Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Blaðsíða 43
HULDA STEINSDÓTTIR:
Stofnun
Sjálfsbjargar
Þegar Sjálfsbjörg, landssamband fatl-
aðra, var stofnað árið 1959, höfðu starf-
að hér um nokkurt skeið samtök Styrktar-
félags lamaðra og fatlaðra.
Meðlimir styrktarfélagsins eru velflest-
ir heilbrigt fólk, sem vinnur að góðu og
gegnu málefni. Mér verður á að hugsa,
hvers vegna voru þessi samtök nefnd félag
„lamaðra og fatlaðra“? Lamaður maður
hlýtur óumdeilanlega að vera fatlaður.
Þetta er því eingöngu tvítekning á hug-
takinu.
Allt frá stofnun Sjálfsbjargar hefur
gætt mikils misskilnings meðal fólks, um
starfsemi og tilgang þessara tveggja fé-
laga. Margir halda að hér sé um einn og
sama félagsskapinn að ræða, en þar er
töluverður greinamunur á. Ég tel því ekki
vanþörf á, að varpa skýrara ljósi á mál-
efnin eins og þau liggja fyrir.
Eins og fyrr er getið, standa að styrktar-
félaginu nær eingöngu heilbrigt fólk, sem
hefur með starfi sínu gert mikið gagn í
endurhæfingamálum fatlaðra, einkum til
styrktar fötluðum börnum, og má þar til
nefna æfingastöðina að Háaleitisbraut 13,
sumardvalarheimili fyrir fötluð börn í
Reykjadal o.fl. Alla þessa starfsemi ber að
virða og meta. Hinsvegar er erfitt fyrir
ófatlaða að tileinka sér skilning á innra
borði hins fatlaða, þar sem sá þáttur
mannlegrar gerðar er ekki öðrum ljós en
þeim, sem sjálfir hafa fatlast.
Að stofnun Sjálfsbjargar, félags fatl-
aðra, stóð fólk, sem hafði hlotið marg-
víslega líkamlega fötlun, sem háði því til
eðlilegrar hreyfigetu, og fann sig því fyrst
og fremst knúið til að vinna að félags-
legum málum sínum sjálft. Fram að þeim
tíma hafði þorri þessa fólks, nánast verið
gleymdur. Tilkoma samtakanna varð því
mörgum nokkurs konar iífgjafi, enda kom
áhuginn greinilega í ljós á næstu árum, og
æ síðan hefur starfsemi Sjálfsbjargar auk-
ist ár frá ári og er nú dreifð um allt land.
Þegar skoðaður er árangur starfseminn-
ar undanfarin ár, ber að sjálfsögðu hæst
í hugum okkar bygging Vinnu- og dvalar-
heimilisins að Hátúni 12 í Reykjavík og
rekstur þess, sem er ávöxtur fórnfýsi og
félagslegrar samstöðu. Þar er að vísu
mikið verk óunnið, og margir erfiðleikar
við að etja, en von okkar er sú, að vegna
hinnar geysimiklu þarfar á vistunarrými
fyrir fatlað fólk, þar sem því er jafnframt
búin aðstaða til endurhæfingar og félags-
legrar starfsemi, verði öldur erfiðleikanna
lægðar með góðum skilningi ráðamanna,
svo að hægt verði að ljúka þessari bygg-
ingu sem allra fyrst.
Félagsdeildir víða um land hafa komið
sér upp, eða stuðlað að á ýmsan hátt, að
komið yrði á fót aðstöðu til endurhæf-
ingar, hver í sínu byggðarlagi.
Á Akureyri eru framkvæmdir við stór-
byggingu á byrjunarstigi. Þar hefur um
nokkur ár, eins og kunnugt er, verið rekin
Plastiðjan Bjarg, vernduð vinnustofa fyrir
öryrkja. Sjálfsbjörg á Akureyri hefur
einnig rekið endurhæfingarstöð í húsi sínu
Bjargi, en sú stöð er nú orðin alltof lítil
fyrir svo umfangsmikla starfsemi, og
getur ekki nærri annað allri eftirspurn.
Með tilliti til þessarar aðsóknar, er orðin
mikil þörf fyrir aukna endurhæfingar-
aðstöðu á Akureyri, og þar mun þessi nýja
bygging koma að góðu gagni og verða fé-
laginu þar til sóma, er fram líða stundir.
FRAMHALD á bls. 14.
SJÁLFSBJÖRG 41