Fréttablaðið - 12.02.2022, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 12.02.2022, Blaðsíða 84
Mér finnst gaman að kenna. List fyrir alla auglýsir eftir umsóknum um listviðburði eða verkefni á svið barnamenningar fyrir grunnskólabörn List fyrir alla er barnamenningarverkefni á vegum mennta- og menningar- málaráðuneytis, sem ætlað er að miðla listviðburðum til barna og ungmenna um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Starfandi listamenn sem og stofnanir og aðrir lögaðilar er sinna barnamenningu á einhvern hátt geta sótt um. Umsóknarfrestur er til 14. mars 2022. MAT Á UMSÓKNUM Valnefnd metur umsóknir og gildi þeirra með hliðsjón af því hvernig þær falla að markmiðum verkefnisins List fyrir alla. Listviðburðir og verkefni skulu í öllum tilvikum unnin af metnaði og af fagfólki. Við mat á umsóknum er valnefnd heimilt að leita umsagnar, gerist þess þörf. Ákvörðun úthlutunar mun liggja fyrir eigi síðar en 20. maí 2022. Umsækjendum er gert að sækja um á rafrænu formi á heimasíðu List fyrir alla, www.listfyriralla.is Buxnadragt, er yfirskrift sýningar á verkum Lóu Hjálmtýsdóttur í Listasafni Árnesinga. Sýningarstjóri er Erin Honeycutt. „Ég er að sýna málverk, teikningar og bækur, framhald af myndasögu sem ég hef verið að gera. Verkin þróuðust úr myndasögum í mál- verk og málverkum yfir í klippi- myndir,“ segir Lóa. Hún segist með sýningunni vera að reyna að svara spurningunni: Hvernig er hægt að vera stórkost- legt sköpunarverk en á sama tíma svona hallærisleg manneskja? Spurð hvert sé svarið við spurn- ingunni segir hún: „Það þarf ekkert endilega að svara spurningunni. Það rúmast fáránlegar andstæður í sömu manneskjunni. Verkin sýna fólk vera að reyna að gera eitthvað og enginn veit af hverju. Ég er ekki í neinni vísindalegri rannsókn, mér finnst bara gaman að hugsa um af hverju fólk gerir það sem það gerir.“ Mismikið pláss Lóa sýnir blaðamanni tvö verk, annað sem hún segir vera ljótt og hitt segir hún vera eitt af uppá- haldsverkum sínum á sýningunni. Annað verkið heitir Manneskja finnur nýjan ömurlegan sjúkdóm í Amazon frumskóginum. „Það snýst um það að alltaf kemur ný pest og Ekki í vísindalegri rannsókn Það rúmast fáránlegar and- stæður í sömu manneskjunni, segir Lóa. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb @frettabladid.is þess vegna hafði ég það meðvitað í litum sem mér þykja ljótir.“ Hitt verkið heitir Maður í stellingu sem er óþægileg fyrir alla nema hann. „Mér finnst svo áhugavert hvað fólk tekur mismikið pláss í tilverunni. Sjálf hef ég tilhneigingu til að taka lítið pláss,“ segir hún. Flest verkin eru af konum. „Mér finnst skemmtilegra að teikna þær en karla, kannski af því að konur hafa gegnum tíðina mátt gera miklu meira í tísku en þeir. Mér finnst líka þægilegast að tala út frá sjálfri mér, ég er 42 ára kona og það endurspeglast í verkunum.“ Drama og óréttlæti Sýningin heitir Buxnadragt og tuttugu myndir á sýningunni sýna mismunandi tillögur Lóu að buxnadragt. „Buxnadragt er tákn fyrir fyrirtækjamenningu og þótt myndirnar virðist vera fíf lagangur þá eiga þær að sýna dramað á bak við f yrirtækjamenninguna og óréttlætið sem þrífst þar,“ segir hún. Hún verður með vinnustofu á sýningartímanum, sem er hluti af fræðsludagskrá listasafnsins. „Mér finnst gaman að kenna fólki að taka fíf lagangi eins og mínum alvarlega. Það er líka gaman að skapa stað þar sem hægt er að gera eitt og annað og það þarf ekkert endilega að vera sérstakur tilgangur með því.“ ■ Í dag, 12. febrúar, heldur Félag um átjándu aldar fræði málþing í Þjóð- arbókhlöðu, fyrirlestrasal á 2. hæð, undir yfirskriftinni: Af nýjum rann- sóknum sagnfræðinga á sögu Íslands á átjándu og nítjándu öld. Málþingið hefst klukkan 13.30. Ragnhildur Anna Kjartansdóttir sagnfræðingur: Fóðrun og hagaganga aðkomufjár í kvikfjártalinu 1703. Ása Ester Sigurðardóttir sagnfræð- ingur: Út fyrir mörk kvenleikans á nítjándu öld. Kristjana Vigdís Ingvadóttir s ag n f r æði ng u r : Um not k u n dönsku og erlend áhrif á íslensku. Arnór Gunnar Gunnarsson sagn- fræðingur: Grikkland norðursins? Umfjöllun Íslendinga um gríska sjálfstæðisstríðið 1821–1830. Fundarstjóri verður Atli Þór Krist- insson sagnfræðingur. ■ Nýjar rannsóknir á sögu Íslands kolbrunb@frettabladid.is Kveikja er hugvekja lista og fræða um eld, innblástur, skynjun og sköpunarferli. Fyrsta Kveikja árs- ins verður haldin miðvikudaginn 16. febrúar klukkan 17.15 í Borgar- bókasafninu Kringlunni. Þar munu Ingibjörg Magnadóttir leikskáld og Friðgeir Einarsson fjalla um listina að skrifa fyrir svið, bæði gjörninga- og leikhúslist, en þau hafa bæði inn- sýn og reynslu af performatívum skrifum. Ingibjörg vinnur einna helst með gjörningaformið í list sinni og Frið- geir hefur skrifað bækur og unnið sem leikari, leikstjóri og leikskáld. ■ Listin að skrifa fyrir svið Friðgeir Einars- son, rithöfundur og sviðslista- maður. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Kveikja Röð viðburða á þremur söfnum Borgarbókasafnsins í febrúar og mars: ■ Að skrifa fyrir leikhús, Borg- arbókasafnið Kringlunni, 16. febrúar, kl. 17.15-18.15 ■ Listin að skynja og þýða heimsbókmenntir, Borgar- bókasafnið Gerðubergi, 23. febrúar kl. 20.00-21.00 ■ Innblástur – bakvið tungu- málið, Borgarbókasafnið Grófinni, 23. mars, kl. 17.15- 18.15 44 Menning 12. febrúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 12. febrúar 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.