Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Blaðsíða 22
þetta raunar einnig við um Parkinson-
veikina þegar skjálfti er mjög áþerandi
einkenni.
Meinsemdir í skynkerfi.
Enn er svo þess að geta að til þess að
hreyfing sé eðlileg þarf öll skynjun að vera
í lagi. Ég mun ekki fjalla hér um truflaðar
hreyfingar sem leiðir af blindu, og í raun-
inni þarf hreyfing ekki að verða um of
óeðlileg, þótt við finnum ekki eðlilega
snertingu eða sársauka. Hins vegar truflar
það mjög allar hreyfingar ef stöðuskynið
bregst. Stöðuskynið gefur okkur til kynna
hvar limir eru og hver afstaða þeirra er
hvers til annars og gagnvart bol og höfði.
Bregðist þessi skynjun getum við ekki
notað hendur nema horfa ávallt á þær og
jafnvel það dugar ekki til svo handahreyf-
ingar og notkun handa verði eðlileg. Með
sama hætti verður göngulag mjög óöruggt,
því við vitum ekki nákvæmlega hvenær
fóturinn hittir það sem á er gengið, vitum
í rauninni ekki hvar fóturinn er nákvæm-
lega nema hafa alltaf augun á honum. Því
vill göngulagið verða breiðspora og sjúkl-
ingarnir reika og hætt er við falli. Það þarf
tæplega að taka fram, að oft halda utanað-
komandi að hér sé drukkið fólk á ferð.
f einstökum tilfellum liggja hér að baki
sjúkdómar sem hægt er að laga og upp-
götvist þeir í tæka tíð, geta öll einkenni
horfið. Finnist hins vegar ekki orsökin
eða þá að einkenni hafa staðið það lengi
að meinsemd er komin í taugavefinn, vilja
einkennin að vonum sitja eftir, þótt takist
að ráða bót á undirliggjandi sjúkdómi. Þá
verður aðeins hægt að koma við æfingum
sem oft eru erfiðar og verður fljótt að
gripa til hjálpartækja.
Lokaorð.
Ég mun ekki hafa þetta lengra. Hér er
ekki um neinn tæmandi fróðleik að ræða
enda ekki til þess ætlast.
Ég hef ekki nefnt marga sjúkdóma sér-
staklega, enda gerir það út af fyrir sig
ekkert til, en þó er það svo í því sambandi
að upp í huga mér kemur sérstakur bækl-
unarsjúkdómur sem kallaður er heila- og
mænusigg (multiple sclerosis) og því kem-
ur hann í huga mér, að ég hef í þessu
greinarkorni fjallað um bæklanir eftir því
í hvaða hluta taugakerfisins meinsemdin
væri og jafnframt sem væri hún ávallt á
einum stað. Hitt er auðvitað jafn oft, að
fleiri en einn hluti taugakerfisins líður
vegna meinsemdar og tekur þá bæklunin
á sig fjölbreyttari mynd, þ. e. a. s. ekki
aðeins máttleysi, hvort heldur er stirt eða
slappt, heldur einnig stjórnleysi eða
skjálfta svo annað sé nefnt.
Heila- og mænusigg er gott dæmi um
þetta. Sjúkdómur þessi kemur i köstum.
Meinsemd myndast á einum stað og skap-
ar þá ákveðna bæklun. Hún getur því næst
komið á annan stað í taugakerfinu og skap-
að nýja mynd bæklunar. Þannig getur
þetta gengið áfram og að lokum situr sjúkl-
ingur eftir með bæklun, þar sem einkenni
má rekja til nánast allra hluta taugakerf-
isins.
Sem betur fer eru málin ekki alveg
svona einföld í sjúkdómum heila- og mænu-
siggs. Stundum koma köstin ekki hvert
eftir annað og stundum skilur hver mein-
semd eftir sig lítil merki eða engin, svo
heildarbæklun sem eftir stendur verður
smá og sem betur fer stundum ekki um-
talsverð. Allur er þessi sjúkdómur svo sér-
stakur, að hann verðskuldar sérstaka um-
ræðu og mun ég því fjalla um hann einan
sér í annarri grein.
Tilgangur með þessu greinarkorni var
því kannski fyrst og fremst sá að vekja
athygli á þvi, að öll bæklun, að undanskil-
inni slæmri liðagigt, er vegna meinsemda
í taugakerfi líkamans. Ætlunin var einnig
að vekja athygli á þvi, að eftir því hvar
20 SJÁLFSBJÖRG