Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Blaðsíða 4
talið fatlað fólk til fullgildra borgara.
Skilyrði þess að starfskraftar fatlaðra fái
notið sínu eru fyrst og fremst þau að sam-
félagið mæti sérstökum þörfum þeirra og
vandamálum sem af fötluninni leiðir, og
leysi þau. En á það hefur löngum skort.
Á síðustu tímum hafa viðhorfin þó
smám saman verið að breytast til bóta,
ekki síst fyrir vaxandi athafnasemi hinna
fötluðu sjálfra.
I markaðsþjóðfélögum nútímans er jafn
réttur þegnanna ekki sjálfsagður, þess
vegna hefur öll saga síðustu tíma í Evrópu
mótast af baráttu þeirra þjóðfélagshópa,
sem afskiptir voru, fyrir auknu jafnrétti
til lífsgæðanna, sem samfélagið útdeilir
þegnum sínum.
I samræmi við þessa þróun var það sam-
eiginlegt álit þeirra, sem stofnuðu Sjálfs-
bjargarfélögin, að með eigin samtökum
kynni fatlað fólk að geta þokað réttinda-
málum sínum meira áleiðis, en með því
að hlíta í öllu forsjá hinna ófötluðu, minn-
ugir þess að ,,sá er eldurinn heitastur,
er á sjálfum brennur“. Þetta grundvallar-
sjónarmið hefur ekki breyst að liðnum
tveim áratugum.
Það hefur fleirum og fleirum smám sam-
an orðið ljóst að barátta fatlaðs fólks fyrir
jafnrétti er pólitísk í eðli sínu eins og öll
mannréttindabarátta hefur ætíð verið.
Gildir jafnt hvort barist er fyrir jafn-
rétti til vinnu, menntunar, íþróttaiðkunar,
íbúða, mótunar umhverfis og opinberra
bygginga, svo að örfá atriði séu nefnd.
Ástandi þessara mála verður ekki breytt
fötluðum í hag, svo að verulegt gagn sé
að, nema tilkomi lög og reglugerðir, sem
aðeins stjórnvöld þjóðarinnar geta sett og
látið framkvæma.
Félagsmál fatlaðra eru álíka fjölþætt
og sjálft þjóðfélagið. Barátta þeirra fjall-
ar ekki um forréttindi, heldur jafnrétti
á við aðra á öllum sviðum þjóðlífsins.
Pólitísk starfsemi þeirra felst í óþreyt-
andi upplýsingastarfi og kröfugerð um að ^
þjóðfélagið mæti sérstökum þörfum þeirra
svo að það geti lifað á eðlilegan hátt sem
fullgildir þjóðfélagsþegnar.
Félögum í Sjálfsbjörg fer stöðugt fjölg-
andi, einnig styrktarfélögum, sem af ósér-
plægni og áhuga vinna fyrir málstað sam-
takanna. Styrktarfélagar Sjálfsbjargar
skilja þann mikilvæga sannleika að eng-
in líftrygging, engin slysatrygging jafn-
ast á við þjóðfélagslega samhjálp, sem
viðurkennir hinn fatlaða sem fullgildan
samborgara, hvort heldur er á spítalan-
um, endurhæfingarstöðinni, vinnustaðn-
um eða hvar annars staðar, sem hann er
staddur í umferð dagsins, í þjóðfélagi, sem
lætur þegna sína ekki gjalda þess að þeir
hafa orðið fyrir óhappi í verksmiðjunni,
á þjóðveginum eða annars staðar í þjóð-
lífinu. — Enginn veit fyrirfram hver næst-
ur verður á slysalistanum.
Hvernig er þá réttindamálum fatlaðra
háttað á líðandi stund?
Sú stofnun sem mikilvægust er fyrir hag
þeirra er Tryggingastofnun ríkisins, sem
rekin er samkvæmt lögum um almanna-
tryggingar. Hún annast lífeyris- og bóta-
greiðslur hvers konar. Lög þessi eru í sí-
felldri endurskoðun og bótagreiðslur og ^
upphæð þeirra breytingum háðar. Þannig
hefur kaupmáttur örorkulífeyris breyst
síðustu fjórtán árin miðað við raungildi
lífeyrisins 1971 (þ.e. viðmiðunin er 100
árið 1971). Kaupmáttur örorkulífeyris árið
1964 var 80,5, — árið 1966 84,4, — árið
1968 84,0, - árið 1970 83,2, - árið 1971
100,0, - árið 1972 117,1, - árið 1973 115,4,
— árið 1974 115,3, — árið 1975 98,6, — árið
1976 95,3, - árið 1977 104,4.
Mesta réttarbót örorku- og ellilífeyris-
þega frá upphafi almannatrygginga á Is-
landi er ákvæði um tekjutryggingu, sem *
tekið var upp í lögin um almannatrygg-
2 SJÁLFSBJÖRG