Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Blaðsíða 9

Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Blaðsíða 9
mælalaust er hafið yfir pólitískt karp og togstreytu, málefni, sem öllum ber að leggja lið. Talið er, að minnsta kosti einn af hverj- um tíu íbúum landsins búi einhvern tíma ævi sinnar við skert ferðafrelsi sökum fötlunar, slysa eða elli. Þetta fólk hefur ekki staðið fyrir úti- fundum eða fjöldaskemmtunum. Fatlaðir eru ekki þrýstihópur, en þeir hafa engu að síður mikilvœgan málstað, sem einkum snertir þá í dag, en jafnvel þig á morgun. Skert ferðafrelsi er flestum þungbær reynsla. Fatlað fólk á þar af leiðandi oft við margvísleg vandamál að stríða. Það er þjóðfélagsleg skylda að vinna af mætti gegn þessum vanda. Ég mun hér á eftir fjalla um umhverfis- leg úrræði, einkum bæjarskipulag og hönn- un í búða með sérstöku tilliti til fatlaðra. Fullyrða má, að til þessa hafi ekki nægj- anlegt tillit verið tekið til hreyfiskertra hérlendis, hvorki við gerð bæjarskipulags og útfærslu þess, né við hönnun einstakra bygginga. Þar virðist einu gilda, hvort um er að ræða opinberar byggingar, atvinnu- húsnæði eða almennar íbúðir. Dæmin blasa við svo að segja hvar sem litið er. Iburðarmiklar útitröppur án ská- brauta, einstök þrep, háir kantsteinar gangstíga, þröngir gangar og mjóar dyr, svo að eitthvað sé nefnt. Allt er þetta fötluðu fólki miklir farartálmar. — Jafn- vel opinberar byggingar, sem oft eru væg- ast sagt íburðarmiklar og reistar eru og reknar fyrir almannafé, virðast að jafn- aði ekki miðast við sérþarfir hreyfiskertra. I þessu tilliti erum við Islendingar miklir eftirbátar nágrannaþjóða okkar. Fatlaðir eru ekki skýrt afmarkaður hóp- ur, heldur fólk á ýmsum aldri með skerta hreyfigetu í misjöfnum mæli. — Sumir eru rúmliggjandi, aðrir hafa fótavist, en marg- ir gætu farið allra sinna ferða, ef tekið væri örlítið meira tillit til þeirra við mót- un umhverfis. Óskir fatlaðra í húsnæðismálum og þjónustuþarfir eru þar af leiðandi mjög mismunandi, en einkum er um að ræða þrjá grundvallarkosti. Ákveðinn hópur fatlaðra á vegna hreyfi- hömlunar við svo mikil vandamál að stríða, að honum er nauðsynlegt að dvelj- ast á stofnunum, þar sem kostur er á margþættri þjónustu. — Aðrir gætu að mestu lifað sjálfstæðu lífi, hefðu þeir kost á sérhönnuðum íbúðum. — I þriðja hópn- um, sem er fjölmennastur, er það fatlaða fólk, sem lifað gæti sjálfstæðu og eðlilegu lífi í almennum íbúðum, ef umhverfismót- un og hönnun íbúða miðaðist meir við sérþarfir þess. Ég mun nú fjalla nánar um þessa val- kosti. I fyrstu vík ég lítillega að stofnun- um fatlaðra, þá mun ég gera sérhönnuð- um íbúðum fyrir hreyfiskerta nokkur skil, en að endingu hugleiða hvernig hægt væri að gera fleiri fötluðum kleift að búa í al- mennum íbúðum en nú er. Segja má, að úrræði hérlendra yfirvalda í húsnæðismálum hreyfiskertra hafi að mestu einskorðast við þann skipulagslega valkost að reisa sérhannaðar stofnanir, þar sem fatlaðir geta notið nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu og félagslegrar að- stöðu. Stofnanir eru að sjálfsögðu eðlileg- ur hlekkur í þjónustukeðju til handa fötl- uðum, en þær eru síður en svo nein algjör eða endanleg lausn þeirra vandamála, sem hreyfiskert fólk á við að stríða. Ótalmargt mælir með þvi að gera sem flestum kleift að lifa utan hefðbundinna stofnana í hinu almenna samfélagi. Oft vantar verulega á tengsl stofnana við al- menn íbúðahverfi. Ibúum stofnana hættir þar af leiðandi við félagslegri einangrun, sem er þungbær hverjum einstaklingi. Ekki þarf að fjölyrða um mikinn SJÁLFSBJÖRG 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.