Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Blaðsíða 41
SIGURÐUR E. GUÐMUNDSSON,
framkvœmdastjóri Húsnœðismólastofnunar
ríkisins.
greiddan lífeyri sem tveir sjálfstæðir
einstaklingar.
10. Þingið skorar eindregið á nefnd þá,
er starfar að endurskoðun almanna-
tryggingalaganna, að hraða þeim
störfum. Þingið felur framkvæmda-
stjóra Sjálfsbjargar að beita sér fyrir
því að samtökin fái að hafa áheyrnar-
fulltrúa með málfrelsi og tillögurétti
á fundum nefndarinnar.
Úr ályktnn um atvinnumál.
1. Nýlega var sett á stofn vinnumiðlun
fyrir öryrkja á vegum Reykjavíkur-
borgar. Æskilegt væri, að fleiri sveit-
arfélög hefðu sama hátt á. Nauðsyn-
legt er að vinnumiðlanir þessar hafi
samvinnu við Endurhæfingarráð og
Sjálfsbjargarfélög á viðkomandi stað.
2. Þingið hvetur Sjálfsbjargarfélögin
til þess að setja á stofn nefnd til að
fylgjast með atvinnumálum fatlaðra
og hafa samvinnu við sveitarstjórnir
og/eða væntanlegar vinnumiðlanir
öryrkja á viðkomandi stað.
3. Þingið ítrekar fyrri samþykkt um, að
hönnuðir bygginga sjái um, að í at-
vinnu- og þjónustufyrirtækjum sé
gert ráð fyrir að fatlaðir eigi greiðan
aðgang.
4. Þingið skorar á stjórnir fyrirtækja,
sem rekin eru af ríki, bæjar- og sveit-
arfélögum að beina til vinnustöðva
öryrkja þeim verkefnum, sem slíkar
stöðvar gætu leyst af hendi.
5. Þingið skorar á tollyfirvöld að fella
niður alla tolla af hráefni til vernd-
aðra vinnustöðva.
Llr ályktun um atvinnumál.
1. Landssambandið haldi áfram að
styrkja fólk til náms í sjúkraþjálfun
og öðru því námi, er snertir endur-
hæfingu, enda njóti það starfskrafta
þess að námi loknu.
2. Framkvæmdastjórn og stjórnir allra
félaganna sjái um, að alþjóðadagur
fatlaðra verði haldinn hátíðlegur ár
hvert, til þess að minna á samtökin.
3. Félagsdeildir skipi nefnd, sem fylg-
ist með skipulagi bygginga og svæða
utan húss, með tilliti til fatlaðra.
Jafnframt eru allir Sjálfsbjargar-
félagar hvattir til að vera vel á verði
og koma með ábendingar til nefnd-
anna á hverjum stað.
4. Þingið beinir þeirri ósk til Ferli-
nefndar, að hún vinni áfram að því,
að hjólastólar og burðarsetur séu á
FRAMHALD á bls. 28.
SJÁLFSBJÖRG 39