Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Blaðsíða 3
20. ÁRGANGUR
Útgefandi: SJÁLFSBJÖRG - landssamband fatlaðra
RITNEFND:
ÓLÖF RÍKARDSDÓTTIR (ábm.)
HULDA STEINSDÓTTIR
JÓN ÞÓR BUCH
SIGURSVEINN D. KRISTINSSON,
tónskáld:
TUTTUGU ÁRA STARF
Sumarið 1958 gerði fatlað fólk á Islandi
í fyrsta sinn alvöru úr því að stofna með
sér skipuleg samtök réttindamálum sínum
til framdráttar.
Þann 9. júní var á Siglufirði stofnað
fyrsta félagið og hlaut nafnið Sjálfsbjörg
SIGURSVEINN D. KRISTINSSON
— félag fatlaðra á Siglufirði. Seinna um
sumarið voru stofnuð f jögur Sjálfsbjargar-
félög til viðbótar, í Reykjavík 27. júní, á
ísafirði 29. september, Akureyri 8. októ-
ber og um haustið, þann 15. nóvember var
Sjálfsbjörg — félag fatlaðra í Árnessýslu,
stofnað í Hveragerði.
Árið eftir stofnuðu þessi félög Sjálfs-
björg — landssamband fatlaðra.
Síðan hafa bæst í sambandið 8 félög:
árið 1959 á Bolungarvík og í Vestmanna-
eyjum, 1960 á Húsavík, 1961 á Suðurnesj-
um, 1962 á Sauðárkróki, 1970 í Stykkis-
hólmi og á Akranesi og 1974 í Neskaup-
stað.
Fatlað fólk er sá hópur, sem löngum
hefur hafst við í útjaðri hvers þjóðfélags,
að mestu háður miskunn samborgara
sinna. Þó er þetta stór þjóðfélagshópur,
miklu f jölmennari en almennt hefur verið
talið. I Svíþjóð hefur könnun leitt í ljós
að 10. hver þegn býr við fötlun lengri eða
skemmri hluta æfinnar. Samsvarandi f jöldi
á íslandi gæti verið um það bil tuttugu og
þrjú þúsund manns. Fjöldi fatlaðra hefur
dulist vegna þess hve margir þeirra eru
lítið á faralds fæti. Þjóðfélögin hafa varla
(
SJÁLFSISJÖRG 1