Fréttablaðið - 12.02.2022, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 12.02.2022, Blaðsíða 6
Staðan var auglýst að nýju í janúar en þá voru hæfnisskilyrði ólík því sem var í fyrri auglýsingu. Sameiningarkosningar árið 2022 n Kosið 19. febrúar n Kosið 26. mars Sameiningar sveitarfélaga eru oft viðkvæmt málefni, sérstaklega í þeim fámenn- ustu, og margoft hafa þær verið felldar. Fimm atrennur að sameiningu fara fram á komandi vikum. kristinnhaukur@frettabladid.is KOSNINGAR Fimm sameiningar- kosningar fara fram næstu tvo mánuði, allar á Vesturlandi og Norðurlandi. Allar eiga þær það sameiginlegt að tvö sveitarfélög geta sameinast og í öllum tilvikum er annað þeirra áberandi fjölmenn- ara en hitt. Næstkomandi laugardag, þann 19. febrúar, verður kosið um sam- einingu Snæfellsbæjar og Eyja- og Miklaholtshrepps, Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps, og Skagafjarð- ar og Akrahrepps. Rúmum mánuði síðar, þann 26. mars, verður kosið um sameiningu Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar, og Langanes- byggðar og Svalbarðshrepps. Eggert Kjartansson, oddviti Eyja-og Miklaholtshrepps, segir kosningarnar tvennar á Snæfells- nesi prófstein á stærri sameiningu. „Samstarfsnefndin hugsar þetta sem millileik að frekari sameiningu á Snæfellsnesi,“ segir hann. Verði tillögurnar felldar sé hins vegar erfitt að sjá að farið verði að huga að henni. Engin sameining hefur orðið á Vesturlandi síðan 2006, þegar Borgarbyggð var stofnuð, og Eggert segist ekki hafa tilfinningu fyrir hvorum megin kosningarnar lenda. „Íbúarnir ráða þessu,“ segir hann, en kosningarnar séu mikið ræddar í sveitinni. Það sem brenni helst á fólki séu skólamálin. Tveir grunnskólar eru reknir á sunnanverðu Snæfellsnesi, Lýsuhólsskóli og Laugagerðisskóli, sem báðir hafi veikst á undan- förnum árum. Eftir sameiningu verði hins vegar vörn snúið í sókn og stofnaður einn skóli á sunnanverðu Snæfellsnesi. Skólamálin brenna einnig á íbúum Húnavatnshrepps og eru eitt helsta deilumálið þar. „Það er lagt upp með að sameina skóla á Húna- völlum og Blönduósi. Það er alltaf viðkvæmt mál,“ segir Jón Gíslason, oddviti Húnavatnshrepps. Síðasta sumar var tillaga um stóra sameiningu í Austur-Húnavatns- sýslu felld. Á Blönduósi er mikill vilji fyrir sameiningu, en hún var samþykkt naumlega í Húnavatns- hreppi, með tæplega 57 prósentum atkvæða. 65 prósent sögðust vilja Fimm kosningar á tveimur mánuðum Sameinining Snæfellsbæjar og Eyja- og Miklaholts- hrepps gæti orðið upptaktur að stærri sam- einingu á Snæ- fellsnesi. FRÉTTABLAÐIÐ/ PJETUR Hrefna Jóhannesdóttir oddviti Akrahrepps Íbúafjöldi sveitarfélaganna Kosningar 19. febrúar n Snæfellsbær 1.666 n Eyja- og Miklaholtshreppur 101 n Blönduósbær 934 n Húnavatnshreppur 388 n Skagafjörður 4.085 n Akrahreppur 203 Kosningar 26. mars n Stykkishólmsbær 1.210 n Helgafellssveit 79 n Langanesbyggð 506 n Svalbarðshreppur 94 viðræður við Blönduósbæ, í könnun samfara alþingiskosningunum, og er Jón bjartsýnn á að tillagan verði samþykkt á laugardag. Í Akrahreppi er einnig töluvert rætt um sameiningarmál, að sögn Hrefnu Jóhannesdóttur oddvita. Fólk velti fyrir sér afkomu sveitar- félaganna og þeir sem eru gagnrýnir hafa áhyggjur af fjarlægðinni milli kjörinna fulltrúa og íbúanna í dreif- býlinu. Árið 2005 var sameining kolfelld í hreppnum, meira en 83 prósent sögðu nei. Athygli vakti að tillagan var líka felld í Skagafirði, sem er langtum fjölmennara sveitarfélag, með tæplega 51 prósenti. „Hlutverk sveitarfélaganna hefur breyst mjög mikið síðan 2005, með tilfærslu stórra verkefna frá ríki til sveitarfélaga, auk þess sem hið raf- ræna umhverfi hefur gjörbreyst,“ segir Hrefna. „Kröfurnar eru líka sífellt að aukast varðandi til dæmis þjónustu við íbúa og aðkomu þeirra að ákvarðanatöku.“ Á samráðsvettvangi fámennustu sveitarfélaganna hafi sameining Skagafjarðar og Akrahrepps verið nefnd sem tiltölulega auðveld og sjálfsögð sameining, í ljósi þess hversu umfangsmikið samstarfið er nú þegar. „Við erum með samning við Sveitarfélagið Skagafjörð um fram- kvæmd verkefna í f lestum mála- flokkum og um mörg og mikilvæg málefni. Það var því álit samstarfs- nefndarinnar að íbúar myndu ekki taka eftir miklum breytingum á þjónustunni ef til sameiningar kæmi,“ segir Hrefna. Ef sameiningarnar verða sam- þykktar ganga þær í gegn fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Þegar hefur ein sameining verið samþykkt, hjá Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit. Tillögur að heiti hins nýja sveitarfélags eru nú á borði Örnefnanefndar. n lovisa@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Umsækjandi um stöðu forstjóra Gæða- og eftirlits- stofnunar velferðarmála, GEV, sem metinn var hæfastur en ekki skip- aður, hefur ákveðið að fara í mál við félags- og vinnumarkaðsráð- herra. Umsækjandinn var einn sex sem sóttu um stöðuna fyrir áramót og var sá eini sem metinn var nógu hæfur til að vera tekinn í viðtal. Eftir að hæfnisnefnd mat um- sækjandann hæfastan ákvað þó ráð- herra að auglýsa stöðuna að nýju. Umsækjandinn fékk fullt hús stiga í 67 prósentum af hæfnikröfu- liðum, samkvæmt niðurstöðum nefndarinnar, en ákvörðun ráð- herrans lýtur að því að umsækj- andinn uppfyllti ekki að fullu hæfnikröfu um leiðtogahæfileika. Í rökstuðningsbréfi ber ráðuneytið fyrir sig sem rök fyrir ákvörðun um að auglýsa embættið að nýju að í niðurstöðukaf la í álitsgerð hæfnisnefndar komi fram að ekki hafi komið „nægilega vel fram sýn umsækjandans [nafn fjarlægt af blaðamanni] á mikilvægi leiðtoga- hæfileika í starfinu“. Umsækjandinn fékk tvo af fjórum í þeim matslið sem þó, samkvæmt niðurstöðu hæfnisnefndar, vó innan við 7,5 prósent af heildarvægi hæfnikrafna. Staðan var auglýst að nýju í janúar en þá voru hæfniskilyrði ólík frá fyrri auglýsingu, en í þeirri seinni var lögð ríkari áhersla á leiðtogahæfileika og auglýst eftir „drífandi leiðtoga sem hefur áhuga á að byggja upp nýja stofnun“ og krafa um leiðtogahæfileika nú önnur á eftir háskólamenntun, en í fyrri auglýsingu hafði hún komið seinust. Umsækjandinn telur ekki að ráðherra hafi haft forsendur til að stöðva skipunarferlið, eða heimild til þess, eftir að umsækjandinn var metinn hæfastur, heldur hefði átt að skipa hann í embætti forstjóra GEV. Umsækjandinn telur auk þess að afskipti bæði ráðherra og ráðu- neytisstjóra af skipuninni hafi verið óeðlileg, en áður en ráðherra var greint frá niðurstöðum hæfnis- nefndarinnar var umsækjandanum tjáð af ráðuneytisstjóra að annar yrði fenginn í embættið og lagt að honum að draga umsókn sína til baka. Þegar umsækjandinn varð ekki við því var staðan auglýst að nýju. Gæða- og eftirlitsstofnun vel- ferðarmála er ný stofnun sem tók til starfa 1. janúar á þessu ári. Stofnunin tekur við ábendingum um þjónustu, undir eftirliti stofn- unarinnar. Samkvæmt heimasíðu stofnunarinnar geta ábendingar aðeins beinst að þjónustu sem veitt er á grundvelli þeirra laga sem heyra undir eftirlit stofnunarinnar, það er barnaverndarlaga, laga um Barna- og fjölskyldustofu, laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, laga um málefni aldraðra, laga um Ráð- gjafar- og greiningarstöð, laga um Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og ein- staklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu og laga um sam- þættingu þjónustu í þágu farsældar barna. n Höfðar mál gegn ráðherra vegna skipunar í embætti forstjóra Gæða- og eftirlitsstofnun tók til starfa 1. janúar. FRÉTTABLAÐIÐ/ EYÞÓR birnadrofn@frettabladid.is HAFNARFJÖRÐUR Byggingarfélagið MótX og BM Vallá undirrituðu í gær samstarfssamning að byggingu íbúða við Hamranes í Hafnarfirði. Um er að ræða fimm fjölbýlishús með alls 170 íbúðum. Húsin verða Svansvottuð og byggð úr umhverfis- vænni steinsteypu. Gert er ráð fyrir að fyrstu íbúð- irnar verði tilbúnar til afhendingar 2024 og þær síðustu fyrir árslok 2025. Framkvæmdir við húsin hefj- ast á næstu vikum. „Við áætlum að kolefnisfót- spor steinsteypunnar verði 30-40 prósentum lægra en meðaltal markaðarins í dag,“ segir Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Hornsteins, eiganda BM Vallá. „Það samsvarar því að taka um tólf þúsund bensín- bíla úr umferð á ári hverju.“ n Fimm fjölbýli og hundruð nýrra íbúða í pípunum benediktboas@frettabladid.is SAMGÖNGUR Alls er Reykjavíkur- borg búin að semja um að 13 bens- ínstöðvar hverfi úr borgarlandinu í stað íbúðabyggðar. Á fimmta tug bensínstöðva eru í Reykjavík en stefnt er að því að þær verði horfnar fyrir árið 2040, eða eftir 18 ár. Í stað bensínstöðva munu rísa íbúðabyg gingar, með eða án atvinnuhúsnæðis á jarðhæð. Olíu- félögin eru skuldbundin til að fjar- lægja mannvirki og hreinsa jarð- veg innan ákveðins tíma, segir í tilkynningu borgarinnar. Kvöð er á lóðunum um að 20 prósent íbúða skuli vera leigu-, stúdenta- og búseturéttaríbúðir sem og íbúðir fyrir aldraða. n Íbúðir komi í stað bensínstöðva Bensínstöð N1 að Ægisíðu mun hverfa fyrr en síðar. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 6 Fréttir 12. febrúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.