Bændablaðið - 18.11.2021, Blaðsíða 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. nóvember 20216
Þann 11. til 12. nóvember sótti ég aðalfund
dönsku bændasamtakanna. Á þeim fundi
voru 402 fulltrúar með atkvæðisrétt. Á
setningarathöfninni voru viðstaddir um
600 manns úr landbúnaðargeiranum ásamt
fjölmörgum stjórnmálamönnum, ráðherrum,
þingmönnum og sveitar stjórnarfulltrúum.
Það var athyglisvert að fá að fylgjast með
áherslum danskra bænda til framtíðar. En
hún grundvallast á því að framleiða matvæli
í Danmörku og að draga úr kolefnisspori
dansks landbúnaðar og vernda störf. Við
bændur hérlendis eigum margt sameiginlegt
með kollegum okkar í þessum málum.
Íslenskir bændur ætla
ekki að segja sig til sveitar
Eitt sem mér fannst standa upp úr í þeirra
áherslum er að þeir vilja taka ábyrgð á
kolefnislosun frá dönskum landbúnaði og draga
úr henni á heimavelli. Bæði til að skapa störf
heima fyrir en ekki síður til að segja sig ekki til
sveitar og flytja út kolefnislosunina til annarra
landa með því að flytja inn landbúnaðarvörur.
Nýverið náðist samkomulag milli danskra
bænda og ríkisins um aðgerðir er lúta að þessum
málum til að styðja við framleiðslu heima fyrir
og var samkomulagið þverpólitískt á danska
þinginu. Niðurstaðan eru stóraukin framlög til að
styðja við umbreytinguna í dönskum landbúnaði
á næstu tíu árum. Þetta er eitthvað sem við
þurfum að horfa til með íslenskan landbúnað
til framtíðar.
Af umræðunni hérna heima má ætla að
lausnin sé sú að flytja bara allt inn. Þannig lítum
við vel út í bókhaldinu og við látum aðra hafa
áhyggjur af því kolefnisspori sem verður til við
framleiðsluna. Þannig munum við ekki leysa
loftslagsvandann. Því tel ég mjög mikilvægt að
við náum saman með ríkisvaldinu um framtíð
íslensks landbúnaðar og höfum skýra sýn til
framtíðar hvert skal stefna. Þar er lykilatriði að
samþykkja landbúnaðarstefnu fyrir íslenska þjóð
í sátt við greinina.
Danir ætla að takast á við
vandann með þekkingu
Annað sem kom skýrt fram í þeirra máli var
að auka þarf verulega við rannsóknir á þeim
málum er snúa að því hvar menn eru staddir
í vegferðinni og hvað gerist með ákveðnum
aðgerðum og hverju það er að skila. Þetta
hljómar kunnuglega úr íslenskri umræðu.
Þetta er verulega brýnt mál hér á landi þar
sem við byggjum okkar hugmyndafræði á
gögnum sem teknar eru frá öðrum löndum og
heimfært upp á framleiðslu á landi sem er mun
erfiðara að yrkja og stunda framleiðslu á. Þá
á ég ekki síður við kostnaðarsamar byggingar
þar sem við þurfum að hýsa skepnur í mun
fleiri mánuði en nágrannar okkar í Evrópu.
Mjög athyglisvert verður að fylgjast með
þróun þeirra Dana á að vinna prótein úr grasi,
þeir telja mjög mikil tækifæri í þeirri fram-
leiðslu til framtíðar. Þannig megi venja danska
mjólkur- og kjötframleiðslu af því að vera
háðir innfluttum aðföngum á prótíni. Ég tel
að þarna séu gríðarleg tækifæri fyrir íslenska
bændur þar sem við erum miklir framleiðend-
ur á grasi og ættum að nýta okkur þau tækifæri
sem þarna gefast.
Ísland hentar afburðavel til framleiðslu á
grasi, með sínum löngu sumarnóttum. Það er
íslenskum landbúnaði mikilvægt að við fylgj-
umst vel með þessum rannsóknum þannig
að hægt verði að innleiða þær lausnir sem
henta hérlendis sem fyrst eftir að þær sanna
sig. Við höfum fordæmin nú þegar, en kúa-
bændur hafa síðustu ár unnið að innleiðingu
á erfðamengisúrvali í nautgriparækt – örfáum
árum eftir að það var sýnt fram á að það væri
yfirhöfuð hægt í eins litlum stofni og hinum
íslenska.
Áburðarframleiðsla á Íslandi er möguleg
Til að bregðast við hækkandi áburðarverði
hef ég lýst því að með fyrirhugaðri verk-
smiðju til framleiðslu á vetni til orkuskipta
þá erum við ansi nálægt því að vera komin
með áburðarverksmiðju til að framleiða til-
búinn áburð, hvort sem er til útflutnings eða
notkunar innanlands. Ég vil hvetja þá aðila
sem eru að horfa til framleiðslu á vetni að
taka þetta inn í myndina og nýta þá orku sem
við búum yfir á Íslandi.
Nýr landbúnaðarráðherra
Það er mikil eftirvænting í hugum bænda
hver verður næsti ráðherra landbúnaðarmála,
en eins og fram kemur í fréttum dagsins er
stefnt að því að kynna ráðherraskipan öðru
hvorum megin við helgina næstkomandi.
Við vonumst til að eiga gott samstarf við
komandi ráðherra og þökkum fráfarandi
ráðherra, Kristjáni Þór, fyrir samstarfið á
kjörtímabilinu.
Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum
á landinu og á öll lögbýli landsins.
Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti
gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 11.600 með vsk. (innheimt í tvennu lagi).
Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar 7.600 með vsk.
Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík.
Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279
Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar −
SKOÐUN
Það verður æ áþreifanlegra hvað fæðu
öryggi er þjóðum mikilvægt. Náttúru
hamfarir, styrjaldir og áföll af ýmsum toga,
eins og heimfaraldur vegna kórónaveiru,
eru sterk áminning um að affarasælast er
að þjóðir séu sem mest sjálfum sér nægar
þegar kemur að framleiðslu matvæla.
Sumu fólki sem telur sig málsmetandi,
m.a. hér Íslandi, hefur þótt sniðugt í
umræðunni að gera lítið úr hugtakinu
fæðuöryggi. Oft er látið í veðri vaka að
þetta sé bara vesældarvæl úr íslenskum
bændum. Slíkri afstöðu hafa menn flaggað
þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar hafi hvatt
til sjálfbærni þjóða og að þær tryggi eigið
fæðuöryggi eftir því sem kostur er.
Við höfum mörg dæmi um hvernig
styrjaldir geta eyðilagt landbúnað og aðra
matvælaframleiðslu og gert heilu þjóð-
irnar að þurfalingum. Nýjasta dæmið er
Afganistan þar sem undirliggjandi ásælni
erlendra stórfyrirtækja í jarðefnaauðlindir
landsins í skjóli hernaðar mistókst hrapal-
lega. Fórnarlambið er afganska þjóðin. Til
að bæta gráu ofan á svart leyfa menn sér
meira að segja að nota þetta vesæla fólk
sem fórnardýr í pólitísku valdatafli milli
Evrópuríkja. Slíkt má nú sjá á landamærum
Belarus sem okkur er gjarnt að kalla Hvíta-
Rússland. Annað nýlegt dæmi af svipuðum
toga er Írak.
Ef við lítum á stöðuna í dag þá er ljóst að
sjúkdómaplágur hafa að mestu verið fjarri
okkar hugsun í heilan mannsaldur. Við
höfum allt fram undir 2020 verið nokkuð
laus við áhyggjur af sjúkdómum sem gætu
lagt heilu þjóðríkin á hliðina. Svo gerist
það bara eins og hendi sé veifað að við sitj-
um uppi með heimsfaraldurinn Covid-19.
Sjúkdómurinn er eitt, en hliðaráhrifin vegna
truflana á virkni atvinnulífs og gangverks
samfélaga er ekki síður alvarlegt.
Í heimsfaraldrinum sem nú hefur staðið
yfir í nær tvö ár hefur víða um lönd verið
lögð mikil áhersla á að halda matvælafram-
leiðslu gangandi. Þar vita menn af biturri
reynslu að matvælaskortur getur fljótt orsak-
að upplausn og átök, því enginn kemst af án
fæðu. Fæðuöryggi er því sannarlega ekkert
til að gantast með.
Skortur á tilbúnum áburði í stærstum
hluta framleiðslukerfis landbúnaðar í
Evrópu þýðir einfaldlega að framleiðslu-
getan minnkar. Það á líka við íslenskan
landbúnað. Íslenskir bændur hafa verið
algjörlega háðir innflutningi á áburði síðan
áburðarverksmiðjunni í Gufunesi var lokað
í kjölfar bruna sem átti sér stað á páskadag
1990.
Að hluta til er Covid-19 kennt um stöð-
una í áburðarframleiðslunni og greinum sem
henni tengjast, en meginorsökin er þó orku-
skortur og stórhækkað orkuverð í Evrópu.
Það er því ekki laust við að menn hafi tekið
andköf þegar Svein Tore Holsether, for-
stjóri YARA risafyrirtækisins í áburðarfram-
leiðslunni, viðraði skoðun sína í viðtali við
Fortune nú í nóvemberbyrjun (sjá bls. 23 í
Bændablaðinu í dag).
Frá því í september hefur Yara verið að
draga úr ammoníakframleiðslu sinni um allt
að 40% vegna orkukostnaðar. Aðrir stórir
framleiðendur hafa gert slíkt hið sama. Þetta
mun grafa undan matvælaframleiðslu.
Holsether segir að seinkuð áhrif orku-
kreppunnar á fæðuöryggi yrði ekki
ósvipað áhrifunum sem orðið hafa á
örflöguframleiðsl una þar sem markháttuð
iðnaðarvöruframleiðsla hefur snarminnk-
að. Þar hafa einmitt orðið víðtæk áhrif sem
dregið hafa úr margháttaðri iðnaðarvöru-
framleiðslu, eins og á raftækjum og bílum.
„En ef við fáum jafngildi svona ástands
inn í matvælakeðjuna ... og fáum ekki
mat, þá er það ekki bara pirrandi, heldur
spurning um líf eða dauða,“ segir forstjóri
YARA. /HKr.
Á Snæfjallaströnd við Ísafjarðardjúp. Fremst á myndinni er bærinn Lyngholt og þá Unaðsdalskirkja sem byggð var árið 1899 af Jakobi
Guðmundssyni, forsmið í Æðey. Krikjan var friðuð 1. janúar 1990. Í fjarska niður undir fjöruborði er bærinn Tirðilmýri. Þaðan er ekki ýkja langt
út í Æðey sem er skammt frá landi. Þótt sundið virðist drjúgt til sundferða, þá vílar hinn smávaxni minkur ekki fyrir sér að synda út í eyna. Er
engu líkara en að hann viti að þar sé oft að finna kræsingar, enda æðarvarp þar mikið. Mynd / Hörður Kristjánsson
Gunnar Þorgeirsson
formaður Bændasamtaka Íslands
gunnar@bondi.is
ÍSLAND ER LAND ÞITT
Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 – Blaðamenn: Guðrún Hulda Pálsdóttir gudrunhulda@bondi.is – Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is –
Sigrún Pétursdóttir sigrunpeturs@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is
Auglýsingastjóri: Þórdís Una Gunnarsdóttir thordis@bondi.is – Sími: 563 0303
Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Sími smáauglýsinga: 563 0300 – Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is
Frágangur fyrir prentun: Ágústa Kristín Bjarnadóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621
Höfum skýra sýn til framtíðarDauðans alvara