Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Blaðsíða 27

Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Blaðsíða 27
EIRÍKUR ÁSGEIRSSON, forstjári Strœtisvagna ReykjavíJcur: Samgöngumál hreyfihamlaðra EIRÍKUR ASGEIRSSON Að undanförnu hefi ég kynnt mér sam- göngumál hreyfihamlaðra í grannlöndum okkar, upphaf þeirra og þróun hin síðari ár. Er hér um að ræða viðamikið mál, sem ekki verður nema að litlu leyti unnt að gera skil í stuttri grein. Reynt verður þó að bregða upp skyndimynd af þessum þætti almennrar ferðaþjónustu í þéttbýli. Er þá helst að leita fanga í Sviþjóð, en þar hefur þessum málum verið sinnt af mikilli alúð og skilningi í meira en áratug. Er stað- hæft, að Sviþjóð sé þjóða fremst í þessum efnum, a. m. k. í Vestur-Evrópu og Banda- ríkjunum. — Strætisvagnar Gautaborgar, (Göteborgs Sporvágar), er fyrsta fyrir- tækið þar í landi, sem hefur skipulagðar ferðir fyrir hreyfihamlaða. Er þessi þjón- usta nefnd FÁRDTJÁNST og hófst hún þar 1. apríl 1967. Áður höfðu einstaklingar og félagasamtök sinnt þessum verkefnum í sjálfboðavinnu og bætt þannig úr brýn- ustu þörfum. Hér á landi hefur samgöngumálum hreyfihamlaðra til þessa lítið verið sinnt af hálfu opinberra aðila að öðru leyti en því, að hluti aðflutningsgjalda af bifreið- um er ekki innheimtur, þegar þessir aðilar eiga í hlut. Góðgerðafélög hafa gefið tvær sérhannaðar bifreiðir, en félagar úr Ki- wanishreyfingunni hafa unnið fómfúst starf við þessa fólksflutninga. Hvaö er hreyfihömlun? Hreyfihömlun er margþætt, hóparnir misstórir og þarfir einstaklinganna breyti- legar bæði að því er varðar búnað farar- tækjanna og gerð. Einn þarf aðstoð við flutninga, annar ekki o. s. frv. Fæstir þurfa á sérhönnuðum bifreiðum að halda, svokölluðum hjólastólabifreiðum. Verður síðar vikið að flokkun þessa hóps eftir eðli hömlunar og fjölda. Stuðst verður við könnun, sem gerð hefur verið í Svíþjóð. Auk þess fólks, sem bundið er hjólastól- um, er mikill fjöldi á einn eða annan hátt hreyfihamlað. Er hópur aldraðra þeirra stærstur. Blindur maður er á sinn hátt hreyfihamlaður, fólk með fasta liði og þroskaheftir, svo að nokkur dæmi séu SJÁLFSBJÖRG 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.