Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Blaðsíða 10

Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Blaðsíða 10
kostnað við byggingu og rekstur slíkra stofnana. Sérhannaðar íbúðir fyrir hreyfiskerta eru sérstakar íbúðir, sem varðandi stað- setningu, gerð, búnað og innréttingar mið- ast við sérþarfir þeirra og stuðla þannig að sjálfstæðu og óháðu lífi. Líkur benda til þess, að þörfin fyrir sér- hannaðar íbúðir til handa hreyfiskertum verði veruleg í framtíðinni og talsvert hef- ur verið byggt af slíkum íbúðum hér- lendis á undanförnum árum. Mikilvægt er, að húsnæðið og staðsetn- ing þess miðist í raun við sérþarfir þeirra, sem þar eiga að búa. Að sjálfsögðu ber að stuðla að ódýrum og hagkvæmum íbúð- um, en þess ber jafnframt vandlega að gæta, að þær henti væntanlegum íbúum, og séu sérstaklega miðaðar við þarfir þeirra. Að jafnaði er stuðst við byggingarsam- þykkt, þegar fjallað er um lágmarkskröf- ur íbúðarhúsnæðis. Hins vegar dylst vart neinum, að almenn ákvæði byggingarsam- þykkta ganga allt of skammt í ýmsum atriðum, þegar meta á íbúðir hreyfi- skertra, fatlaðra og aldraðra. Margt hreyfiskert fólk er háð notkun hjólastóls, en hjólastólar krefjast eins og kunnugt er mikils svigrúms. Hreyfiskertir dveljast og að jafnaði meir í íbúðum sín- um en annað fólk. Víða erlendis eru í gildi sérstakar regl- ur og tilmæli um skipulag og hönnun íbúða til handa hreyfiskertu fólki. Sums staðar, til dæmis í Þýskalandi, annast ákveðin stofnun sérstakar hús- næðisrannsóknir vegna aldraðra og ör- yrkja og miðlar niðurstöðum skoðana- kannana, þekkingu og reynslu til fram- kvæmdaaðila. Mikilvægt er, að innra skipulag sér- hannaðra íbúða til handa hreyfiskertum sé hentugt og þægilegt, að íbúarnir hafi góða yfirsýn og birta sé nóg. Ekki hafa menn verið á eitt sáttir um lágmarksstærðir íbúða, en hér á landi hafa slíkar íbúðir tíðkast allt niður í 25—30 m2 nettó. Norðmenn hafa nýlega gefið út end- urskoðaða staðla varðandi þetta atriði og fleira viðvíkjandi hreyfiskertum. Þar er kveðið á um 55 m2 lágmarksstærð ein- staklingsíbúða og 65 m2 lágmarksstærð tveggja manna íbúða. Þar sem íbúðarhús eru tvær hæðir eða hærri, eru lyftur nauðsynlegar svo og góð- ar svalir. i Forðast ber hál gólfefni, þrönga ganga, tröppur, þrep og stiga. Dyr ættu að vera 80 cm breiðar að minnsta kosti. Svefnherbergi skulu vera rýmileg og vart þarf að fjölyrða um rúmgóð baðherbergi, þar sem auðvelt er að athafna sig. Brýnt er, að svefn- og eldunaraðstaða hafi beina. útloftun um glugga. Eldhús ber að innrétta þannig, að hægt sé að laga það að þörfum notenda, til dæmis með rými undir eldhúsvaski fyrir hjólastól og stillanlegri vinnuaðstöðu. Forðast skal flóknar gluggalæsingar og þröskulda. Og ekki má gleyma nánasta umhverfi íbúðanna, gangstígum og að- komu. , Margt fleira þarf að íhuga við hönnun sérhannaðra íbúða fyrir hreyfiskerta. Staðsetning sérstakra íbúða fyrir fatl- aða er einnig mjög mikilvægt atriði. Þess- ar íbúðir þyrftu í auknum mæli að stað- setja í almennum íbúðahverfum í góðum tengslum við menningar- og félagsmið- stöðvar, svo og verslanir og aðra þjón- ustu. Mikil samþjöppun slíkra íbúða get- ur ekki talist æskileg frá félagslegu sjónar- miði. Eins og að framan má sjá er gerð sér- hannaðra íbúða fyrir hreyfiskerta marg- * slungið verkefni. — Það er því brýn nauð- 8 SJÁLFSBJÖRG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.