Fréttablaðið - 12.02.2022, Blaðsíða 92

Fréttablaðið - 12.02.2022, Blaðsíða 92
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Þetta er sprottið af sjálfsbjargarviðleitni og er mín tilraun til að komast úr miðbæ Reykjavíkur. Veitingamaðurinn Jón Bjarni Steinsson, stundum kenndur við Dillon, opnaði nýlega hverfisbar í Urriðaholti í Garðabæ, ekki síst til þess að hann og konan hans gætu brugðið undir sig betri fæt- inum og farið út að borða án þess að þurfa að taka leigubíl. Fyrsta vikan bendir til þess að fleiri en hann hafi beðið eftir þessum möguleika í hverfinu. svavamarin@frettabladid.is Jón Bjarni Steinsson, sem hefur verið atkvæðamikill í veitinga- rekstri í miðbænum þar sem hann rekur Dillon og Pablo Discobar, tók sig til ásamt öðrum og opnaði 212 Bar & Bistro í Urriðaholti í Garðabæ fyrir viku síðan. „Þetta er sprottið af sjálfsbjargar- viðleitni og er mín tilraun til að komast úr miðbæ Reykjavíkur,“ segir Jón og bætir hlæjandi við að hann sé orðinn fertugur. „Við hjónin vildum redda okkur hverfisbar og veitingastað til að geta sótt án þess að þurfa að fara í leigu- bíl, með von um að aðrir í hverfinu njóti líka góðs af,“ segir Jón Bjarni og lætur fljóta með að hann gæti ekki verið ánægðari með móttökurnar. Skutlað fram fyrir röð Jón Bjarni segir þá hugmynd hafa komið upp í tengslum við nýja staðinn að bjóðast til að skutla við- skiptavinum í bæinn eftir kvöld- stund á 212 Bar & Bistro. „Þetta er enn í startholunum,“ segir Jón Bjarni með fyrirvara um að varla sé grundvöllur fyrir skutl- inu fyrr en opnunartími skemmti- staða verði rýmkaður frekar, en hann hefur einmitt haft sig talsvert í frammi í andófi veitingamanna gegn ströngum samkomutakmörk- unum. „En þegar ég fær góðar hugmynd- ir eru allar líkur á að ég framkvæmi þær,“ segir hann léttur. „Við viljum bjóða viðskiptavinum okkar upp á þann möguleika að fá sér góðan kvöldverð án þess að þurfa að spá í að borga leigubíl í bæinn, og sleppa einnig við að bíða í röð,“ segir hann og sér fyrir sér að þeim sem þiggja skutlið verði hleypt fram fyrir röð á Pablo. Engin blómkálsfroða „Pælingin er sú að vera staður fyrir fólkið í hverfinu, með fjölbreyttan matseðil og nýjungar sem eiga við alla, og hafa gaman,“ segir Jón Bjarni og bendir á að matseðillinn nái frá léttum réttum og vegan yfir í steikur og barnamatseðil. „Við erum ekkert að flækja hlut- ina með einhverri blómkálsfroðu og þess háttar, heldur ættu allir að geta komið og fengið sér gott að borða úr góðu hráefni.“ Jón Bjarni segir ýmislegt annað í pípunum í Garðabænum. „Við ætlum ekki að vera sportbar en erum með skjá sem er hægt að horfa á boltann á nokkrum borðum án þess að truf la þá sem vilja sitja í rólegheitum. Að sama skapi erum við með skjávarpa til að geta verið með stærri viðburði líkt og Eurovisi- on-kvöld og pöbbkviss. Viðtökurnar hafa verið afar góðar og það var þétt setið bæði á föstu- dags- og laugardagskvöld,“ segir Jón, sem hefur ekki yfir miklu að kvarta þar sem þessi helgi líti einnig vel út. Þá spilli ekki fyrir að möguleik- inn á góðri partístemningu sé einn- ig fyrir hendi þar sem hann sé með leyfi til þess að hafa opið til klukkan þrjú. „Við erum með ráðstafanir í takt við það svo við séum ekki að ónáða nágrannana, bæði með hljóð- einangrandi gluggatjöldum, gólfi og góðu hljóðkerfi.“ n Opnaði hverfisbar af sjálfsbjargarviðleitni Jón Bjarni Steinsson hefur verið frekur til fjörsins í miðbænum en sjálfsbjargarviðleitni varð til þess að hann opnaði veitingastað í Garðabæ þaðan sem hann stefnir jafnvel á að skutla gestum niður í miðbæ. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR toti@frettabladid.is „Það vekur alltaf minningar þegar skólum er lokað vegna veðurs eins og gerðist núna í vikunni,“ segir Orri Björnsson, framkvæmdastjóri Algalífs, þegar hann lítur yfir fréttir vikunnar. „Stundum veltir maður því fyrir sér af hverju snjór og óveður virðist alltaf koma okkur á óvart. Á köflum er eins og menn séu búnir að gleyma hvernig á að moka snjó. En að öllu gríni slepptu, þá held ég að betra sé að vara við aðeins of oft heldur en of sjaldan. A nnað síendu r tek ið má l í íslenskri umræðu sem náði f lugi í vikunni er fyrirkomulag áfengis- sölu. Ég er nú á frjálslyndisarm- inum hvað þetta varðar. Auðvitað á að vera hægt að kaupa áfenga drykki á netinu, eða beint frá fram- leiðanda, rétt eins og aðra löglega neysluvöru. En stóra málið í vikunni var hins vegar stýrivaxtahækkun Seðla- bankans um 75 punkta. Að mínu viti bíta vextirnir miklu meira núna en áður. Þess vegna verðum við að fara varlega og muna að stýrivext- irnir eru ekki eina leiðin til að draga úr þenslu. Sparnaður hjá hinu opin- bera hefur sömu áhrifin. Það má ekki verða svo að stýrivextir fari að hafa hamlandi áhrif á verðmæta- sköpun og hagvöxt í samfélaginu.“ n Vextirnir bíta meira núna Orri Björnsson, framkvæmdastjóri Algalífs. MYND/AÐSEND Auðvitað á að vera hægt að kaupa áfenga drykki á netinu. n Frétt vikunnar Orri Björnsson www.DORMA.is Verð og vöruupplýsingar eru birtar með fyrirvara um prentvillur. C&J SILVER stillanlegur botn + Natures Rest Luxury heilsudýna Stærð í cm Fullt verð: Botn + dýna Luxury 80x200 187.900 kr Luxury 90x200 193.900 kr Luxury 90x210 201.900 kr Luxury 100x200 201.900 kr Luxury 120x200 207.900 kr Luxury 140x200 223.900 kr • C&J Silver er með sterkum stálbotni og kraftmiklum en hljóðlátum mótor. • Rúminu fylgir þráðlaus fjarstýring með tveimur minnum og ljósi. • Botn rúmsins dregst að vegg þannig að þú ert í eðlilegri fjarlægð frá náttborði og lampa. • Sérstakur takki á fjarstýringunni kemur rúminu í upphaflega stöðu. Láttu drauminn rætast í ... Nature´s SUPREME heilsurúm með Classic botni Virkilega vönduð heilsudýna sem hentar flestum, millistíf. Natures Supreme er samsett úr 5 svæðaskiptu pokagorma kerfi með steyptri kantstyrkingu sem gefur um 25% meira svefn rými og lengri end ingu. Gormakerfið er mýkra við axlasvæðið, millistíft við miðjusvæðið en stífara við neðrabakssvæðið. Convoluted svampur (egglaga) er í efsta lagi dýnunnar sem gefur virkilega góðan stuðning og aðlögun. Einnig gefur lögunin á svamp- inum meira loftflæði sem skilar sér í auðveldari snúningi á dýnunni. Mismunandi svamp- lög gefa henni frábæra mýkt. Hæð dýnunnar er 29,5 cm. Dýna sem hentar ungum sem öldnum. Stærð í cm Fullt verð: Botn + dýna Supreme 80x200 97.900 kr. Supreme 90x200 104.900 kr. Supreme 120x200 124.900 kr. Supreme 140x200 134.900 kr. Supreme 160x200 149.900 kr. Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði 52 Lífið 12. febrúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.