Bændablaðið - 18.11.2021, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 18.11.2021, Blaðsíða 36
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. nóvember 202136 LÍF&STARF Brúskfé er sjaldgæft í íslenska sauðfjárstofninum en margir hrífast af því og finnst nokkuð koma til útlitsins, enda er það óvenjulegt. Hér er sett fram stutt leiðbeining um ræktun á þessu sérkenni í fjárstofninum í þeirri trú að það hjálpi áhugasömum fjárræktendum að koma upp í horninu hjá sér nokkrum kindum með þessu einkenni, sér og öðrum til gamans og til viðhalds fjöl- breytileikanum. Leiðbeiningarnar byggjast að mestu leyti á reynslu Jökuls Helgasonar á Ósabakka. Brúskfé einkennist af því að það er með erfðir fyrir ferhyrndu. Bestu brúskarnir sjást yfirleitt á ferukollóttu fé, það er að segja fé, sem er kollótt en ber erfðir fyrir fer- hyrndu. Brúskurinn sem í er vísað, er hárbrúskur á hausnum á kindum, nánar til tekið í hnakkanum, en ekki í enninu. Það er þó sjaldgæft að sjá góðan brúsk á ferhyrndum kindum. Hornastæðið tekur yfirleitt upp of mikið af því plássi sem brúskurinn þarf til þess að verða umfangs- mikill og bústinn. Vel brúski prýtt ferhyrnt fé sést þó. Á ferukollóttu hins vegar er nóg pláss fyrir mikinn brúsk. Brúskur eða vísir að brúski á ferhyrndu fé kemur einkum fram ef hornin eru ekki of fyrirferðarmikil niðri við kúpuna eða þau standa þar gleitt og því sést þetta frekar á fer- hyrndum ám en hrútum. Svo skiptir ullargerð fjárins líka máli um þroska brúsksins og útlit, enda er flest brúskfé mjög ullar- mikið. Oftast nær er brúskurinn vel krullaður en leggst gjarnan í hroða- lokka ef hann er mikið vaxinn og hefur fengið að vaxa óáreittur. Það þarf að snyrta hann af og til, t.d. við rúning. Ræktun á stofni Til þess að koma sér upp brúskfjár- stofni og rækta hann áfram er líklega vænsta leiðin, að fara að á eftirfar- andi hátt. Fyrsta skrefið er að finna sér fer- hyrndar kindur, rýna vel í hornafar þeirra og hárafar, einkum á hausn- um. Sé féð ullarmikið og loðið og krullað í hnakkanum eru líkur meiri á að út af því komi efnismikill brúskur. Sumt ferhyrnt fé með gleitt hornastæði hefur jafnvel þó nokkurn brúsk og er það fé vænlegt til vals í þessu samhengi. Ferhyrndum kind- um úr þessu vali er best að halda á móti kollóttu fé. Út úr þeirri ræktun ætti að koma eitthvað af ferukollótt- um kindum. Kannski hafa þær vott af brúski eða jafnvel góðan brúsk í fyrstu tilraun og henta því vel til framhaldsræktunar á brúskfé. Það má oft sjá á nýfæddum lömbum að þau eru með efniviðinn í góðan brúsk og brúskurinn er yfirleitt orðinn vel þroskaður á haustlömb- um. Líklega er sterkur leikur fólginn í því að halda saman ferhyrndum einstaklingum sem eru vænlegir að sjá, hvað brúskeiginleika varðar og para þau afkvæmi síðan á móti ullar- miklu kollóttu fé og fá þannig sterka kandídata í ferukollótt brúskfé til að byggja stofninn sinn á. Þegar búið er að koma upp ein- hverjum stofni af ferukollóttu fé með brúsk eða vísi að brúski er vænlegt að halda því sitt á hvað á móti öðru ferukollóttu eða á móti ferhyrndu, jafnvel venjulegu tvíhyrndu eða kollóttu af tvíhyrndu kyni, til að forðast einhæfni og innræktun. Ræktun á brúskfé Strípa og Brúska frá Ósabakka, svartbotnóttar nýrúnar brúskær að hausti Þær eru systur undan Töffa, báðar með mikinn brúsk. Móðir annarar er ferhyrnd en hinnar ferukollótt. Myndir / Páll Imsland Skúlína frá Ósabakka, svartgolsótt brúskær í haustréttum, órúin. Töffi frá Ósabakka, svartgolsóttur nýrúinn ferhyrndur hrútur sem gefið hefur margan góðan brúsk en ber engan sjálfur. Hann er undan fer- hyrndum hrúti og ferukollóttri á. Blöffi frá Ósabakka í miðju. Hann er morgolsubotnóttur ferukollóttur brúskhrútur, sonur Röffa og Fríðu sem er ferukollótt. Hér er hann órúinn lambhrútur að hausti með tveim brúsklausum kollóttum hrútum. Tvær mórauðar ær á Hellu á Rangár- völlum, til samanburðar, önnur með brúsk hin án brúsks. Morflekkótt ær í Skeiðaréttum með krullulokka í enni sem er allt annað en brúskur. Ölkofri frá Eystri-Torfastöðum II. Fer- hyrndur lambhrútur af brúskfjárkyni að hausti með frekar grönn horn sem ekki taka allt of mikið pláss á haus- kúpunni og því er hann með nokkuð myndarlegan brúsk. Röffi frá Ósabakka, svart golsu- botnóttur ferukollóttur brúsk hrútur undan Töffa og Robbu sem er feru- kollótt. Blöffi frá Ósabakka, morgolsubotn- óttur ferukollóttur brúskhrútur, mjög ullar- og brúskmikill, undan Röffa og Fríðu sem er ferukollótt. Lokkur frá Skarðshlíð, svartur feru- kollóttur brúskhrútur með hvítan lokk í brúsknum og töluvert mikla upplitaða hroðalokka. Lokkur er undan hvítum kollóttum hrúti og svartri ferukollóttri á. Myndin er tekin að hausti. Lambi frá Ósabakka, morarnhosótt fáeinna daga gamalt hrútlamb sem sýnir vel að hér er brúsklamb á ferð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.