Bændablaðið - 18.11.2021, Blaðsíða 33

Bændablaðið - 18.11.2021, Blaðsíða 33
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. nóvember 2021 33 Skapljúf en smá Þrátt fyrir að hafa aldrei verið tamin eru hrossin mannvön og meðfærileg. „Það er greinilegt að Kjartan bóndi hefur farið vel að þeim, þau eru alveg óhrædd og afskaplega yfirveguð,“ segir Kristinn. Það kom enda verulega á óvart hve smölun og flutningur á hross- unum reyndist auðveldur. Hrossin, sem hafa aldrei verið snert nema af Kjartani bónda, tóku því með stóískri ró að vera meðhöndluð af dýralækni og öðru aðkomufólki og sett á hesta- kerru og keyrð að Árbæjarhjáleigu. „Þau voru ekki einu sinni sveitt eftir flutning,“ segir Kristinn. Þau una sér vel í beitarhólfi við Rangá, þar sem Kristinn getur fylgst með þeim út um stofugluggann hjá sér. Hrossin eru, eins og gefur að skilja, erfðafræðilega einsleit. Sennilega eru þau á aldrinum 4-18 vetra. Þau halda sig þétt saman og stóðhesturinn gengur venjulega fremstur eða aftastur þegar þau færa sig. Þau eru yfirmáta róleg. Kristinn segir að miðað við hjarðhegðunina sé rauða merin líklegast elsti einstak- lingurinn í hópnum, því hún virðist tortryggnust. Yngri hryssurnar fara enn undir eldri hryssur og sjúga og mátti þannig sjá fullorðið hross sjúga þá rauðu þegar tíðindakona skoðaði hópinn. Flest voru þau forvitin en sjálfsörugg, leyfðu nálgun og voru gæf. Hrossin eru fótstutt og lágvaxin, það stærsta varla meira en 120 cm á herðakamb. Til samanburðar er með- alhæð íslenskra hrossa í dag 142 cm á herðakamb. Þau samsvara sér þó vel, hófar og fætur sterkir, hárafarið gott, öll með fax og tagl í ríflegu meðallagi og ekki að sjá annað en en þau séu heilbrigð. „Þau eru álíka í útliti eins og hross voru í gamla daga. Þau eru þykk, ekki stór og kannski ekki falleg miðað við ræktunarstaðla,“ segir Kristinn. Hann segir næstu skref með hrossin sé að leyfa þeim að vera í rólegheit- um í bili. Athuga þurfi hvort breytt umhverfi gæti haft áhrif á heilbrigði þeirra, til að mynda sé ekki vitað hvort þau séu útsett fyrir hrossasjúkdómum. Til framtíðar segir hann áhugavert að vita hvernig yngstu hrossin temjast. Þá sé stefnan að athuga hvort hrys- surnar fyljist við óskyldum stóðhesti og hvort stóðhesturinn fylji aðrar hrys- sur og sjá hvað kemur út úr blendings- rækt við hross af öðrum meiði. Ef svo reynist geta Botnahrossin reynst erfðaauðlegð fyrir íslenska hrossa- stofninn. Ómenguð erfðaauðlind Ef hrossin reynast erfðamengislega eins einangruð og saga þeirra gæti bent til geta rannsóknir á hrossunum í samanburði við hross í meginrækt- unarstofninum reynst merkileg sagn- fræðileg heimild. Hrossin gætu til að mynda búið yfir erfðafræðilegum eiginleikum og fjölbreytileika sem við höfum glatað úr stofninum í dag, að sögn Freyju Imsland, doktors í erfðafræði. „Það má segja að hópurinn sé erfðafræðileg heimild um fyrri tíma, en að sama skapi erfðaauðlind. Ég hef kannski aðra sýn á erfðafræðina en kynbótafræðingar, en það er augljóst að eftir að skipulögð ræktun hófst höfum við glatað erfðafjölbreytileika úr íslenska hrossastofninum,“ segir Freyja. „Ef við skoðum virka ræktunar- stofninn frá sjónarhóli kynbóta- og keppnisræktunar og berum hann saman við þann hrossastofn sem við höfðum fyrir 70 árum, þá er erfða- fjölbreytileikinn mun minni í dag. Stofninn í heild er miklu skyldari innbyrðis en hann var. Það eykur hættu á að víkjandi erfðagallar verði að vanda í ræktun. Árþúsundum saman, allt frá því hesturinn var fyrst taminn, hefur maðurinn verið að draga úr óséðum erfðafjölbreytileika hrossa. Það að hraða því ferli með sterku úrvali og fábreytni í vali á ræktunargripum felur í sér hættu fyrir erfðafræðilegt heilbrigði. Með tíð og tíma færum við að sjá verra stofn- heilbrigði, frjósemisvanda, aukningu á erfðatengdum sjúkdómum og svo þar fram eftir götunum. Það að finna hross eins og þessi sem eru ósnert af áhrifum skipulagðrar ræktunar er því frábært. Þetta eru mikilvægar menn- ingarminjar, ómengaðar af skoðunum hrossaspekúlanta og ræktunarmenn- ingar. Með því að blanda þeim við meginræktunarstofninn þá stuðlum við að heilbrigði hans í heild. Við getum vonast eftir því að það auki á blendingsþrótt, bæti fjölbreytileika stofnsins og efli erfðaauðlegð hans.“ Freyja segir mikilvægt að varðveita hross sem eru óskyld virka ræktunarstofninum. „Við vitum kannski ekki upp á hár hvað við höfum í höndunum, en framtíðin á það inni hjá okkur að við varðveitum íslenska hestinn fyrir hana. Okkar hlutverk er að sjá til þess að komandi kynslóðir búi ekki við snauðari veröld. Þessi hross gera veröldina vissulega auðugri að fjölbreytileika. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur,“ segir Freyja. Botnahrossin geta reynst erfðaauðlegð fyrir íslenska hrossa stofninn. Hægt væri að gera áhugaverðar rannsóknir á genum þeirra í samanburði við meginræktunarstofninn. Mynd/ghp Rauðka frá Botnum. Mynd/Páll Imsland Blesa og Fjöður frá Botnum. Mynd/Páll Imsland Syrja frá Botnum. Mynd/Páll Imsland Blesa frá Botnum. Mynd/ghp „Við vitum kannski ekki upp á hár hvað við höfum í höndunum, en framtíðin á það inni hjá okkur að við varðveitum íslenska hestinn," segir Freyja Imsland meðal annars. „Þessi hross gera veröldina vissulega auðugri að fjölbreytileika.“ Mynd/Ásmundur Friðriksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.