Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Blaðsíða 13

Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Blaðsíða 13
Hvernig er með opnanlega glugga og gluggalæsingar hjá þér? Eru þeir kannski svo ofarlega og læsingarnar það flóknar, að þú átt fullt í fangi með að opna? — Hvernig heldur þú að það gangi, þegar þú eldist? Ég læt þessa upptalningu nægja, en vænti þess, að mér hafi tekist að sann- færa einhverja um það, að í ótrúlega mörg- um tilvikum kæmi hönnun íbúða, sem tæki mið af hreyfiskertum, almennum íbúum til góða. Ég beini orðum mínum beint til ykkar, góðir lesendur, af afareinfaldri ástæðu. Á íslandi eru íbúðaframkvæmdir með nokkuð sérstæðum hætti og ólíkt því, sem gerist víða annars staðar. — Hér á landi er algengt, að væntanlegir íbúar byggi sjálfir hús sín og íbúðir. — Því miður er í tiltölulega fáum tilvikum byggt eftir nákvæmum verkteikningum arkitekta, og allt of sjaldan hafa hönnuðir íbúðanna eftirlit með framkvæmdum. Það er því í raun og veru oft eigand- inn, þú lesandi góður, sem tekur upp á eigin spýtur ákvarðanir um flest þau atriði, sem ég vék að hér á undan. En það er ekki aðeins við nýbyggingar, sem huga verður að þörfum hreyfiskertra, heldur og við aðrar íbúðaframkvæmdir, svo sem endurnýjun eldra húsnæðis og við- byggingar. Það þarf alls ekki að vera kostnaðar- samt að taka aukið tillit til hreyfiskertra við hönnun almenns íbúðarhúsnæðis og engan veginn dýrara en sem svarar auknu gildi íbúðanna, ef ráð er í tíma tekið. Þegar til lengdar lætur er meira að segja margfaldur ávinningur að því, að miða almennt íbúðarhúsnæði meir við þarfir hreyfiskertra. Það hefur í för með sér, að þörfin fyrir sérhannaðar íbúðir verður minni, og kom- ist verður í auknum mæli hjá kostnaðar- TRÖPPUR. — Uppstig ó helst ekki að vera hœrra en 140 mm. Til þess svarar 320 til 350 mm innstig, uppstig verður að vera ón nefs, eins og neðri teikn- ingin sýnir. samri stofnana- eða sjúkrahúsadvöl. I stuttu máli, verulegur félagslegur ávinn- ingur fyrir viðkomandi og fjárhagslegur fyrir þjóðarheildina. Góðir lesendur, ég hef komið víða við í erindi mínu, en engu gert fullkomin skil. Að lokum þetta: Fjöldi hreyfihamlaðra fer sífellt vaxandi og gera má ráð fyrir, að sú þróun haldi áfram. Þar veldur einkum hækkandi tíðni alvar- legra umferðarslysa og hlutfallsleg fjölg- un aldraðra í nútímaþjóðfélagi. Það er því í senn bæði réttlát og tíma- bær krafa, að almennt íbúðarhúsnæði sé þannig byggt, að það henti öllum, þar á meðal rosknu fólki og hreyfihömluðu að svo miklu leyti sem það er tæknilega og fjárhagslega hægt. Skipulag bæja og hönnun íbúða, sem leiðir hjá sér þarfir 10% borgaranna er sannarlega ómanneskjulegt. Fatlaðir fara ekki fram á nein sérrétt- indi, heldur sjálfsögð og eðlileg mann- réttindi. SJÁLFSBJÖRG 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.