Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Blaðsíða 25
(■ ii ð iu ii ii <1 iii* Löve
Minning
Það er góð tilhögun forsjónarinnar að
láta okkur ekki vita fyrirfram hvað skeð-
ur. Ekki grunaði okkur á skrifstofu ör-
yrkjabandalags Islands þegar við kvöddum
Guðmund Löve að loknum vinnudegi hinn
26. apríl s. i. að það yrði í síðasta sinn
sem við sæum hann í lifanda lífi. Hann
ætlaði aðeins að skreppa vikutíma til
Kaupmannahafnar til að sitja þar fund
Evrópufulltrúa Alþjóða Endurhæfingar-
sambandsins og heimsækja son sinn í leið-
inni. En bilið er mjótt milli blíðu og éls —
hinn 3. maí er okkur tilkynnt lát hans.
Þegar slíkar sorgarfregnir berast er líkt
og maður lamist á örsnöggri stundu —
þetta getur ekki verið satt, aðeins slæmur
draumur. En raunveruleikinn blasir við
blákaldur og þegar aðeins fer að rofa til
í huganum ber þar efst þakklæti fyrir að
hafa kynnst, starfað með og eignast vin-
áttu öðlingsins Guðmundar Löve.
Hann var fæddur í Reykjavík 13. febr-
úar 1919, sonur hjónanna Þóru Guðmundu
Jónsdóttur og Sophusar Carls Löve. Hann
ólst upp á Isafirði og lauk gagnfræðaprófi
við Gagnfræðaskóla Isafjarðar. Guðmund-
ur hugði á framhaldsnám en þær vonir
brugðust um sinn þar eð hann veiktist af
berklum 17 ára gamall og dvaldi næstu ár
á sjúkrahúsum og hælum. Á Reykjahæli
hvatti yfirlæknirinn, Óskar Einarsson,
hann til að fara í Kennaraskólann og það
gerði Guðmundur er hann útskrifaðist
þaðan. Þrisvar sinnum varð hann að hverfa
frá námi vegna berklanna, en kennaraprófi
lauk hann 1941. Síðan kenndi hann tvö ár
við Austurbæjarskólann í Reykjavík en
veiktist þá enn og dvaldist á Kristnesi,
Vífilsstöðum og Reykjalundi næstu þrjú
ár. — Það sést á þessari upptalningu að
hér var enginn venjulegur maður á ferð.
Þetta var persónuleiki sem fór fyrir björg
og brotnaði ekki, eins og sagt er í ævin-
týrunum. Og það er dæmigert fyrir Guð-
mund Löve að eftir að hafa horft upp á
svo marga menn ýmist verða dauðanum
að bráð eða koma hálförkumla á sál og
likama út úr veikindunum, að þá skyldi
hann fyrst og fremst hugsa um hvað mætti
best verða gert til þess að hjálpa þessu
fólki til að verða nýtir þjóðfélagsþegnar
á ný og öðlast trú á lífið og tilveruna.
Guðmundur talaði aldrei um sín eigin veik-
indi nema til þess að sýna fram á hvernig
áður var búið að þessu fólki og hver breyt-
ing væri orðin á högum þess nú, því mikið
hefur áunnist þó margt mætti betur fara.
Eftir að Guðmundur útskrifaðist af
Reykjalundi 1945 gerðist hann skrifstofu-
stjóri og félagsmálafulltrúi hjá SlBS og
vann þar til ársins 1961, að öryrkjabanda-
lag Islands var stofnað og hann gerðist
framkvæmdastjóri þess til dauðadags. —
Þá var berklaveikin á hröðu undanhaldi
en svo margir öryrkjar af völdum annars
konar sjúkdóma nutu nú félagslegrar hjálp-
ar Guðmundar. Hann annaðist m. a. með
SJÁLFSBJÖRG 23