Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Blaðsíða 5
ingar árið 1971. Kaupmáttur örorkulíf-
^ eyris með tekjutryggingu var árið 1971
100 eftir sömu viðmiðun en varð 1972
166,4 og hækkaði í 180 árið 1977.
Samkvæmt ákvæðum laganna er veitt-
ur mikill styrkur til kaupa á hjálpartækj-
um. Mörg nauðsynlegustu hjálpartæki, svo
sem hjólastólar, gervilimir og umbúðir
margskonar eru greidd að fullu af Trygg-
ingastofnuninni, en vegna annarra er veitt-
ur mikill styrkur. Bifreiðin, sem kalla má
dýrasta hjálpartækið, heyrir hins vegar
ekki undir Tryggingastofnun ríkisins, enda
i gegnir þar öðru máli. Styrkur til kaupa
á bifreið fyrir fatlaða hefur lækkað hlut-
fallslega hin síðari ár og er nú miklu lægri
að raungildi en fyrir um það bil 10 árum.
Um það verður þó ekki deilt að nothæfur
bíll er lykiltæki fyrir fótvana fólk til að
geta sinnt vinnu á markaði samfélagsins
— að ekki sé minnst á þá lífsfyllingu, sem
hreyfihömluðum er að geta ferðast um um-
hverfi sitt á eigin spýtur. En það er ein
af jafnréttiskröfum fatlaðra, að þeir séu
ekki lokaðir inni, ef annars er kostur. —
Bifreið og rekstur hennar er hins vegar
svo fjárfrekt tæki á íslandi nú um sinn,
að lægstlaunafólk, þ.e. þeir sem njóta
tekjutryggingar og aðrir álíka, nálgast
!>■ ekki rétt til slíkra hluta, án sérstakra ráð-
stafana af opinberri hálfu.
,,Lög um endurhæfingu“ voru samþykkt
á alþingi 14. apríl 1970. Því var treyst að
hér hefði unnist meiri háttar sigur í rétt-
indabaráttu fatlaðra.
Lögin fjalla um endurhæfingarstofnanir
og vinnustaði fyrir öryrkja, skipulag
þeirra, uppbyggingu og rekstur. I þeim eru
ákvæði um framlög og lán, sem tryggt
geta uppbyggingu þessara stofnana, en
um kostnað við aðrar framkvæmdir og
fjármögnun þeirra gegnir öðru máli.
1 þriðju og fjórðu grein laganna ræðir
um gerð 10 ára áætlunar fyrir tímabilið
1972—1982, og samræmingu endurhæf-
inga- og vinnustöðva öryrkja í landinu.
Ennfremur segir svo í sextándu grein:
„Endurhæfingarráð skal í samvinnu við
vinnumiðlunina í landinu láta gera könn-
un á atvinnulífinu með tilliti til hentugra
starfa fyrir fólk með skerta vinnugetu,
gera spjaldskrá yfir fyrirtæki, er slíkum
störfum ráða, og vinna að því, að þeir
fái aðgang að þessum störfum“.
Lög um endurhæfingu voru átta ára í
vor 14. apríl og þá voru liðin 6 ár af tíma-
bili tíu ára áætlunarinnar — 1972—1982, —
en fatlað fólk í landinu hefur enn ekki
orðið vart við áætlun þessa og ekki held-
ur „könnun á atvinnulífinu með tilliti til
hentugra starfa fyrir fólk með skerta
vinnugetu . . .“, sem um getur í 16. grein
laganna.
Sérkennilegustu er þó tíunda grein lag-
anna, sem hljóðar þannig:
„Verði halli á rekstri endurhæfingar-
stöðvar eða öryrkjuvinnustofa, getur End-
urhæfingarráð lagt til, að hann verði að
einum þriðja hluta greiddur úr atvinnu-
leysistryggingasjóði, að einum þriðja hluta
af lífeyrisdeild Tryggingastofnunar ríkis-
ins og að einum þriðja hluta af rekstrar-
aðila, og er þá stjórn atvinnuleysistrygg-
ingasjóðs og tryggingaráði, hvoru um sig,
heimilt að veita styrki samkvæmt tillög-
um endurhæfingarráðs.“
Þar sem hér ræðir um endurhæfingar-
stöðvar og öryrkjavinnustofur, sem að
hluta er ætlað að annast verkþjálfun sem
þátt í endurhæfingunni, er fyrirsjáanlegt
að þær muni ekki skila arði. En verði halli
á fyrirtækinu leyfist öðrum aðila (Endur-
hæfingarráði) að leggja til að þriðja aðila
(Atvinnuleysistryggingasjóði og lífeyris-
deild Tryggingastofnunar ríkisins) verði
heimilað að greiða hluta af hugsanlegum
rekstrarhalla. „Lög um endurhæfingu“
leggja engum þær skyldur á herðar að
SJÁLFSBJÖRG 3