Fréttablaðið - 12.02.2022, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 12.02.2022, Blaðsíða 8
Núningur á milli Rúss- lands og NATO hefur ekki verið jafn mikill síðan í kalda stríðinu. H N O T S K Ó G U R g ra fí sk h ö n n u n Auglýst er eftir umsóknum um árlega styrki úr Barna- menningarsjóði Íslands. Hlutverk sjóðsins er að styðja fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi. Verkefni sem stuðla að lýðræðislegri virkni barna í samfélaginu eða taka mið af inntaki Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hafa sérstakt vægi. Áhersla er lögð á samstarf tveggja aðila eða fleiri, svo sem menningarstofnana, skóla, listafólks og félagasamtaka og er hvatt til þess að samstarfsverkefni séu unnin í samstarfi ólíkra aðila, t.d. að stofnanir leiti samstarfs við skapandi fólk fremur en við aðrar stofnanir. Ef umsækjandi hefur þegar hlotið styrk úr sjóðnum kemur ný umsókn ekki til álita nema að loka- eða áfangaskýrslu sé skilað fyrir umsóknarfrest. Umsóknarfrestur rennur út 4. apríl 2022 kl. 15.00. Sjóðurinn er átaksverkefni til fimm ára, stofnaður í tilefni aldarafmælis fullveldisins á hátíðarfundi Alþingis 18. júlí 2018. Reglur sjóðsins og umsóknargögn er að finna á barnamenningarsjodur.is. Umsóknum, áfanga- og lokaskýrslum skal skila á rafrænu formi. Rannís, Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími 515 5800, barnamenningarsjodur@rannis.is Styrkir úr Barnamenningarsjóði Umsóknarfrestur er til 4. apríl 2022 Spennan á landamærum Rússlands og Úkraínu fer sívaxandi og að sögn leiðtoga úkraínskra andspyrnuafla í landinu gæti allt keyrt um koll á hverri stundu. Banda- ríkjaforseti tekur undir þau orð og sagði að „allt gæti farið á versta veg á örskotsstundu“. ninarichter@frettabladid.is UTANRÍKISMÁL Breska utanríkis- ráðuneytið sendi í gær út tilmæli þess efnis að breskir ríkisborgarar ferðuðust ekki til Úkraínu og skip- uðu þeim sem þar væru að yfirgefa landið án tafar. Er þetta svar við yfirlýsingu Joes Biden Bandaríkja- forseta, sem sendi í gær út tilkynn- ingu þess efnis að allir Bandaríkja- menn skyldu snúa heim frá Úkraínu þegar í stað, ellegar yrðu þeir ekki sóttir ef til átaka kæmi í landinu. Talsmenn Bandaríkjastjórnar fullyrða við fjölmiðla vestra að tíðar og opinskáar yfirlýsingar Bidens í tengslum við Úkraínudeiluna væru vandlega úthugsuð aðgerð í samráði við Þjóðaröryggisráð Sameinuðu þjóðanna, leyniþjónustuna og aðrar þjóðaröryggisstofnanir til þess að trufla áætlanir Rússa og koma í veg fyrir frekari hernaðaraðgerðir. Ríkisstjórn Bandaríkjaforseta telur sig hafa komið Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á óvart og segja sömu heimildir hleranir hafa borið árangur. Leiðtogar vestrænna ríkja hafa á sama tíma staðið í ströngu við að draga úr spennunni sem myndast hefur á svæðinu. Núningur milli Rússlands og NATO hefur ekki verið jafn mikill síðan í kalda stríðinu. Jens Stolten- berg, yfirmaður NATO, hefur kallað þetta „hættulega stund“. Talsmaður stjórnvalda í Kreml, Dmitry Peskov, talaði á þriðjudag um „brýna þörf“ á að draga úr spennunni – en sagði síðan á miðvikudaginn að rússnesk yfirvöld yrðu að stofna til hernað- araðgerða til að mæta „fordæma- lausri ógn“ gegn Rússlandi. Rússar og Úkraínumenn til- kynntu á fimmtudag að engar sættir hefðu náðst í deilunni eftir níu klukkustunda viðræður við franska og þýska sáttasemjara, í viðræðum sem miðuðu að því að binda enda á átök aðskilnaðarsinna í austur- hluta Úkraínu. Sendiherra Úkraínu, Andryi Yermak, sagði við það tæki- færi að á meðan ágreiningur væri til staðar væri á sama tíma vilji til að halda áfram og ná sáttum. Spennan kemur átta árum eftir að Rússar innlimuðu suðurhluta Krímskaga Úkraínu. Síðan þá hefur Úkraínuher staðið í ströngu á móti uppreisnarmönnum sem njóta stuðnings Rússa á austursvæðun- um, nálægt rússnesku landamær- unum. Fyrr í mánuðinum sendu rúss- nesk yfirvöld hundrað þúsund her- menn að landamærunum sem hafa stundað þar heræfingar í samstarfi við hvít-rússneska herinn. Rússnesk yfirvöld hafa ítrekað þvertekið fyrir allar fyrirætlanir varðandi innrás í Úkraínu. Rússneski herinn hóf tíu daga heræfingatímabil á Krímskaga á föstudag. Heræfingar hafa einn- ig haldið áfram í Hvíta-Rússlandi, norður af Úkraínu. Rússneski her- inn æfir árlega í Hvíta-Rússlandi en síðasta æfing var í september. Sér- fræðingar hafa fullyrt að umfang hergagna sem notuð eru á æfingun- um sé fordæmalaust, en Rússar hafa kallað eftir búnaði frá Mið-Austur- löndum til að nota við æfingarnar. Óttast er að ef Rússar reyni að ráðast inn í Úkraínu muni æfing- arnar ná að staðsetja rússneska her- inn nálægt Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, sem geri árás á borgina auðveldari. Rússar hafa fullyrt að hermenn komi til með að snúa aftur til varanlegra bækistöðva sinna eftir að æfingunum lýkur. Úkraína hefur hafið eigin tíu daga heræfingar, þó að embættismenn þar í landi hafi litlar sem engar upp- lýsingar gefið. Yfirvöld í Moskvu segjast ekki geta fallist á að Úkraína – fyrr- verandi Sovétlýðveldi með djúp félagsleg og menningarleg tengsl við Rússland – geti gengið til liðs við vestræna varnarbandalagið NATO og hafa farið fram á bann við inn- göngu Úkraínu í bandalagið. Rússar hafa frá árinu 2014 stutt uppreisn í Donbass-héraði í austur- hluta Úkraínu. Samkvæmt opinber- um heimildum hafa 15.000 manns – þar á meðal margir óbreyttir borgarar – fallið í bardögum síðan þá. Úkraínsk yfirvöld óttast þó að talan sé mun hærri. Að sögn bandarískra fjölmiðla hafa teikn verið á lofti um að endur- nýjun svokallaðra Minsk-samninga, sem ætlað var að binda enda á átökin í austurhluta Úkraínu árið 2014, gætu verið notuð sem grund- völlur til að draga úr spennunni á svæðinu. n Kalt stríð vegna Úkraínu Ljósmynd af æfingasvæði sem rússneska varnarmálaráðuneytið sendi til fjölmiðla í vikunni. Rússneskir og hvít-rúss- neskir skriðdrekar á heræfingu 11. febrúar. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Þórdís vonar það besta en er búin undir það versta Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa- dóttir segir stöðu mála í Úkraínu ekki hafa verið til umræðu á ríkisstjórnarfundi í gær, en segir að ríkisstjórn hafi upplýst utan- ríkismálanefnd Alþingis með reglubundnum hætti. „Ég er að fara út í næstu viku með varnarmálaráðherrum og þar verður þessi staða rædd,“ segir Þórdís. Hún segist að auki eiga reglu- bundna fundi vegna málsins með ýmsum kollegum, auk þess sem utanríkisþjónustan sitji marga fundi vegna málsins. Aðspurð hvort ný staða komi upp í Úkraínudeilunni á hverjum degi segir Þórdís að vissulega sé töluverður titringur. „En það fer líka eftir því við hvern þú talar.“ Hún vitnar í orð Úkraínu- forseta sem bað fólk að sýna stillingu og forðast að valda múgæsingi. „Við þekkjum það úr sögunni að spennan, í sjálfu sér, getur á endanum haft afleiðingar. Á meðan það er samtal í gangi er það jákvætt,“ segir Þórdís Kolbrún. „Við vonum það besta. Við erum að vonast til þess að einhverja diplómatíska lausn sé hægt að finna. En við búum okkur undir það versta.“ Þórdís bendir í því samhengi á aðgerðir annarra landa þegar komi að auknum viðbúnaði. „Auðvitað er þetta raunveruleg ógn við okkar nágrannaþjóðir, Eystrasaltsríkin, Finnland og fleiri,“ segir hún. „Auðvitað langar mann að trúa því að það vilji enginn að átök brjótist út. Hver á einhvern veginn að sigra í slíkum átökum, er einhver sigur í því?“ spyr ráð- herrann. „En svona mikil spenna hefur ekki verið á þessu svæði síðan í kalda stríðinu. Það er staðan og hún er mjög alvarleg.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráð- herra 8 Fréttir 12. febrúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.