ræktunarbú ársins Að sögn Huldu finnur RML einnig bestu fimm vetra á síðasta árs og ræktunarbú ársins 2020. „Þessar upplýsingar byggja á framleiðslutölum og því er alltaf verðlaunað fyrir þær niður- stöður fyrir árið á undan.“ Besta fimm vetra á ársins 2020 kemur frá Fitjamýri og nafnbótina Ræktunarbú ársins hlaut Ytri-Skógar. „Bændur mættu með litrík lömb sem áhorf- endur völdu síðan það fallegasta úr hópnum, sem reyndist koma frá Kaldbak en þaðan kemur einnig efsti hyrndi hrútur sýningarinnar og þau voru með fleiri gripi í efstu sætum. Happdrættið var geysivinsælt, en fyrirtæki og velunnarar gáfu verðlaun í happdrættið. Til dæmis gáfu tveir bændur gimbrar í efstu vinningana. Sláturfélag Suðurlands gaf kjöt- súpu sem gestir nærðu sig á í hádeginu,“ segir Hulda. Þakkar öllum þeim sem styrktu þau með gjöfum í happdrættið Hún segir að ástæða sé til að þakka öllum sem komu á sýninguna; bæði bændum með fé og gestum sem komu til að njóta dagsins með þeim öllum. „En ekki síst viljum við þakka öllum þeim sem styrktu okkur með gjöfum í happdrættið eða með öðrum hætti. Fyrir það kunnum við okkar bestu þakkir og hlökkum til að sjá ykkur öll næsta haust þegar við söfnumst saman með nýja og glæsilega ræktunargripi sýslunnar.“ /smh Margar af úrvalsstökum Rósbergs Guðnasonar Snædal rötuðu ekki í ljóðabækur hans. Við grúsk í gömlum blöðum má margt finna eftir þann andans jöfur. Mikil vinátta var með honum og Einari Kristjánssyni frá Hermundarfelli, og brúkuðu þeir oft breiðu spjótin í hinum andríka atgangi. Hér nýtur sín orðkynngi Rósbergs í hringhenduform- inu: Skrópar í vistum skræðuþræll, skáldið þyrsti í sanna kynngi. Einar Kristjáns situr sæll suður á Listamannaþingi. Næstu tvær stökur Rósbergs bera yfirskriftina „Hjónabandsvísur“. Sæst og rifist sitt á hvað, sök hjá báðum mikil. Hvors að annars hjartastað hafa þau engan lykil. Ef þú þjónar eðli lista og átt þér tón í landinu, betra er ljónagryfju að gista en ganga í hjónabandinu. Órofa vinátta var með Rósberg og Heiðreki Guðmundssyni, skáldi frá Sandi í Aðaldal. Heiðrekur stýrði um árabil útgáfu Verkamannsins, tímariti róttækra á Akureyri. Þótt þeir félagar deildu sömu pólitísku skoðunum, lét Rósberg síst af atgangi í garð skáldsins: Þetta er annars ágætt blað, eitt er þó sem klikkar: lengi þarf að leita að leiðaranum ykkar. Heiðrekur bregst við athugasemdum Rósbergs: Dauðasvipinn blaðið ber, burtu máður dráttur hver, skamma það, sem ekkert er ekki er hægt að leyfa sér. Bragfimi Rósbergs var einstök: Ég er orðinn ógnarskar, illa þoli hríðar, og vitanlega verð ég snar- vitlaus innan tíðar. Persónulýsingar Rósbergs voru sumar afar mergjaðar: Margt til skaða sýsla sést, sjálfumglaður trassi. Þykist maður, það er verst, þessi spraðurbassi. Til Aðalsteins bónda í Flögu orti Rósberg þessa oddhendu: Eins og teinn í baki beinn, ber af einn í þvögu, ítur sveinn, í orðum hreinn Aðalsteinn í Flögu. Að loknu Húnvetningamóti, sem haldið var inni á Hveravöllum, orti Rósberg: Enginn sér, hvað bak við býr, birta er á fjöllum. Ennþá gerast ævintýr inni á Hveravöllum. Kunn er þessi vísa Rósbergs: Gulli faldar sjálfan sig, svíðingsgjaldið tekur, út á kaldan klaka mig kaupmannsvaldið hrekur. Rósberg hlýddi á barnaskólakennara nokkurn segja nemendum sínum frá Jesú, Maríu og Jósep, og sagði: „Kannski hefur Jósep gefið Jesú lítinn bíl eins og pabbar ykkar gefa ykkur á jólum.“ Rósberg orti: Gullum missti ekki af, oft þó brysti skilning vina. Jesú Kristi á jólum gaf Jósep fyrstu bifreiðina. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com Ræktunarbú ársins 2020 voru Ytri-Skógar. Lovísa, formaður sauðfjár- nefndarinnar, afhenti verðlaunin og Agnes Hlín tekur við verðlaununum. 286MÆLT AF MUNNI FRAM Besti veturgamli hrútur samkvæmt kynbótamati kom frá Butru. Oddný Steina og Ágúst með sín verðlaun. Myndir / HB Baldur á Fitjamýri átti bestu 5 vetra ána árið 2020. Fjölskyldan á Kaldbak var sigursæl og átti efsta hyrnda hrút sýningarinnar og litfegursta lambið valið af áhorfendum. Gunnhildur Jónsdóttir málaði alla verðlauna- gripina á tréplatta. Horft yfir salinn í matarhléinu. Besta hyrnda gimbrin kom frá Teigi. Arna og Guðni með verðlaunaplattann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.