Fréttablaðið - 12.02.2022, Blaðsíða 12
Sif
Sigmarsdóttir
n Mín skoðun
n Gunnar
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is,
FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún
Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
…að öllum
öðrum
ólöstuðum
hlýtur
ráðuneyti
kvótamála
að vera þar
mesti próf-
steinninn
á hvort
það skipti
yfirleitt
nokkru
máli hvort
handhafi
valdsins
sé kok-
hraustur
kapítalisti
eða sann-
færður
sósíalisti.
Svo virðist
sem SFS
telji sig
standa á
glæstum
hátindi
framþró-
unar.
Sigmundur Ernir
Rúnarsson
ser
@frettabladid.is
Hvenær verðum við sú manneskja sem
okkur er ætlað að vera? Samkvæmt niður-
stöðum rannsóknar sem gerð var við Har-
vard háskóla í Bandaríkjunum er svarið:
Aldrei. „Manneskjur eru verk í vinnslu sem
halda ranglega að þær séu tilbúnar,“ segir
Daniel Gilbert, sem fór fyrir rannsókninni.
Samkvæmt henni teljum við okkur flest hafa
tekið miklum breytingum síðustu tíu ár.
Aftur á móti gerum við flest ráð fyrir því að
breytast lítið sem ekkert næstu tíu ár.
Gilbert segir að þótt tíminn sé kraftmikið
afl sem breyti persónuleika okkar, smekk og
lífsgildum, virðumst við þó aðeins skynja
tímann sem breytingarafl í fortíð. Í núinu
teljum við okkur alltaf nýbúin að breytast í
þá persónu sem við munum vera út ævina.
Gilbert kallar þessa skynvillu „tálsýn um
sögulok“ og segir manneskjuna sem við
erum í dag vera jafnskammæra og öll þau
sjálf sem komu á undan.
Slík ímynduð sögulok eiga sér þó ekki
aðeins stað meðal einstaklinga.
Grátbrosleg flónska
Árið 1975 kom út bók sem hófst á eftir-
farandi orðum: „Þessi bók fjallar um kúgun
manna á ómennskum dýrum. Þessi kúgun
hefur valdið og veldur enn sársauka og
þjáningum sem eiga sér hliðstæðu í alda-
langri kúgun hvítra manna á svörtum.“
Þegar bókin Frelsun dýra eftir siðfræðing-
inn Peter Singer kom fyrst út, þótti fyrrnefnd
fullyrðing fráleit. Singer viðurkenndi að
sjálfur hefði hann hlegið að sambærilegri
samlíkingu nokkrum árum fyrr. En nú, tæpri
hálfri öld eftir að tímamótaverk Singers leit
dagsins ljós, eru hugmyndir hans um dýra-
vernd útbreiddar og grænkerar á hverju strái.
Samtímanum þykir fortíðin gjarnan fávís.
Það sem eitt sinn þótti rétt, eins og þræla-
hald, þykir okkur nú fásinna. Eina flónsku
eigum við þó sameiginlega með undan-
gengnum kynslóðum.
Árið 1992 lýsti bandaríski stjórnmálafræð-
ingurinn Francis Fukuyama yfir „endalokum
sögunnar“. Fukuyama taldi að hugmynda-
fræðilegri þróun mannkynsins væri formlega
lokið. Hið vestræna lýðræði hefði í anda nátt-
úruvals Darwins orðið ofan á og bolað burt
óæðri stjórnarháttum á borð við harðstjórn,
einræði og kommúnisma.
Hvort sem um ræðir einstaklinginn,
samfélagið eða hugmyndafræði er ljóst að
sögulok eru tálsýn. Í dag hlæjum við að því
þegar okkur fannst við fáránlega flott með
herðapúða og sítt að aftan. Í dag rífum við
niður styttur af löngu liðnum þrælahöld-
urum. En þótt hvert einasta tímabil fortíðar
sem taldi sig hafa náð glæstum hátindi fram-
þróunar hafi haft rangt fyrir sér, virðumst við
ekki velkjast í nokkrum vafa um að samtími
okkar sé þvert á móti sá glæsti endapunktur
sem hinir töldu sig upplifa.
Á forsíðu Fréttablaðsins í vikunni birtust
niðurstöður könnunar sem sýndi að rúm-
lega sextíu prósent landsmanna eru andvíg
kvótakerfinu. Heiðrún Lind Marteinsdóttir,
framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í
sjávarútvegi, gaf í skyn að þeir sem væru á
móti núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi væru
á móti sjálfbærum veiðum. Hún sagði mikil-
vægt að hafa „alla söguna í forgrunni“. Hér
áður fyrr hefðu „of mörg skip“ verið að eltast
við „of fáa fiska“. Kerfið hefði ekki orðið til í
einu vetfangi árið 1983 heldur hefði leiðin að
umhverfislegri, efnahagslegri og samfélags-
legri sjálfbærni verið löng og erfið. „En okkur
Íslendingum tókst þetta.“
Svo virðist sem SFS telji sig standa á
glæstum hátindi framþróunar. En förum við
að ráðum Heiðrúnar og höfum „alla söguna
í forgrunni“ sést að slíkt dramb er oftast falli
næst. Líklegra er að í náinni framtíð verði
málflutningur þeirra, sem halda fram að
öryggi fiskistofna verði aðeins tryggt með því
að arður fiskveiða renni í vasa fárra, álitinn
grátbrosleg flónska fortíðar. n
Kvótinn og endalok sögunnar
Í þeim pólitíska ómöguleika sem einkennir
yfirbragð íslenskra stjórnmála er einna
áhugaverðast að hugsa til þess mögulega.
Þrír ólíkir flokkar leggja hver öðrum lið í
ríkisstjórn, en hana skipa fyrrum froðu-
fellandi andstæðingar sem stíga nú vangadans-
inn af slíkri alvöru að ekkert lát virðist vera á
ástríkinu.
En er mögulegt að sundurgerðin sé minni
en sagan segir? Getur verið að litlu skipti um
ákvarðanir og efndir, hvort ráðsettur hægrimað-
ur stjórni ábúðarfullu ráðuneyti eða að róttækur
vinstrimaður haldi þar um valdaþræði?
Í þessu efni er áhugavert að skoða nokkra
kima stjórnarráðsins, en að öllum póstum ólöst-
uðum hlýtur ráðuneyti kvótamála að vera þar
mesti prófsteinninn á hvort það skipti yfirleitt
nokkru máli hvort handhafi valdsins sé kok-
hraustur kapítalisti eða sannfærður sósíalisti.
Svarið mun blasa við á næstu mánuðum og
árum í valdatíð Svandísar Svavarsdóttur á stóli
atvinnumálaráðherra, sem tiltölulega nýverið
tók við lyklunum af Kristjáni Þór Júlíussyni.
Það mun með öðrum orðum ráðast á næstu
misserum hvort þau skötuhjúin tilheyri sama
flokknum í sann og raun, eða ekki, altso kyrrláta
kvótaflokknum sem ætlar sér ekki með nokkru
móti að ógna auðríki þessa fámenna hóps sem
eignast hefur auðlindina í sjónum í kringum
landið.
Sú var tíðin að stjórnmálamaður af reyndari
skólanum synjaði lögum staðfestingar á stóli for-
seta, á þeim forsendum að gjá væri á milli þings
og þjóðar. Af þeim sökum var málinu vísað til
almennings í sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu
sem braut í blað í lýðveldissögunni.
Hyldjúp gjáin sem blasað hefur við í þjóð-
málaumræðunni, bæði fyrir og eftir þá atkvæða-
greiðslu – og má heita opið sár á samfélaginu
– varðar stjórn fiskveiða við landið, ekki að skipt
hafi verið úr sóknarmarki í sjálfbærari veiðar,
heldur hvað eignarhaldið varðar og arðinn sem
situr eftir í sameiginlegum sjóðum landsmanna.
Ástæða þess að yfir 60 prósent landsmanna
eru andvíg núverandi tilhögun kvótakerfisins og
að aðeins fimmtungur landsmanna er hlynntur
henni, svo sem fram kom í skoðanakönnun sem
birtist í Fréttablaðinu í vikunni, verður einkum
rakin til þess hróplega óréttlætis sem alþýða
manna verður vitni að í málaflokknum: Helstu
auðmenn landsins segjast ekki hafa efni á að
greiða markaðsleigu fyrir fiskinn í sjónum og
komast upp með slikkið.
Nú reynir á Svandísi Svavarsdóttur. Er hún
Kristján Þór í sauðargæru? Er hún VG eða varan-
legt íhald? Hún ein getur svarað því. n
Prófraunin
SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 12. febrúar 2022 LAUGARDAGUR