Fréttablaðið - 12.02.2022, Side 96

Fréttablaðið - 12.02.2022, Side 96
frettabladid.is 550 5000 RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is Óttars Guðmundssonar n Bakþankar Með aldrinum breytast áherslur lífsins. Fæstir hafa lengur metnað til að hlaupa maraþon eða komast uppá Hvannadalshnúk. Smám saman er markið sett lægra og lægra. Reglulegar hægðir og vand- ræðalaus þvaglát verða viðmið skemmtilegs lífs. Eftirspurn eftir ellilífeyrisþegum er lítil sem engin. Eina fólkið sem sýnir þeim alvöru áhuga eru fasteignasalar sem vilja selja sérhæðina eða húsið í skiptum fyrir rándýra íbúð í elliblokk með lyftu og neyðarhnöppum. Ferða- skrifstofueigendur selja staðl- aðar eldri borgara ferðir þar sem harmónikkuleikari og hjúkrunar- fræðingur fylgja með í kaupunum. Lífið er orðið að biðsal eftir engu. „Mér leiðist,“ sagði gamall kunn- ingi minn úr Lauganesskólanum á dögunum. „Ég byrjaði að skrifa ævisögu mína en enginn útgefandi hafði áhuga á handritinu. Enginn flokkur hringdi í mig á kosninga- daginn. Ekkert podkast vill tala við mig. Tilbreytingarleysið er algjört. Ég hef heldur aldrei lent í neinum hneykslanlegum ástarævintýrum. Reyndar keypti ég mér einu sinni gleðikonu í Hamborg. En hún er sennilega löngu dáin eða komin á hjúkrunarheimili svo ekki verður hún til frásagnar. Það gerist svo fátt í mínu lífi að það er tilhlökkunar- efni að endurnýja ökuskírteinið. Ég er líka einn af sárafáum sem tengi engan veginn við Verbúðina.“ Hann stundi þungan. „Ég er hættur að lesa neitt í blöðunum nema fréttir sem eru mér að skapi og minningargreinar. Eina leiðin til að öðlast tilgang í tilveruna er að fá einhvern sjaldgæfan sjúkdóm. Þá gæti ég bloggað frá sjúkrabeðnum sem mundi kannski vekja ein- hverja athygli á mér! Hann hvarf útí snjófjúkið og leit ekki um öxl. n Raunir eldri borgarans STREYMISVEITA 3.990 kr./mán. BYRJAÐU AÐ HORFA! Tryggðu þér áskrift á stod2plus.is Takk, kolefnisjafnarar Orkunnar As tri d Lin dg re n

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.