Fréttablaðið - 12.02.2022, Blaðsíða 30
„Ég er Reykvíkingur í húð og hár,
alin upp í Smáíbúðahverfinu, og hef
alltaf verið upptekin af hreyfingu
og heilsu. Eftir að ég eignaðist
dóttur mína árið 1994 ákvað ég
að skella mér á námskeið í Stúdíói
Ágústu og Hrafns og vissi hreint
ekkert hvað ég væri að ana út í, en
eróbikkið, sem þá var allsráðandi,
varð að fíkn. Hrafn Friðbjörnsson,
blessuð sé minning hans, sá fljótt
hversu mikill stuðbolti ég var og
er. Hann sá í mér einhverja ham-
hleypu og harðjaxl og dró mig yfir í
kennslu hjá þeim Ágústu. Ég var því
fljótt farin að kenna í hóptímum
og einn mánuðinn yfir 100 tíma!
Þá var ekkert spáð í hvort maður
brynni út, því þetta var svo hrika-
lega gaman og mikið æði í þá daga.
Hrafn var yndislegur maður og
sannarlega örlagavaldur í mínu lífi,
hann átti afmæli degi á undan mér,
8. febrúar, svo ég hugsaði einmitt
hlýtt til hans í vikunni.“
Þetta segir Ellen Elsa Sigurðar-
dóttir, leikfimikennari í World
Class og ritari í Helgafellsskóla í
Mosfellsbæ.
Ellen Elsa hefur um árafjöld
kennt heilsurækt í opnum og
lokuðum tímum í World Class, og
vel þekkt eru sívinsæl námskeið
hennar, Súperform.
„Ég stend nú á fimmtugu og er
því ekki alveg jafn skafin eða í sama
súperforminu og ég var yngri, þegar
ég keppti í fitness og var „all in“ í
ræktinni, en ég er í mjög góðu formi
miðað við aldur,“ segir Ellen Elsa
hress.
„Ég hef alltaf viljað vera vel á mig
komin og skráði mig strax sem
barn, eða fimmtán ára, í líkams-
rækt hjá Bjössa í World Class,
Skeifunni. Þar sótti ég eróbikktíma
hjá sjálfum Magga Scheving og er
búin að lifa og hrærast í þessu allar
götur síðan, þekki allar þessar stóru
fyrirmyndir sem ruddu brautina
þegar líkamsræktaræðið hófst á
Íslandi,“ segir Ellen Elsa.
Hún hefur lengst af starfað við
einka- og hópþjálfun hjá World
Class, en líka hjá Hreyfingu, JSB og
Betrunarhúsinu. Margir muna eftir
Ellen Elsu úr leikfimiþáttum sem
Stöð 2 sýndi síðdegis hér áður fyrr
og á undanförnum árum hefur hún
dæmt í fitness-keppnum hérlendis.
„Ég er hætt öllu keppnisstandi í
dag en dóttir mín, Kristjana Huld
Kristinsdóttir, tók við keflinu og
er á fullu í bikiní-fitness. Hún er
tvöfaldur Íslandsmeistari og hefur
keppt erlendis og gengið vel. Hún er
sú í fjölskyldunni sem er í sannköll-
uðu súperformi,“ segir Ellen Elsa
með stolti.
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr
Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir,
sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is,
s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Jón Þórisson
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann
Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir,
ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
Ellen Elsa er spennt að prófa fleiri fæðubótarefni frá Eylíf og ætlar næst að prófa Active Joints fyrir liðheilsuna.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Úr hreinum, íslenskum hráefnum
Vörulínan Eylíf býður upp á fimm vörur,
Active JOINTS, Stronger BONES, Smoother
SKIN & HAIR, Happier GUTS og Stronger
LIVER; allt vörur sem hafa reynst fólki vel.
Vörurnar eru unnar úr hreinum, íslenskum
hráefnum, engum aukefnum er bætt við
og framleiðslan er á Íslandi.
„Vinsælasta varan er Active JOINTS sem
inniheldur fjögur íslensk næringarefni og
margra ára rannsóknir sýna fram á jákvæð
áhrif þeirra,“ segir Ólöf Rún Tryggvadóttir,
stofnandi vörulínunnar.
n Active JOINTS er sérhönnuð blanda sem
inniheldur kalkþörunga, smáþörunga,
GeoSilica kísil og birkilauf. Margra ára
rannsóknir sýna fram á jákvæð áhrif
næringarefnanna á bein, liði, meltingu
og húð. Auk þess inniheldur bætiefnið
C- og D3-vítamín.
n Stronger LIVER er nýjasta varan frá Eylíf.
Hún inniheldur fjögur íslensk næringar-
efni frá sjálfbærum auðlindum til sjávar
og sveita. Innihaldsefnin eru kítósan, sem
bindur fituefni í meltingavegi, ætihvönn
sem hefur verið notuð frá örófi alda við
meltingartruflunum, kísill og kalkþör-
ungar úr hafinu. Blandan er styrkt með
C-vítamíni, kólíni sem stuðlar að eðli-
legum fituefnaskiptum, og mjólkurþistli,
sem er þekktur fyrir að hafa góð áhrif á
meltinguna og starfsemi lifrar.
Ólöf Rún stofnaði Eylíf vegna þess að
hana langaði að setja saman þau frábæru
hráefni sem eru framleidd á Íslandi á sjálf-
bæran hátt frá náttúrulegum auðlindum
landsins og auka þannig aðgengi fólks að
þeim hráefnum. Framleiðslan fer fram á
Grenivík og þróun varanna er í samstarfi
við sérfræðinga frá Matís.
„Við vöndum til verka og sækjum í
sjálfbærar auðlindir úr sjó og af landi. Við
notum hreina, íslenska náttúruafurð, hrein
hráefni sem ekki eru erfðabreytt og stuðla
að sveigjanlegri líkama, þá erum við færari
til að takast á við verkefnin í dagsins önn.
Við vitum að heilsan er dýrmætust, því
er svo mikilvægt að gæta vel að henni og
fyrirbyggja ýmis heilsuvandamál. Heil-
brigð melting er grunnurinn að góðri
heilsu, þess vegna vildum við hjá Eylíf
bjóða upp á gæðavöru fyrir meltinguna,“
segir Ólöf Rún.
Laus við uppþembu
Ellen Elsa hefur síðan í október
tekið inn fæðubótarefnið Stronger
Liver frá Eylíf með góðum árangri.
„Ólöf Rún Tryggvadóttir, stofn-
andi Eylífar, hefur verið í tímum hjá
mér og var svo elskuleg að leyfa mér
að prófa Stronger Liver. Ég hafði
verið með uppþembu sem nú hefur
lagast á undraskömmum tíma. Ég
var ekki slæm að öðru leyti, en finn
engu að síður mikinn og góðan
mun á meltingunni. Lifrin fjarlægir
eiturefni og síar blóð sem kemur frá
meltingarfærum og það leynir sér
ekki að Stronger Liver gerir henni
gott í þeim starfanum. Ég finn hvað
mér líður vel og er stabíl í magan-
um. Ég er ekki lengur uppþembd en
mestan mun finn ég á hægðunum,
sem eru súpergóðar með Stronger
Liver,“ segir Ellen Elsa.
Hún er spennt fyrir að prófa fleiri
fæðubótarefni frá Eylíf.
„Næst ætla ég að prófa Active
Joints því það er afar vel af því látið
fyrir liðheilsuna og með aldrinum
verður maður stirðari í liðum. Ég
hef tröllatrú á þessum vörum og
mæli hiklaust með þeim. Ég veit
að Eylíf stendur fyrir gæðum, og
hreinum og náttúrlegum vörum,
og eflaust fá þau verðlaun fyrir þau
fyrr en síðar.“ n
Eylíf-vörurnar fást í öllum apó-
tekum, Fjarðarkaupum, Hagkaup,
Krónunni, Heilsuhúsinu, Mela-
búðinni og Nettó. Ókeypis heim-
sending af eylif.is
Fæðubótarefni koma ekki í staðinn fyrir fjölbreytta fæðu. Ekki ætlað börnum eða barnshafandi konum. Ekki er
ráðlagt að taka meira en ráðlagður dagskammtur segir til um. Geymist þar sem börn ná ekki til.
2 kynningarblað A L LT 12. febrúar 2022 LAUGARDAGUR