Bændablaðið - 18.11.2021, Side 15

Bændablaðið - 18.11.2021, Side 15
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. nóvember 2021 15 Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja kolefnisspor innan sveitarfélagsins. Sameinað sveitarfélag, Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar, verður í for- ystuhlutverki í loftslagsmálum að því er fram kemur í pistli Sveins Margeirssonar, sveitarstjóra Skútustaðahrepps. Hið sam- einaða sveitarfélag er það stærsta á landinu og nær yfir um 12% landsins. „Tekið verður tillit til beinnar los- unar vegna reksturs sveitarfélagsins, samfélagslegrar losunar og losunar frá landi, sem er stærsti einstaki losunar- valdur á Íslandi, með um 60–70% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda. Flestir aðilar eru meðvitaðir um lít- inn hluta af sínu kolefnisspori. s.s. losun vegna bruna á jarðefnaelds- neyti, orkunotkun og sorpi,“ segir í pistlinum. 85% frá innkaupum og flutningi á vörum Sveinn bendir einnig á að stærri hluti kolefnisspors komi frá virðis- keðju fyrirtækja og opinberra aðila vegna kaupa á vörum og þjónustu. „Lausn Greenfo hefur þá sérstöðu að reikna kolefnisspor fyrir alla virðiskeðjuna, t.d varðandi matar- innkaup, framkvæmdir og akstur og flutninga. Meira en 85% af kolefn- isspori sveitarfélagsins kemur frá innkaupum og flutningi á vöru og þjónustu en einungis 5% frá bruna og framleiðslu jarðefnaeldsneytis.“ Fáum heildaryfirsýn Hugbúnaðarlausn Greenfo býður upp á að taka gögn beint úr bók- haldskerfi sveitarfélagsins og segir Sveinn að með þeirri lausn sem í boði er fáist áður óþekkt yfirsýn yfir kolefnissporið. „Við getum greint okkar kolefnisspor niður á einstaka rekstrareiningar og birgja. Með því að fá heildaryfirsýn yfir okkar kolefnisspor, sjáum við hvar tækifæri eru til að draga úr okkar losun og getum forgangsraðað ver- kefnum m.t.t. til umhverfis og hag- kvæmni og þannig mótað skilvirka loftslagsstefnu og -aðgerðir.“ /MÞÞ MF 5S | 105 - 145 HÖ MF 6S | 135 - 180 HÖ MF 7S | 155 - 190 HÖ MF 8S | 205 - 305 HÖ Búvélar kynna FRAMTÍÐIN FRÁ MASSEY FERGUSON Nýju 5S - 6S - 7S - 8S eru hannaðar fyrir kröfuharða notendur Við klæðskerasaumum vél eftir þínum þörfum is a global brand of AGCO Corporation. Austurvegur 69 - 800 Selfoss - Sími 480 0080 buvelar.is Skútustaðahreppur: Kolefnissporið kortlagt Vindbelgjafjall er meðal þeirra mörgu náttúrugersema sem Mývetningar geta verið stoltir af. Hestaíþróttir: Meistaradeild Líflands 2022 Búið er að ákveða dagsetningar fyrir Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum keppnistímabilið 2022. Beinar útsendingar verða frá öllum keppnunum, bæði á RÚV2 og Alendis. Ekki er búið að ákveða staðsetningar keppna en það verður auglýst síðar. • 27. janúar fimmtudagur Fjórgangur V1 • 10. febrúar fimmtudagur Slaktaumatölt T2 • 25. febrúar föstudagur Fimmgangur F1 • 18. mars föstudagur Gæðingafimi • 26. mars laugardagur Skeiðmót • 9. apríl laugardagur Tölt T1 og flugskeið

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.