Fréttablaðið - 12.02.2022, Blaðsíða 2
Sjaldséðir gestir á heiðinni
Það er ekki á hverjum degi sem sleðahundar sjást á Mosfellsheiðinni. Kjöraðstæður voru til slíkra ferðalaga í gær, kalt og stillt. Höfuðborgarbúar nýta hvert
tækifæri sem gefst fyrir margs konar vetrarútiveru. Ef fólk býr sig vel getur ómæld ánægja verið í boði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Alhliða vertakaþjónusta
og öll almenn smíðavinna
Drífandi ehf
Gunnar / s. 777 8371
gunnariceman@gmail.com
... eignilega allt sem
þig vantar að gera.
Gluggar, hurðir, kjarnaborun, steinsögun,
fræsun, parket, flísar...
Samgöngustofa segist hafa
fengið ábendingar um „meint
flug“ flugmannsins Haraldar
Diego í atvinnuskyni án þess
að hafa tilskilin leyfi. Málinu
hafi verið vísað til lögreglu
sem hafi síðan fellt það niður.
gar@frettabladid.is
FLUGMÁL Málefni félagsins Volcano
Air og eiganda þess, f lugmannsins
Haraldar Diego, voru til skoðunar
hjá Samgöngustofu í fyrra vegna
ábendinga um meintan ólöglegan
flugrekstur. Lögregla tók við rann-
sókn málsins og felldi það síðan
niður.
Haraldur Diego, sem fórst
fimmtudaginn 3. febrúar síðastlið-
inn, átti í gegnum félag sitt Volcano
Air sem hefur leyfi sem seljandi
ferða sem standa yfir í að hámarki
sólarhring og fela ekki í sér nætur-
gistingu.
Undir Volcano air var starf-
ræktur ljósmyndaklúbburinn Over
Iceland. Meðlimir þar áttu sam-
kvæmt reglum félagsins rétt á því
að f ljúga með atvinnuf lugmanni
gegn því einu að kostnaði við flugið
væri skipt milli þeirra sem voru um
borð hverju sinni. Á þeim grundvelli
fór Haraldur með farþega í útsýnis-
og ljósmyndaflug og önnur flug af
þeim toga.
Þar sem hvorki Haraldur né félög
hans höfðu f lugrekstrarleyfi og
þar með heimild til að f ljúga með
greiðandi farþega bárust Sam-
göngustofu athugasemdir frá flug-
rekendum um að starfsemi hans
uppfyllti ekki skilyrði laga. Töldu
þeir sem kvörtuðu flug Haraldar í
raun leyfisskyldan atvinnurekstur
og í samkeppni við fyrirtæki sem
uppfylla þyrftu strangari skilyrði
og eftirlit.
Í svari til Fréttablaðsins kveðst
Samgöngustofa geta staðfest að
mál tengt viðkomandi loftfari og
eiganda, sem sagt Cessna-flugvél-
inni TF-ABB og Haraldi Diego, hafi
verið til meðferðar hjá stofnuninni.
„Var það meðal annars vegna
ábendinga um meint flug viðkom-
andi í atvinnuskyni án þess að hafa
til þess tilskilin leyfi,“ segir í svari
Samgöngustofu, sem jafnframt
staðfestir að TF-ABB hafi ekki verið
með f lugrekstrarleyfi. Um einka-
flugvél hafi verið að ræða.
„Samgöngustofa tók málið til
rannsóknar eftir hefðbundnum
leiðum og ákvörðun var tekin í
kjölfarið um að vísa því til lögreglu.
Málinu lauk af hálfu lögreglunnar
síðastliðið haust með niðurfellingu
þess. Þá skal tekið fram að engin
nýleg mál hafa borist stofnuninni
vegna umrædds loftfars eða eiganda
þess,“ er undirstrikað í svarinu.
Samkvæmt þessu taldi lögregla að
ekkert ólöglegt væri við það f lug
sem Haraldur heitinn stundaði.
Eins og kunnugt er náðust lík
Haraldar og hinna þriggja farþega
hans upp úr Ölfusvatnsvík í mik-
illi aðgerð við erfiðar aðstæður á
fimmtudaginn. Til stóð að halda
starfi þar áfram í gær og ná upp
flugvél Haraldar, en vegna ísmynd-
unar var ákveðið að fresta aðgerð-
um þar til aðstæðurnar verða hag-
stæðari. ■
Lögreglan felldi rannsókn á
umsvifum flugmanns niður
Má skipta beinum kostnaði
Óheimilt er að fljúga með
farþega gegn gjaldi á Íslandi,
nema með flugrekstrarleyfi
fyrir flutningaflug. Hins vegar
er heimilt að skipta kostnaði
við einkaflug þar sem óbreytt-
ir einstaklingar skipta með sér
beinum kostnaði, sem deilist
niður á alla sem eru um borð,
flugmanninn þar með talinn.
Um er að ræða kostnað vegna
eldsneytis, lendingargjöld
eða leigugjöld fyrir flugvél.
Enginn hagnaður má vera af
fluginu.
HEIMILD: SAMGÖNGUSTOFA
Björgunaraðgerðir við Ölfusvatnsvík þar sem mennirnir fjórir sem fórust
með TF-ABB fundust. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
birnadrofn@frettabladid.is
COVID-19 Almennar fjöldatakmark-
anir eru nú 200 manns í stað 50 en
breytingar á sóttvarnareglum tóku
gildi á miðnætti.
Ríkisstjórnin samþykkti í gær
annað skref í af léttingaráætlun
sinni. Með því duttu úr gildi reglur
um sóttkví en reglur um einangrun
eru enn þær sömu og reglugerð um
skólahald var afnumin.
O pnu na r t ími veit inga- og
skemmtistaða lengdist um eina
klukkustund og er nú leyfilegt að
taka á móti gestum til miðnættis
en allir skulu hafa yfirgefið staðinn
fyrir klukkan eitt.
Grímuskylda er áfram í gildi
þar sem ekki er hægt að tryggja
eins metra fjarlægð, engar fjölda-
takmarkanir eru í verslunum eða
á sund-, líkamsræktar- og skíða-
svæðum.
Íþróttakeppnir og æfingar eru
heimilar með 200 manns í hólfi og
heimilt er að halda þúsund manna
viðburði að því tilskildu að allir sitji
í sæti og beri grímu. ■
Takmörkunum
létt vegna Covid
Grímuskylda er áfram í gildi þar sem
ekki er hægt að tryggja fjarlægð.
birnadrofn@frettabladid.is
SVEITARSTJÓRNIR Prófkjör Samfylk-
ingarinnar í Reykjavík og Hafnar-
firði fyrir sveitarstjórnarkosningar
hefjast í dag. Dagur B. Eggertsson og
Heiða Björg Hilmisdóttir gefa ein
kost á sér í tvö efstu sætin í Reykja-
vík. Hann í fyrsta sæti og hún í
annað sæti.
Töluverð barátta er um sætin þar
fyrir neðan. Sextán manns bjóða sig
fram í sex efstu sæti listans í borg-
inni. Í sveitarstjórnarkosningum í
maí verður kosið um 23 einstaklinga
til setu í borgarstjórn Reykjavíkur.
Um opið prófkjör er að ræða sem
þýðir að bæði flokksfólk í Samfylk-
ingunni og þeir sem hafa skráð sig
sem stuðningsfólk hafa kosninga-
rétt.
Töluvert hefur verið um nýskrán-
ingar í f lokkinn í aðdraganda próf-
kjörsins, en prófkjörinu í Hafnar-
firði lýkur í dag en í Reykjavík
stendur það til morguns og má
búast við niðurstöðu síðdegis eða
snemma annað kvöld.
Próf kjör Samfylkingarinnar í
Kópavogi fer fram um næstu helgi.
Sömu helgi fer fram prófkjör Pírata
í Reykjavík og Kópavogi. ■
Prófkjör um helgina
Dagur B
Eggerts son,
borgarstjóri
2 Fréttir 12. febrúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ