Fréttablaðið - 12.02.2022, Blaðsíða 75

Fréttablaðið - 12.02.2022, Blaðsíða 75
Á meðan Hellisheiðin var lokuð í þrjá daga gátu útivistargestir notið skjólsins í Heiðmörk, þar sem á hverjum degi voru um þrjú þúsund manns á gönguskíðum í logninu í skóginum. arnartomas@frettabladid.is Skógræktarfélag Reykjavíkur og Skíða- göngufélagið Ullur standa að skíða- göngudegi í Heiðmörk í dag, í samstarfi við Fjallakofann og norska sendiráðið. Tilefni dagsins er að vígja nýja göngu- skíðabraut sem tengir Hjallahringinn við Elliðavatnsbæinn. „Skjólið í skóginum hefur sýnt gildi sitt í veðrinu undanfarna daga,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmda- stjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. „Á meðan Hellisheiðin var lokuð í þrjá daga gátu útivistargestir notið skjólsins í Heið- mörk, þar sem á hverjum degi voru um þrjú þúsund manns á gönguskíðum í logninu í skóginum.“ Gönguskíðaleiðin sem vígð verður í dag var lögð síðasta sumar og mun auka aðgengi að skíðabrautum í Heiðmörk. „Við erum í samstarfi við Reykjavíkur- borg um að rutt verði að Elliðavatns- bænum, þar sem leiðin hefst,“ segir hún. „Aðgengi að útivistarsvæðinu í Heiðmörk hefur verið bætt til muna, gönguskíða- fólki til mikillar gleði, enda er bílastæðið í þessum töluðu orðum troðfullt. Það er magnað að sjá hvað það eru margir að njóta veðursins og þessa einstaka umhverfis sem skógurinn veitir.“ Í tilefni dagsins verður boðið upp á fjölskyldudagskrá í Heiðmörk í dag, þar sem áhugasömum gefst tækifæri til að prófa gönguskíði. Þá verður einnig vígð gjöf frá norska sendiráðinu, sem Auður lýsir sem eins konar gönguskíðaþrautum til að æfa leikni á skíðunum. „Þetta er frá Norska skíðasamband- inu og er þeirra aðferð til að þróa jafn- vægi og leikni á gönguskíðunum,“ segir Auður. „Vonandi getum við farið að státa af Ólympíugulli ef börnin okkar verða nógu flink, og þessi aðstaða hjálpar þar til.“ Auður hvetur fólk til að sækja dag- skrána í dag þar sem boðið verður upp á kökur, kaffi, varðeld og fleira. „Þetta er skógarstemning sem við erum að skapa með þessum góðu samstarfsaðilum og er góð leið til að kynnast gönguskíðum.“ n Gönguskíðadagur í Heiðmörk Norðurljósa- dýrðin yfir Heiðmörk á dögunum jók enn fegurð skógarins. MYND/KOLBRÚN DRÖFN RAGNARS- DÓTTIR Nýja brautin mun auka aðgengi að skíðabrautum Heiðmerkur til muna. MYND/AÐSEND Auður Kjartansdóttir. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Sædís Geirmundsdóttir Skipalóni 24, Hafnarfirði, lést á Sólvangi sunnudaginn 6. febrúar. Útför verður auglýst síðar. Snæþór Aðalsteinsson Gudmund, Árni Geir, Aðalsteinn Örn og Sólrún tengdabörn og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ásta Marí Brekkan Pétursdóttir Kjartansgötu 4, Borgarnesi, lést á hjúkrunarheimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi þriðjudaginn 18. janúar. Útför hennar fer fram frá Borgarneskirkju föstudaginn 18. febrúar kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarkort Brákarhlíðar. Útförinni verður einnig streymt á www.kvikborg.is Indriði Björnsson Þór Indriðason Luisa Saldana Björn Indriðason Kristjana Hrafnkelsdóttir Guðfinna Indriðadóttir Stefán Gunnar Ármannsson Rúnar Örn Indriðason Helga Indriðadóttir ömmubörn og langömmubörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Magnea Ólöf Jónsdóttir lést 5. febrúar á líknardeild Landspítalans. Útförin fer fram frá Langholtskirkju þann 18. febrúar kl. 15.00. Sævar Daníelsson Jökull Sævarsson Íris Sævarsdóttir Erik Robert Qvick Patrik Írisarson Santos Elskulegur faðir okkar, afi og langafi, Þorsteinn Gíslason matsveinn, lést á Hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn 6. febrúar. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 17. febrúar kl. 13.00. Allir hjartanlega velkomnir. Ingimar Þorsteinsson Kristín Þorsteinsdóttir Steinar Þorsteinsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, systir, frænka og vinkona, Svana Ingvaldsdóttir rakari og hársnyrtir, lést á Landspítalanum Hringbraut föstudaginn 4. febrúar. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju föstudaginn 18. febrúar kl. 13. Sérstakar þakkir til starfsmanna gjörgæslunnar, fyrir umönnun og hlýjar móttökur. Allir hjartanlega velkomnir, engar samkomutakmarkanir eru í gildi, en grímuskylda. Streymi verður auglýst síðar. Róbert Ingi Richardsson Ágústa Jónasdóttir Eva Rós Gústavsdóttir Ólafur Magnússon Helga Hafdal Jónsdóttir Snædís Lilja Ólafsdóttir systkini, frændfólk og vinir. Okkar ástkæra móðurblóm, Viktoría Skúladóttir garðyrkjufræðingur, lést 4. febrúar á Hrafnistu, Hafnarfirði. Útförin fer fram frá Bessastaðakirkju þriðjudaginn 15. febrúar kl. 15. Allir hjartanlega velkomnir. Jens Guðbjörnsson Valgerður Júlíusdóttir Daði Guðbjörnsson Soffía Þorsteinsdóttir Guðbjörn Guðbjörnsson Gunnar Guðbjörnsson Ólöf Breiðfjörð ömmubörn og langömmubörn. Eiginkona mín og systir mín, Steinunn Guðjónsdóttir Safamýri 54, lést á hjúkrunarheimilinu Mörk 1. febrúar. Útför hennar fer fram frá Grensáskirkju, mánudaginn 14. febrúar kl. 13.00. Birgir Aðalsteinsson og fjölskylda Stefán Ingi Guðjónsson og fjölskylda Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Rún Pétursdóttir Austurvegi 5, Grindavík, lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð, sunnudaginn 30. janúar. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju miðvikudaginn 16. febrúar klukkan 13. Innilegar þakkir til allra, fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýju. Sérstakar þakkir til starfsfólks Víðihlíðar, fyrir veitta aðstoð og umhyggju. Ingólfur Júlíusson Júlíus Pétur Ingólfsson Bryndís Ó. Guðjónsdóttir Emil Helgi Ingólfsson Inga Björk Runólfsdóttir Pálmi Hafþór Ingólfsson Christine Buchholz Sigríður Hildur Ingólfsdóttir Svanur Karl Friðjónsson Bergur Þór Ingólfsson Eva Vala Guðjónsdóttir Ingólfur Rúnar Ingólfsson barnabörn og barnabarnabörn. FRÉTTABLAÐIÐLAUGARDAGUR 12. febrúar 2022 Tímamót 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.