Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Blaðsíða 47
Allsherjarþing Sameinuðu þjófíanna hefur
ákveðið að árið 1979 skuli vera ár barnsins.
Við hugsum vafalítið allt of sjáldan um
þá ábyrgð, sem hver og einn tekur sér á
herðar, þegar sest er undir stýri og ekið
út í umferðina. Einkanlega þarf hver öku-
maður að hafa nœma gát á börnum á eða
við umferðasvæði. Börn skynja ekki hraða
né fjarlœgð ökutækis, og vara sig því ekki
sem skyldi.
Því miður verða allt of mörg slys í um-
ferðinni beinlínis af athugmiarleysi ein-
hvers aðila. — Með ríkari ábyrgðar-
tilfinningu mœtti trúlega afstýra mörgum
þeirra.
Þess vegna er þessi smásaga Stig Dager-
mans þörf hugvekja, sem ekki vœri fjarri
lagi að hugsa sér sem skyldulesningu
hvers manns, áður en hann fær að taka
ökupróf.
STIG DAGERMANN:
Það er bjartur dagur og sólin skín á
ská yfir sléttuna. Brátt munu klukkurnar
hringja, því að það er sunnudagur. Á milli
rúgakranna hafa tveir strákar fundið stíg,
sem þeir hafa aldrei fyrr farið eftir og
í þorpunum þrem á sléttunni vaknar helgi-
dagurinn.
Karlmenn raka sig framan við spegil
við eldhúsborðið og konur raula fyrir
munni sér meðan þær skera brauðið með
kaffinu og börn sitja á gólfinu og hneppa
að sér fötunum. Þetta er hamingjusamur
morgunn óhappadags, því að í dag mun
barn verða deytt í þriðja bænum, af óham-
ingjusömum manni. Ennþá stendur barn-
ið við gluggann og festir á sig sunnudags-
hálsbandið, og faðirinn segir, að í dag
skuli þau róa niður ána, og móðirin hlær
og leggur niðurskorið brauðið á blátt fat.
Enginn skuggi leggst yfir eldhúsið, og
samt stendur maðurinn, sem mun deyða
barnið, við rauða benzíndælu í fyrsta bæn-
um. Það er glaður og ánægður maður,
sem horfir í ljósmyndavél og þar sér hann
ljósan bíl og hjá bílnum unga, hlæjandi
stúlku. Meðan stúlkan hlær og maðurinn
tekur þessa fallegu mynd, skrúfar benzín-
afgreiðslumaðurinn lokið á benzíngeym-
inn og segir, að þau fái fallegt veður.
Stúlkan sest inn í bílinn og maðurinn,
sem verður fyrir því að deyða barn, tek-
ur upp seðlaveski og segir, að þau ætli
að aka út að hafinu og þar ætli þau að
fá lánaðan bát og fara langt, langt út.
Inn um opinn bílgluggann heyrir stúlkan,
hvað hann segir, hún lokar augunum, og
þegar hún lokar þeim sér hún hafið og
manninn við hlið sér í bátnum. Það er
ekki slæmur maður, hann er glaður og
hamingjusamur, og áður en hann sest inn
SJÁLFSBJÖfíG 45