Fréttablaðið - 12.02.2022, Side 82

Fréttablaðið - 12.02.2022, Side 82
Tengiltvinnútgáfan verður með sex þrepa sjálfskiptingu og skilar 271 hestafli. Einnig er von á stærri CX-80 sem verður með auka sætaröð ásamt tengiltvinnútfærslu. njall@frettabladid.is Cadillac hefur staðfest að merkið mun taka þátt í Le Mans kapp- akstrinum árið 2023 með nýja GTP-ofurbílnum. Bíllinn keppir í IMSA-sportbílakappakstrinum í Bandaríkjunum, en mun einnig núna keppa í þolkappakstri FIA í Evrópu, en Le Mans 24 klukkustunda kappaksturinn er þar á meðal. Cadillac hefur ekki tekið þátt í Le Mans síðan 2002, en mun nú etja kappi við merki eins og Acura, Audi, BMW og Porsche. Í GTP-flokknum eru fjögur fyrirtæki sem sjá um að skaffa undirvagna, en Cadillac- bíllinn mun notast við undirvagn frá Dallara á Ítalíu. Vélin kemur frá Cadillac ásamt tvinnbúnaði þeim sem nauðsynlegur er fyrir bílana í þessum flokki. n Cadillac keppir í Le Mans 2023 GTP ofurbíll Cadillac er sá fyrsti sem tekur þátt í Le Mans í tvo áratugi. njall@frettabladid.is Mazda hefur tilkynnt um nokkrar tækniupplýsingar nýs CX-60, sem frumsýndur verður 8. mars. Hann mun meðal annars koma í tengil- tvinnútgáfu, sem er fyrsti slíki bíll merkisins. Sú útgáfa verður með 2,5 lítra bensínvél og yfir 300 hestöf l að sögn Mazda. Ekki hefur verið tilkynnt um stærð rafhlöðu, en til þess að vera samkeppnishæf þarf hún að hafa allavega 60 km drægi. Einnig er von á stærri CX-80 áður Mazda CX-60 sem tengiltvinnbíll en tekur ekki við af CX-5 Með tilkynningunni var mynd sem sýnir aðalljós CX-60. njall@frettabladid.is Í vikunni var tilkynnt hvaða tíu bílar væru komnir í úrslit í valinu á Heimsbíl ársins 2022. Á listanum eru fjórir raf bílar en þeir eru Audi Q4 e-tron, Kia EV6, Hyundai Ioniq 5 og Ford Mustang Mache-E. Aðrir á lista eru Hyundai Tucson, Toyota GR86, Cupra Formentor, Genesis G70, Lexus NX og Honda Civic. Tilkynnt verður um valið á Bíla- sýningunni í New York þann 13. apríl næstkomandi, en einnig verður tilkynnt hvaða þrír bílar komast í lokaúrslit í hverjum flokki um miðjan marsmánuð. Tilkynnt er um fleiri f lokka en í aðalvalinu sjálfu, en valinn er raf bíll ársins, sportbíll ársins, lúxusbíll ársins, borgarbíll ársins og hönnun ársins. Í dómnefndinni eru 102 bílablaða- menn víðs vegar að. n Lokalisti kynntur í Heimsbíl ársins Verðlaunin voru fyrst veitt 2004 og eru ein eftirsóttastu í bílaheiminum. Smart hefur tilkynnt um nafn nýja rafjepplingsins sem frumsýndur verður seinna á árinu, auk þess að láta frá sér myndir af bílnum við vetrar- prófanir. Fær hann nafnið #1 eða myllumerki 1 og er með því ætlað að höfða til yngri kaupendahóps. Eins er þetta breyting á nafnakerfi merkisins, sem er í algerri endurnýjun undir sameigin- legu eignarhaldi Mercedes og Geely. njall@frettabladid.is Nýr Smart #1  verður heimsfrum- sýndur á fyrri helmingi þessa árs, en Smart #1 kemur á markað í Evr- ópu um mitt ár 2023 og að sögn Jón- asar Kára Eiríkssonar, vörustjóra Öskju, munu fyrstu bílar verða afhentir hér á landi síðar á því ári eða í upphafi árs 2024. „Verð liggur ekki fyrir en Smart hefur gefið það út að þeir ætli sér að koma inn á markaðinn af krafti með framúr- skarandi vöru, hvort sem snýr að tengimöguleikum, tækni eða hönnun. Það má því reikna með að hér verði gríðarlega spennandi bíll á ferðinni,“ segir Jónas. Aðspurður sagði Jónas að Smart-bílar myndu hafa aðsetur á Krókhálsi en  gat ekki gefið nánari upplýsingar að svo stöddu. Smart fær nafnið #1 og kemur á markað um mitt næsta ár Myndin er frá vetrarprófunum í Kína þar sem bíllinn verður framleiddur. njall@frettabladid.is Alfa Romeo kynnti á dögunum fyrsta tengiltvinnbíl sinn, nýja Tonale-smájepplinginn. Frum- sýning hans hefur tafist nokkuð, en tilraunaútgáfa hans var fyrst sýnd fyrir þremur árum síðan. Í Evrópu verður Tonale seldur með tvinntækni og sem tengil- tvinnbíll. Í tengiltvinnútgáfunni er hann búinn 1,3 lítra bensínvél með forþjöppu, sem er sú sama og er notuð hjá Jeep. Við hana er sex þrepa sjálfskipting og rafmótor fyrir afturdrifið, en samtals mun sú útgáfa skila 271 hestafli. Fyrir vikið verður hann nokkuð snöggur, eða aðeins 6,2 sekúndur í hundraðið. Raf hlaðan er 15,5 kWst og er drægið 60 km. Einnig kemur Tonale með 1,5 lítra bensínvél með 48V tvinnútfærslu en í tveimur kraft- útfærslum, 128 og 158 hestaf la. Báðar útgáfur verða með sjö þrepa sjálfskiptingu. en engin beinskipt- ing verður í boði. Tonale verður á MacPherson- fjöðrun með stillanlega dempara sem staðalbúnað. Sala á bílnum hefst í apríl en ekki er vitað hvort bíllinn verði seldur hér. n Alfa Romeo Tonale frumsýndur ytra Að innan er nýtt mælaborð með 12,3 tommu mælaborðsskjá og 10,25 tommu upplýsingaskjá. Tvær útgáfur verða í boði af Tonale, sem heita Super og Ti, en sala á bílnum í Evrópu hefst í apríl. Að sögn hönnuða Smart er bíll- inn hannaður með lágan loftflæði- stuðul, eða 0,29 Cd, en það næst með innfelldum hurðahandföngum og virku grilli, sem opnast eða lokast þegar þess er þörf. Bíllinn er rúmir fjórir metrar að lengd, sem þýðir að hann er í sama stærðarflokki og Opel Mokka og Peugeot 2008 sem dæmi. Að sögn verður bíllinn með besta innanrýmið í flokknum, en undir- vagninn verður að öllum líkindum nýi SEA raf bílaundirvagninn sem verður einnig undir nýjum bíl frá Volvo í sömu stærð. Sá undirvagn á að geta verið með rafhlöðu frá 55-100 kWst. Bíllinn verður fram- leiddur í Kína í verksmiðju Geely í Xi’an, en þar verður hægt að fram- leiða allt að 300.000 bíla á ári. n en langt um líður, en báðir verða byggðir á sama skalanlega undir- vagninum. CX-80 verður með auka sætaröð og þar af leiðandi líklega meira hjólhafi. Einnig verða sex strokka línuvélar í boði í báðum bílunum með 48V tvinnbúnaði, en einnig er von á dísilvél með slíkri tvinnútfærslu. Fyrir Bandaríkin verða breiðari útgáfur í boði sem heita munu CX-70 og CX-90. CX-60 mun ekki taka við af CX-5 í Evr- ópu heldur verða fyrir ofan hann í stærð. n BÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 12. febrúar 2022 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.