Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Blaðsíða 24

Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Blaðsíða 24
Fermdur var hann á réttum tíma, með góðum vitnisburði prestsins. I augum full- orðna fólksins átti fatlaður unglingur, fátækur einstæðingur, ekki margra kosta völ, jafnvel þótt greindin væri í betra lagi. „Bókvitið verður ekki látið í askana“, sagði það, svo að lítil uppörvun var úr þeirri áttinni. Lífsreynsla hins stutta ævi- skeiðs hans endurspeglaðist í sál hans á þessari stundu, þar sem hann horfði á eftir brostnum vonum sínum hverfa út í blámóðuna. Örlögin voru miskunnarlaus, að hrifsa nú frá honum einu mannveruna, sem lét sér líf hans nokkru skipta. Móðir hans hafði eitt sinn sagt við hann, skömmu eftir ferminguna: „Ég ætla að biðja prest- inn að taka þig í tíma, og undirbúa þig fyrir skóla, því að lærdómur er undirstaða lífsins". Hann hlakkaði ósköp mikið til að fara til prestsins, og hét því með sjálf- um sér, að leggja sig allan fram við námið. Nú voru þær vonir brostnar líka. Nú höfðu mæðginin verið hér í hús- mennsku hjá gömlu hjónunum á Bakka svo lengi, sem hann mundi eftir sér. Móðir hans vann hörðum höndum til að fram- fleyta lífi þeirra. Hún var aldrei heilsu- hraust og lést því langt um aldur fram. Nú vissi drengurinn, að hér á Bakka gat hann ekki verið lengur, og þá kom til kasta hreppsnefndarinnar að ráðstafa gripnum. Þessum umskiptum kveið hann mikið. Árla næsta morgun var hreppsnefndin mætt, með oddvita sinn í fylkingarbrjósti. Þeir heiðursmenn tóku gömlu hjónin tali, en enginn vafi lék á því hvert erindið var. Það átti sem sé, að fara fram nokkurs- konar nauðungaruppboð á umkomulausum dreng. Það er erfitt að skynja þau um- brot, sem eiga sér stað í sálarlífi hins unga manns á þessum dómsdegi. Hann var einskis spurður, það þurfti ekki að leita álits hans eða umsagnar. Nú birtist hreppsnefndaroddvitinn í bað- stofudyrunum, nokkuð óráðinn á svip, og biður drenginn að koma með sér fram í stofu. Hann grípur hækjur sínar og fer í humátt á eftir oddvitanum, þótt blóðið ólgi í æðum hans og suðið fyrir eyrunum sé eins og árniður. I stofunni sátu, auk gömlu hjónanna, hreppsnefndin, þessir vísu menn, sem tóku sér það vald að hluta eina mannssál nið- ur í stykki. Oddvitinn hóf máls: „Við höf- um rætt framtíðarhorfur þínar, drengur minn, og komist að somkomulagi um, að þú flyttir til ungu ekkjunnar, sem býr skammt utan við þorpið. Hún hefur falast eftir hjálp, til að dvelja fyrir börnum sín- um á meðan hún er að vinna. Og hún vill þig án meðgjafar.“ Þá var þessari þrúgandi óvissu lokið. Hann sagði ekki neitt, enda ekki til þess ætlast, heldur starði aðeins fram fyrir sig. Hann bjóst við að þetta hlutskipti væri mun betra, en mörg önnur, sem hann hefði getað hlotið. Ráðstöfunar-rétturinn ræskti sig, en enginn sagði orð nokkra stund. Gamla konan gekk til drengsins, lagði höfuð hans undir vanga sinn og bað Guð þess, að hon- um liði vel í nýju vistinni. Fundarmenn kvöddu og fóru. Nú gafst honum loks tóm til að hugsa sitt ráð í friði. Hann þekkti ekkert til þessa nýja heim- ilis, en hann kveið heldur ekki verunni þar. Nú hafði hann öðlast ró í sálu sinni. Framtíðin yrði að leiða í ljós, hvort æsku- draumar hans yrðu nokkurn tíma að veru- leika. Fengi hann tækifæri til að sinna menntunarþrá sinni einhvern tíma í fram- tíðinni? Þessu varð að vera ósvarað, en vonin var sterk í brjósti hans. Mest gladd- ist hann yfir þeirri staðreynd, að verða ekki settur á sveitaframfæri. Það blés hon- um nýrri sjálfsbjargar-hvöt í brjóst, og henni skyldi hann verða trúr um aldur og ævi. 22 SJÁLFSBJÖRG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.