Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Blaðsíða 19
vegna í líkamanum, vegna þess hversu
aflbrautirnar til beggja hliða líkamans
liggja nálægt hvor annarri í heilastofni og
mænu. Vert er auðvitað að geta þess að
sé meinsemd neðar en svarar til hálshluta
mænunnar koma einkenni auðvitað ein-
göngu fram í ganglimunum.
Það er sömu sjúkdómum til að dreifa
er orsaka meinsemdir í heilastofni og
mænu og getið er í sambandi við heilann
sjálfan. Þó er það svo, að æxli og blóðrás-
artruflanir eru hvorutveggja sjaldgæf í
mænunni. Lang algengast er að mænan
skemmist vegna utanaðkomandi þrýstings
og vert er að geta þess, að mænan er sér-
staklega viðkvæmt líffæri og má aldrei
leyfa þrýsting á hana nema örfáar klukku-
stundir eigi að vera nokkur minnsta von
um varanlegan bata. Það á raunar við um
meinsemdir í taugavef, að taugavefurinn
er háþróaðasti og sérhæfðasti vefur lík-
amans og því er það svo, er hann skemm-
ist, að ekki kemur nýr taugavefur í staðinn
heldur aðeins bandvefur. Það köllum við
gjaman ör.
Áður en ég svo skil við efri hluta afl-
kerfisins er rétt að láta það koma fram, að
sé meinsemd þar beggja vegna, hefur það
áhrif á eðlilega stjóm á þvaglátum og
hægðum. Sjúklingar vita hvenær þeim er
mál, en þeir fá lítið svigrúm til að komast
á réttan stað áður en blaðra og endaþarm-
ur hafa tæmt sig án þess að þeir fái við
ráðið. Þetta er erfitt viðureignar þótt
stundum megi hafa á þetta dálítil áhrif
með Iyfjum. Oftar verður þó að gripa tii
erfiðrar þjálfunar eða gripa til annarra
ráða eins og þvagleggs og poka við enda-
þarm.
Meinsemdir i neðri hluta aflkerfis.
Ef meinsemd er í neðri hluta aflkerfis-
ins er útbreiðsla einkenna oft nokkuð
óregluleg eftir því hvaða taugar, tauga-
rætur eða vöðvar eru sjúkir. Það er hins
vegar sameiginlegt meinsemdum í neðri
hluta aflkerfisins, að máttleysi kemur auð-
vitað fram og hinir máttlausu limir eru
slappir, þeir xýma og sinaviðbrögð eru
dauf eða hverfa með öllu. Orsakir em
þekktar fyrir sumum þessara sjúkdóma og
má þá lækna suma þeirra og náist til
þeirra snemma, þarf ekki að verða mikill
skaði i taugavef og þar með ekki umtals-
verð bæklun. Þá eru orsakir þekktar fyrir
öðru, en því miður engin lækning ennþá
til og loks eru svo allt of margir sjúkdómar,
þar sem orsökin er ókunn og því ekki upp
á neina afgerandi lækningu að bjóða. Af
sjúkdómum í neðri hluta aflkerfisins leiðir
yfirleitt mikla bæklun, þótt oft geti hún
sem betur fer verið mjög staðbundin. Mátt-
leysið verður að vonum mjög mikið, m. a.
vegna þess hve hratt vöðvarnir vilja rýma.
Hér gagnar því æfingameðferð oft ekki
svo mjög og grípa verður fljótt til útbún-
aðar til þess að vega upp á móti máttleys-
inu og hinum mikla slappleika sem í lim-
unum er og séu einkenni sjúkdómsins út-
breidd, verður raunar fyrr en siðar að
grípa til hjólastóls.
Sem dæmi um meinsemd af þessu tagi
skal nefnd lömunarveiki, en þar vei’ða
skemmdir í framhornum mænunnar.
Sem betur fer er þessi meinsemd venju-
lega tiltölulega staðbundin við einhvem
hluta framhoi’nanna og kemur því lömun-
in fram t. d. í öði’um ganglim eða báðum
eða um handlegg. Það verður fljótt mikil
rýrnun og mikið máttleysi. Þessi sjúkdóm-
ur hefur sinn gang og líkaminn vinnur á
honum að lokum svo að hann fer ekki
frekar vaxandi eftir að mótefnamyndun
líkamans hefur komist á ákveðið stig. Hins
vegar vitum við að besta vörnin við þess-
um sjúkdómi í dag er bólusetning.
Annað dæmi um sjúkdóma í neðri hluta
aflkerfisins eru bólgur í svokölluðum út-
SJÁLFSBJÖRG 17