Fréttablaðið - 12.02.2022, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 12.02.2022, Blaðsíða 90
Þarna var heill heimur á bak við sviðið sem ég hafði aldrei heyrt um áður. adalheidur@frettabladid.is toti@frettabladid.is Áttundi og síðasti þáttur Verbúðar- innar verður sýndur á RÚV á sunnu- dagskvöld og varla von á öðru en hann muni sameina drjúgan hluta þjóðarinnar í línulegri dagskrá rétt eins og hinir sjö. Síðasta þætti lauk enda með slíkum ósköpum að fólk, sem hefur staðið á öndinni af hrifningu og spennu frá fyrsta þætti, þolir vart miklu lengri bið eftir endalok- unum enda bærinn í uppnámi eftir síðustu atburði og allra augu beinast að Hörpu. Og til þess að bæta gráu ofan á svart hjá henni er hermt að blaðamaðurinn Smári sé á leiðinni á staðinn. Útfærsla Verbúðarinnar á sköp- unarsögu kvótakerfisins er einn öf lugra spennuvalda í þáttunum sem hafa sjálfsagt orðið til þess að auka enn frekar almennan áhuga á því sígilda þrætuepli þjóðarinnar en samkvæmt nýrri skoðanakönn- un sem gerð var fyrir Fréttablaðið sagðist 61 prósent vera frekar eða mjög andvígt núverandi fiskveiði- kerfi. Svandís Svavarsdóttir, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur fylgst með þáttunum af athygli og miklum áhuga, en kannski ekki endilega mjög póli- tískum. „Mér finnst þeir algerlega frá- bærir,“ sagði ráðherrann þegar hún var spurð um Verbúðina að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. „Mér finnst þeir draga fram þennan tíðaranda alveg einstaklega vel og þessa hags- munatogstreitu þarna og hin hættu- legu tengsl stjórnmála og viðskipta sem eru þá og hafa alltaf verið.“ Ráðherrann gefur tíðarandanum sem birtist í þáttunum fyrstu eink- unn og talar þar af þekkingu og reynslu. „Tíðarandinn er alveg ótrúlega nákvæmur þarna og sjálf var ég reyndar í verbúð á þessum tíma. Sumarið ’81,“ segir Svandís en bætir aðspurð við að hún hafi þó ekki verið á söguslóðum Verbúðar vestur á fjörðum. n Verbúðin speglar reynslu ráðherra Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Allra augu beinast að Hörpu. MYND/SKJÁSKOT Hollenski umboðsmaðurinn Kim Wagenaar hefur búið á Íslandi síðustu fimm árin og lætur vel af sér. Hún segir áberandi að sérhæfingu vanti í markaðssetningu tónlistar á Íslandi en segist á sama tíma þakklát fyrir tækifærin sem hún hefur fengið, verandi erlendur ríkisborgari. ninarichter@frettabladid.is Kim Wagenaar er fædd og uppalin í Alphen aan den Rijn í Hollandi, sem er eins og nafnið gefur til kynna, lítil borg á bökkum Rínar. Að sögn Kim fékk hún tónlistaráhugann með móðurmjólkinni. „Pabbi átti risa- vaxið geisladiskasafn. Ég man að á tímapunkti voru þung gluggatjöld yfir öllum stofuveggnum svo að hann gæti spilað tónlistina í botni án þess að trufla nágrannana.“ Ástfangin af lífinu baksviðs „Þökk sé foreldrum mínum hef ég alltaf verið með hugann við tón- list,“ segir Kim. Hún segir vatnaskil hafa orðið þegar hún var barn og fylgdi foreldrum sínum á tónleika þar sem frændi hennar var að spila. „Við fórum baksviðs og mér fannst það alveg æðislegt. Þarna var heill heimur á bak við sviðið sem ég hafði aldrei heyrt um áður. Þarna greip áhuginn mig strax,“ segir hún. Í Hollandi er hefðin að nemendur velji sér áhugasvið í námi um 13 ára aldur. „Þá velur maður sér það svið sem maður útskrifast síðan úr. „Ég vissi frá upphafi að ég ætlaði að fara í menningartengt nám,“ segir hún. „Ég komst líka að því að eina sér- námið í markaðssetningu tónlistar á þeim tíma var einmitt kennt við háskólann í Utrecht,“ útskýrir hún og segir að meðfram náminu hafi hún tekið fimm ára starfsnám. Eyjafjallajökull skipti sköpum Hún segir fyrstu kynni sín af Íslandi hafa verið á unglingsárunum þegar móðir hennar kynnti hana fyrir tónlist Sigur Rósar. „Ísland var líka mikið í fjölmiðlum heima í tengsl- um við eldgosið í Eyjafjallajökli og svo auðvitað þegar hrunið kom.“ Kim heimsótti Ísland fyrst árið 2013, þegar hún fór á Airwaves með hollenskum vinum. Síðan hafi hún sótt hátíðina heim ár eftir ár, og tekið að sér sjálf boðaliðastarf í tengslum við hátíðina. Árið 2016 ákvað hún að f lytja til landsins og ári seinna var hún komin með atvinnutilboð. Hún þáði vinnuna og hóf störf við umsjón tónlistarviðburða á bar í miðbæ Reykjavíkur. Gus Gus og Damien Rice Í dag er Kim umboðsmaður fyrir fjölda íslenskra listamanna. Oscar Leone, Unnur Sara, Bony Man og Svavar Knútur eru á skrá hjá Kim, ásamt f leirum. Hún hefur starfað með Gus Gus og unnið að verkefn- um með Ólafi Arnalds. Hún minn- ist þó sérstaklega samstarfsins við írska tónlistarmanninn Damien Rice sem hún kynntist á Íslandi. „Þetta var eftir fyrstu vaktina mína á nýjum viðburðastað í Reykja- vík. Ég byrjaði þarna að spjalla við einhvern gaur sem sagði mér að hann væri í tónlist,“ útskýrir Kim. Næst hafi hann spurt hana hvort hún hefði áhuga á verkefni. „Ég spurði hann hvort hann væri með Facebook -síðu svo að ég gæti haf- ist handa við að kynna mér hann aðeins, en hann sagðist ekki vera með Facebook,“ útskýrir Kim. „Ég þekkti hann ekki í fyrstu og var hrædd um að þetta væri einhver jólasveinn í pabbabandi,“ útskýrir hún og hlær. Hann hafði aðeins gefið henni fyrra nafnið sitt svo að leit á netinu skilaði litlu. Starfsmenn úr kynningarteymi tónlistarmannsins náðu sambandi við Kim á endanum og hún fylgdi Damien Rice í gegnum stórt verk- efni. „Mér fannst þetta ógeðslega fyndið á þeim tíma. Alveg var þetta dæmigert, að ég var næstum því búin að af þakka verkefnið,“ segir Kim og skellihlær. Bransann skortir sérhæfingu Kim segir gat vera til staðar á íslensk u m tón l ist a r ma rk aði . „Íslenskir tónlistarmenn hafa ekki lært að umgangast tónlistina sem vöru. Ég sá að það var gat í mark- aðnum þarna. Það eru mjög fáir umboðsmenn á Íslandi að gera það sem ég geri,“ segir Kim. „Ég rann- sakaði málið aðeins og tók eftir því að þetta er hvergi kennt á Íslandi.“ Kim sérhæfir sig í ráðgjöf og alhliða utanumhaldi fyrir tónlist- arfólk undir merkjum umboðsstof- unnar Peer Agency, sem hún rekur. „Það er vöntun á þekkingu á þessu sviði og kannski vantar reynsluna líka,“ segir hún. Kim kveðst gríðarlega þakklát fyrir viðtökurnar sem hún hefur fengið. „Það er dásamlegt að fá við- urkenningu sem fagmaður í faginu. Að Útón sendi mig erlendis á ráð- stefnur og listamenn eins og Gus Gus vinni með mér. Það er oft sem fólk eyðir svo mikilli orku í þetta og fær svo lítið til baka.“ n Framtíðaráformin ákveðin baksviðs Kim var viðstödd þegar tíkin Zoe kom í heiminn fyrir fjórum árum og hafa þær verið óaðskiljanlegar síðan. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI NETFLIX Too hot to handle Framleiðandi: Viki Kolar Nína Richter Tíu manna hópi fullorðinna ein- hleypra keppenda er komið fyrir á hitabeltiseyju. Hópurinn saman- stendur af keppendum sem allir eiga það sameiginlegt að vera klæddir efnislitlum klæðnaði, vera enskumælandi, gagnkynhneigðir, leggja gríðarlega áherslu á útlit sitt og annarra og eiga erfitt með að mynda rómantísk tilfinningasam- bönd. Meðan á dvölinni stendur fara keppendur í gegnum námskeið sem snúast um hugrækt og tengsla- myndun, á sama tíma og þeim er bannað að stunda kynferðis- legar athafnir af nokkrum toga, eða stunda sjálfsfróun. Manneskjan er skrýtin dýrateg- und. Tilfinningin sem situr eftir hjá áhorfandanum eftir áhorf á Too hot to handle, er líkust einhvers konar eitrun, og spurningin sem stendur eftir er: Hvað er eiginlega að okkur? En að sjá fullorðið fólk láta allt vit lönd og leið er þrátt fyrir allt svaka- lega gott sjónvarp. Stjórnandi hópsins er „Lana“, sem er sívalningslaga talandi lampi sem skammar þátttakendur í hvert sinn sem þeir brjóta reglurnar. Verðlaunapottur bíður sigur- vegara þáttarins sem er valinn eftir geðþóttaákvörðun framleiðenda. Potturinn stendur í 100 þúsund Bandaríkjadölum í upphafi þáttar en lækkar umtalsvert í hvert sinn sem regla er brotin. Til að mynda kostar stakur koss sex þúsund doll- ara, í þriðju þáttaröðinni. Maður hefði haldið að fólk gæti hamið sig þegar slíkir peningar eru í húfi. Svo er nú aldeilis ekki. Tónn framleiðslunnar gagn- vart þátttakendum einkennist af gamansömu virðingarleysi. Fólkið er sett fram sem spólgraðir vit- leysingar sem þurfa hjálp. Hjálpin er í formi námskeiða þar sem konum er kennt að tala fallega um píkuna sína og karlmenn tala um neikvæða stimpla sem þeir hafa fengið, og öskra til þess að losna undan þeim. „Meðferðin“, sem þættirnir gefa sig út fyrir að veita fólkinu, er grunn og það er skrýtið misræmi í umgjörð þáttanna og þeirri húmanísku nálgun sem með- ferðaraðilar boða. Er kannski ein- hver dýpri ástæða fyrir því að þetta fólk myndar ekki náin tilfinninga- sambönd? Er eðlilegt að fólk leiti logandi ljósi að framtíðarmaka fyrir 25 ára aldurinn? Er slæmt að eiga marga rekkjunauta? Þátttak- endurnir sjálfir kvarta nefnilega aldrei undan þeim lífsstíl. Í þáttunum verða til pör, og stór hluti af skjátímanum fer í að fylgjast með því hvort pörin haldi skírlífis- heit þáttanna. n NIÐURSTAÐAN: Ágætis sorp sem upphefur ástarjátningar og fram- tíðarplön en fordæmir lauslæti. Framboð slíkra þátta er síðan svar við eftirspurn sem er kannski skýrasta dæmið um að það er vissulega eitthvað að okkur. Hvað er eiginlega að okkur? Too hot to handle segir ef til vill meira um áhorfendurna en þátttakend- urna. MYND/SKJÁSKOT 50 Lífið 12. febrúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 12. febrúar 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.