Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Blaðsíða 21
Því aðeins er hægt að ráða bót á þessu
svo afgerandi sé, að til grundvallar ein-
kennum liggi læknanlegir sjúkdómar eða
starfsemi litla heilans hafi truflast, t. d.
vegna lyfja, sem gefin hafa verið í lækn-
ingaskyni eins og t. d. á við um sum lyf
gegn flogaveiki. Miklu oftar er það þó svo,
að enda þótt hægt sé að nema meinsemd-
ina í burtu eða með öðrum hætti að ráða
bót á undirliggjandi sjúkdómi, þá hverfa
ekki einkennin, hafi þau fengið að standa
nokkurn tíma. Þá er það æfingameðferðin
ein er að gagni má verða, en hún er oft
mjög erfið í þessum tilvikum og styrktar-
og öryggisbúnaður er að öllu jöfnu nauð-
synlegur.
Meinsemdir í djúpkjörnum heilans.
Enn taka svo þátt í mótun eðlilegrar
hreyfingar sérstakir kjarnar, sem liggja
djúpt í heilanum og senda boð sín út um
aflkerfið og hafa á það áhrif. Þessir kjarn-
ar samræma hreyfingar og viðhalda eðli-
legu viðnámi í vöðvunum og talið er að
þeir gefi frá sér tvenns konar efni og að
ekki sé að vænta neinna sjúkdóma er
rekja megi til truflaðrar starfsemi þess-
ara kjarna svo lengi sem eðlilegt og heil-
brigt jafnvægi er milli þessara tveggja
efna. Raskist það hins vegar koma fram
margvislegar sjúkdómsmyndir, sem lýsa
sér fyrst og fremst með margvíslegum,
ósjálfráðum hreyfingum, stirðleika og oft
mjög ankannalegri stöðu á bol og líkama,
auk þess sem öll, bæði andleg og líkamleg
starfsemi verður óeðlilega hæg.
Best þekkti sjúkdómurinn, sem stafar
af truflaðri starfsemi þessara djúpkjama
heilans er svonefnd Parkinson-veiki. Á
henni höfum við öðlast nokkurn skilning.
I þessum sjúkdómi sýnist vanta annað
þeirra efna sem áður er um getið og sé
fólki með Parkinson-veiki gefið þetta efni
má vænta mikils bata og jafnframt að
sjúkdómurinn gangi afar hægt fyrir sig
og jafnvel versni alls ekki svo árum eða
áratugum skiptir. Parkinson-veikin er ann-
ars mikil bæklun með stirðleika, sem gerir
alla hreyfingu hæga og þar með göngu-
lagið stíft og í stuttum skrefum, handa-
sveifiur litlar og svipbrigði fátækleg auk
þess sem fylgir vel þekktur skjálfti. — 1
hinni venjulegu Parkinson-veiki eru sjúk-
lingar í raun hins vegar alveg andlega
heilbrigðir, en hugsunin eða tjáning henn-
ar er hins vegar oft óeðlilega hæg eins og
allar aðrar athafnir þessara sjúklinga.
Æfingameðferð er öllum sjúklingum
með Parkinson-veiki mjög mikilsverð, en
lyfjameðferðin hefur þó valdið mestum
straumhvörfum í allri meðferð á Parkin-
son-veiki, þannig að þeir sjúklingar, sem
af þessari veiki líða, þurfa nú ekki að
kvíða jafn miklu og áður var og sem bet-
ur fer eru nú margir sjúklingar með Park-
inson-veiki hér á landi, sem bera engin
merki veikinnar utan á sér og eiga ekki
af hennar völdum við neina umtalsverða
bæklun að stríða.
Allir aðrir sjúkdómar, sem stafa af trufl-
aðri starfsemi djúpkjarna heilans, eru til-
tölulega fágætir og lýsa sér oftast með
mjög miklum ósjálfráðum hreyfingum eða
ankannalegri stöðu á bol og útlimum.
Slíka sjúklinga sjáum við hér annað slagið
og geta þeir vel að öllu öðru leyti verið
fullkomlega heilbrigðir. Þessar ósjálfráðu
hreyfingar há sjúklingum verulega við
allar athafnir. Oft er þetta meðfætt ástand
sem í raun fer ekkert versnandi, en stund-
um afleiðing af heilaslysum eða heila-
bólgu og stöku sinnum til komið vegna
lyfja, en hverfur þó venjulegast þegar
lyfjagjöf er hætt. Sumar þessara ósjálf-
ráðu hreyfinga má lagfæra með skurðað-
gerð í heila, en slíkar aðgerðir eru að
vonum ekki hættulausar og bati ekki
tryggður, hvorki í bráð eða lengd og á
SJÁLFSBJÖRG 19