Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Blaðsíða 27
EIRÍKUR ÁSGEIRSSON,
forstjári Strœtisvagna ReykjavíJcur:
Samgöngumál hreyfihamlaðra
EIRÍKUR ASGEIRSSON
Að undanförnu hefi ég kynnt mér sam-
göngumál hreyfihamlaðra í grannlöndum
okkar, upphaf þeirra og þróun hin síðari
ár. Er hér um að ræða viðamikið mál, sem
ekki verður nema að litlu leyti unnt að
gera skil í stuttri grein. Reynt verður þó
að bregða upp skyndimynd af þessum þætti
almennrar ferðaþjónustu í þéttbýli. Er þá
helst að leita fanga í Sviþjóð, en þar hefur
þessum málum verið sinnt af mikilli alúð
og skilningi í meira en áratug. Er stað-
hæft, að Sviþjóð sé þjóða fremst í þessum
efnum, a. m. k. í Vestur-Evrópu og Banda-
ríkjunum. — Strætisvagnar Gautaborgar,
(Göteborgs Sporvágar), er fyrsta fyrir-
tækið þar í landi, sem hefur skipulagðar
ferðir fyrir hreyfihamlaða. Er þessi þjón-
usta nefnd FÁRDTJÁNST og hófst hún
þar 1. apríl 1967. Áður höfðu einstaklingar
og félagasamtök sinnt þessum verkefnum
í sjálfboðavinnu og bætt þannig úr brýn-
ustu þörfum.
Hér á landi hefur samgöngumálum
hreyfihamlaðra til þessa lítið verið sinnt
af hálfu opinberra aðila að öðru leyti en
því, að hluti aðflutningsgjalda af bifreið-
um er ekki innheimtur, þegar þessir aðilar
eiga í hlut. Góðgerðafélög hafa gefið tvær
sérhannaðar bifreiðir, en félagar úr Ki-
wanishreyfingunni hafa unnið fómfúst
starf við þessa fólksflutninga.
Hvaö er hreyfihömlun?
Hreyfihömlun er margþætt, hóparnir
misstórir og þarfir einstaklinganna breyti-
legar bæði að því er varðar búnað farar-
tækjanna og gerð. Einn þarf aðstoð við
flutninga, annar ekki o. s. frv. Fæstir
þurfa á sérhönnuðum bifreiðum að halda,
svokölluðum hjólastólabifreiðum. Verður
síðar vikið að flokkun þessa hóps eftir
eðli hömlunar og fjölda. Stuðst verður við
könnun, sem gerð hefur verið í Svíþjóð.
Auk þess fólks, sem bundið er hjólastól-
um, er mikill fjöldi á einn eða annan hátt
hreyfihamlað. Er hópur aldraðra þeirra
stærstur. Blindur maður er á sinn hátt
hreyfihamlaður, fólk með fasta liði og
þroskaheftir, svo að nokkur dæmi séu
SJÁLFSBJÖRG 25